Svona er Ísland í dag

Las viðtal um helgina í einhverju blaðanna við konu að vestan sem missti sambýlismann sinn í sjóslysi fyrir ári síðan. Ekkja í annað sinn, missti fyrri mann sinn með svipuðum hætti fyrir áratug.

Það nísti mig í hjartað að lesa viðtalið. Ekki einungis þarf konan og fjölskyldan að kljást við ástvinamissi og sorgina, í annað sinn.  Hún er allslaus. Er móðir með börn á framfæri.  Á ekkert, hefur misst allt. Engin miskunn, engin aðstoð. Sjómenn illa tryggðir, engin útfararstyrkur og algjört tekjuhrun.  Kemst ekki út úr skuldum. Býr fyrir vestan þar sem atvinnumöguleikar eru takmarkaðir. 

Hvernig má annað vera? Þegar fólk ruglar saman reitum sínum, stofnar heimili og reynir að koma þaki yfir höfuð sér, eru fæstir það lánsamir að geta greitt kaupverðið á íbúðinni, innbúinu og bílnum út í reiðufé. Ekki allir eru það lánsamir að eiga hlutabréf eða vaxtareikning í banka eða hafa fengið fasteign í arf. Meðal Jóninn og Gunnan þurfað að taka lán til að sinna grunnþörfum mannskepnunar. Við þurfum jú öll þak yfir höfuðið, fatnað og næringu.  Lántakan krefst þess og miðast við að báðir aðilar vinni utan heimilis, ekki síst tekjulitlir einstaklingar. Afborganir og neysla miðast við þær sameiginlegu tekjur. Auðvitað fara margir fram úr þeim en það er svo all önnur Ella.

Svona má lýsa hefðbundinni lífsbaráttu manna, ekki síst þeirra lægst launuðu sem ekki eru allir það heppnir að geta keypt sér húsnæði. Þurfa að leigja dýrum dómum og fá aðstoð með mat og aðrar nauðsynjar. 

Hvað gerist svo þegar áföll dynja yfir fólk og annar makinn fellur frá?  Í flestum tilfellum þýðir það umtalsverð tekjurýrnun og skertur fjárhagur. Sumar stéttir, líkt og sjómannsstéttin og bændastéttin geta ekki sótt í neinn stéttafélagssjóð til að fá útfarastyrk. Fæstir í þeim stéttum sem og verkamannastéttinni eru færir um að kaupa sérstaka slysa- og sjúkdómatryggingu. Sumir geta ekki einu sinni tryggt innbúið sitt og eigur. Það hefur forgang að lifa af og hafa ofan í sig og á. 

Það kostar varla undir 500 þúsundum að jarða ástvin.  Hvernig í óksöpunum geta láglaunastéttir staðið undir þeim kostnaði? Ég hef trú á því að þær geti það ekki nema með utanaðkomandi aðstoð eða með því að jarða ástvin sinn í kyrrþey. Spara blómaskreytingar, sönginn og ekki síst kaffimeðlætið í erfidrykkjunni. Hrikaleg staðreynd en sönn. Lægst launuðu stéttirnar kannski með um1,5 - 2 milljónir í árstekjur

Hvað tekur svo við að útför lokinni? Syrgjendur fá ekki ráðrúm til að syrgja,  við tekur barátta upp á líf og dauða við fjármálastofnanirnar. Skuldabréfin lenda að sjálfsögðu í vanskilum, safna vöxtum og síðan innheimtukostnaði. Í einhverjum tilvikum ,,frysta" bankar lán í afmarkaðan tíma en fæstir gera það.  Eftir að hafa reynt að skuldbreyta lánum, semja og herða sultarólina kemst viðkomandi í þrot. Á nokkrum mánuðum breytist gluggapósturinn í martröð og við tekur hótun um fjárnám og uppboð eigna enda koma engar tekjur í staðin fyrir tekjur hins látna maka. 

Hvað er til ráða? Fátt. Eiginlega ekkert nema að eftirlifandi maki njóti þess meiri aðstoðar fjölskyldu og vina.  Makabætur TR eru nokkrir þúsundkallar á mánuði og greiðast að öllu jöfnu í 6 mán. eftir andlát maka.  Lífeyrissjóðir bænda og sjómanna greiða hungurlús á mánuði til eftirlifandi maka . Það sama á við um verkafólk og stéttarfélög þeirra.

Hægt er að leita til Ráðgjafajónustu heimilana sem leggur fram tillögur. Fæstir bankar fara hins vegar eftir þeim þó þeir eigi að heita aðilar að þeirri þjónustu. Íbúðarlánasjóður kemur hins vegar til móts við einstaklinga undir slíkum aðstæðum í 1 ár, síðan koma greiðslurnar aftur með meiri þunga en áður enda þarf að greiða ,,frystinguna". 

Eins og fram kom í viðtalinu, reynist aðför fjármálastofnana umræddri konu hvað erfiðust eftir að maður hennar fórst. Það að standa uppi allslaus, er líklega  um fertugt, er trúlega erfiðari biti en hægt er að kyngja. Skömmin, vanmátturinn og sjálfstraustið farið til fjandans.

Enginn er að tala um að gefa skuldir eftir, bankarnir lána ekki nema að fá þá upphæð helst fjórfalt til baka. Hins vegar mætti sýna meiri skilning á aðstæðum og koma jafnvel til móts við einstaklinga í slíkri stöðu með því að lengja lán,  draga úr innheimtukostnaði og hörðum aðgerðum.

Í okkar velferðarsamfélagi hefur ný auðmansstétt  úr fjármálageiranum hefur fest sig í sessi, ekki síst eftir einkavæðingu bankanna.  Margir innan hennar hafa allt upp í tugi  milljóna í tekjur á mánuði. Sumum finnst það ekkert tiltökumál. Forsætisráðherra landsins breiðir út boðskapinn um velmegunina hér um viðan heim enda Íslendingar auðug þjóð.  Hvergi í þessu ríka landi er að finna sjóð sem tekjulitlir einstaklingar geta sótt í þegar illa árar. Hvað þá ef þeir missa maka sína og jafnvel fyrirvinu. Það sama á við um öryrkja og þá sem veikjast alvarlegum sjúkdómum. Það litla sem hægt er að sækja um hjá ríki í gegnum TR er ekki upp í nös á ketti.

Flest okkar sem erum vinnandi í dag höfum greitt formúu til lífeyrissjóðanna. Erum beinlínis skyldug til þess, höfum ekkert um það að segja. Afraksturinn á að koma í okkar hlut þegar við förum á eftirlaun. Ef við föllum frá áður en til þess kemur, hirða lífeyrisjóðirnir allt sem við höfum lagt í hann. Rökin fyrir því eru þau að stutt er við bakið á þeim sem hafa lent í slysum og orðið öryrkjar ungir og greitt í sjóðina í stuttan tíma.  Göfugt fyrirkomulag sem kemur sér vel fyrir ungt fólk sem lendir í slíku óláni. Handónýtt fyrir fjölskyldu þess sem hefur greitt í sjóðinn alla sína starfsævi sem getur numið allt að 50 ár. Hún fær ekki krónu.

Umrædd kona á alla mína samúð. Það er útilokað fyrir hana eina að komast út úr því víti sem hún býr við í dag án utanaðkomandi aðstoðar. Ríkið gerir ekkert, það liggur fyrir.

Í okkar moldríka þjóðfélagi er margt fólk sem á ekkert og hefur ekki möguleika á að breyta þeirri stöðu. Mér segir svo hugur að ástandið eigi eftir að versna. Núverandi ríkisstjórn vill einkavæða Íbúðalánasjóð og ætli hún sér, gerir hún það, hvað sem tautar og raular.

Svona er Ísland í dagCrying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Sorglegar staðreyndir en svona er víst Ísland í dag.

Sigrún Óskars, 16.3.2008 kl. 23:00

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já það eru margir sem hafa það ekki gott á Íslandi í dag.

Hólmdís Hjartardóttir, 16.3.2008 kl. 23:10

3 identicon

Voðalega hljómar þetta allt kunnulega!   Er einhver söfnunarreikningur fyrir þessa konu? hver 1000 kallinn skiptir öllu máli. að sleppa einu góðu djammi í reykjavikurborg, skópari eða bara pöntun á pizzu heim... það gæti hjálpað helling!

Kata Björg (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 23:23

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Flest veraklíðsfélög tengd okkur sjómönnum hjálpa til við útfarir eins fyrirtækin þau hafa líka gert það þegar um svona atburð er að ræða.Hún hlíttur að hafa fengið slysa og líftryggingu greidda,eða var hann ekki búin að vera á sjó lengi.Það ristir þegar svona kemur upp á og fólk hefur verið mjög jákvætt í að gefa í safnanir sérstaklega í smærri þorpum út á landi.En þetta er hættan við að stunda sjómennsku,Öll þau ár sem ég hef stundað sjó fer ég sáttur úr höfn og að sofa ég veit ekki hvernig ég kem aftur.

Guðjón H Finnbogason, 17.3.2008 kl. 00:20

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Græðgisvæðingin og stéttskiptingin er orðin allsráðandi, öryggisnet samhjálparinnar er víða rifið og verið að stækka möskvana enn meira.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 17.3.2008 kl. 13:06

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já, það er víða pottur brotinn í okkar íslenska kerfi.  Kannski veð ég villu... en mér hefur alltaf fundist að aðalástæðan fyrir því að við séum með ríki og ríkissjóð, sé til að tryggja öllum Íslendingum mannsæmandi kjör, menntun, læknisþjónustu, samgöngur og þessháttar.  Ég held að sumir ráðamenn þjóðarinnar, horfist ekki í augu við þá staðreynd að það sé til fátækt á Íslandi .... því miður.   

Anna Einarsdóttir, 17.3.2008 kl. 18:00

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Hinn látni sjómaður var tryggður upp á 1 milljón. Átti uppkomna dóttur fyrir sem fékk helminginn.

Hef ekki orðið vör við söfnunarreikning fyrir konuna, myndi snara þeim upplýsingum strax á síðuna ef ég hefði aðgang að upplýsingum. 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 17.3.2008 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband