Leitin mikla

Smátt og smátt að detta inn rannsóknir og einhverjar niðustöður. Ómun af gallvegi, brisi og lifur í dag. Öll líffærin búin að húrra sig upp og planta sér þar sem lungað var áður. Gekk fremur seint að ómskoða vegna þessa og rifbeinin fyrir  í þokkabót. Ekki komin með formlegar niðurstöður enn, reyndi að pumpa doktorinn sem ómaði sem sagðist hvorki sjá grjót í gallblöðru né einhver kvikindi í lifrinni. Gæti ekki hafa fengið betri fréttir þó óformlegar séu. Ekkert grín að þurfa að svæfa þá gömlu og ekki spennt fyrir kvikindum.

Út af borðum standa sem sé verkir og brengluð lifrarpróf, járnskortur og eitthvað fleira. Beðið eftir frekari niðurstöðum, t.d. um lifrarbólgu, sjálfsónæmissjúkdóma og sitthvað fleira. Tími hjá Sigga Bö á morgun og svo heldur leitin mikla áfram. Verkjaköstin lítt skárri og páskar framundan. Vil gjarnan fá að bragða á páskalambi. Gatið í maganaum hlýtur að vera að lokast, hætt að taka gigtarlyfin, læt mig hafa þá verkina. Get lengi við mig blómum bætt. 

Dagurinn með þeim skrautlegri, verð fegin að skríða í koju. Hef ekki sama úthald og þrek og áður, svo mikið er víst. Er ákveðin í að eyða páskunum í hvíld og ,,dúllerí"  inn á milli. Sauma einhverjar gardínulufsur og fínisera í kringum mig. Kannski kíkja í eina heimsókn eða tvær, farin að skulda þær margar. Hver veit nema að ég verði dugleg að hreyfa tíkurnar sem er löngu orðið tímabært og ljúka einhverjum verkefnum.  Í öllu falli  verður dúll á minni miðað við daglegt líf. Whistling

Geymi heimsókn til krakkanna til betri tíma, er ekki í formi til að endurþeytast út fyrir nokkra daga. Hvor ferð fyrir sig tekur um sólahring þannig að ég vil stoppa lengur í einu. Skelli mér í maí eða júní. Hlakka mikið til að hitta krakkana sem eru að gera góða hluti og gengur velHeart

En núna er mín búin á þvíW00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Hello er í Kef á leið til kanarí.....jíbbí

fékk varabirgðir og klifjuð eins og hitt gamla fólkið...af lyfjum !!!  Gangi þér vel Gunna mín

Kveðjur

Kata litla sys

Katrín, 17.3.2008 kl. 23:26

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Æi eigðu notalegt páskafrí.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.3.2008 kl. 01:33

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Eigðu góða páska og slakaðu á.

Guðjón H Finnbogason, 18.3.2008 kl. 21:39

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Gangi þér allt í haginn.

Gunnar Skúli Ármannsson, 19.3.2008 kl. 00:24

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Vona að páskafrí og "dúllerí" geri þér gott, njóttu hvíldarinnar þessa frídaga.

Sigrún Jónsdóttir, 19.3.2008 kl. 11:53

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Kvitt, farinn í súkkulaði sukk

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 19.3.2008 kl. 12:05

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Takk fyrir kveðjurnar öll sömul. Njóttu vel úti á Kanarí sys, sleiktu hvern einasta sólargeisla og nýttu lyfjabirgðir af skynsemi. Bíddu ekki of lengi, verðir þú lasin.

Komin í páskafrí og það verður slakaða á. Dottið í það með páskaeggjum af öllum stærðum, gerðum og tegundum. Sem sé súkkulaðismökkun

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 19.3.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband