14.3.2008 | 20:34
Hvað er ráðherra að bralla?
Nú er ég hugsi, hvað skyldi heilbrigðisráðherra vera að hugsa þessa dagana? Búinn að einkavæða am.k. 30% heilbrigðisþjónustunnar, að eigin sögn. VG halda því fram að hlutfallið sé allt að 70%. Trúlega lætur það nærri og á ég það við um flest svið heilbrigðisþjónustunnar.
Nú er ráðherra búinn að losa við forstjóra og lækningarforstjóra LSH sem löngum hafa verið taldir talsmenn aukinna gjaldtöku sjúklinga. Í öllu falli hafa sértekjur LSH aukist gríðalega í þeirra valdatíð. T.a.m þarf sjúklingur sem fer í aðgerð á degi x að mæta í rannsóknir daginn áður og borgar þær. Fylgir ekki innlagningapakkanum lengur þannig að óhætt er að segja að skilvirknin hafi aukist umtalsvert á þeim bæ.
Magnús hefur unnið ötullega við að kostnaðargreina alla sjúklinga og sjúkdóma. Forgangsröðun hefur verið á herðum hans og hirðarinnar. Fyrir liggur áætlaður kostnaður vegna mjaðamliðaaðgerðar, botnlanga, krabbameinsmeðferðar, gigtarmeðferðar, speglana og svona má endalaust telja. Síðan er forgangsraðað líkt og víða erlendis. Ekki er sjálfgefið að 82 ára gamall einstaklingur fái nýjan mjaðmalið ef hann brotnar. Aðgerðin kostar í kringum milljón ef ég man rétt og eru þá legudagar þar taldir með. Það gæti farið svo að ekki þyki réttlætanlegr að púkka upp á hann út frá kostnaðarlíkaninu og sá kostur etv. valinn að setja hann í hjólastól og verkjalyf þar til yfir líkur.
Forgangsraðað er eftir lífárum og eftir því hversu miklu sjúklingurinn kemur til með að skila af sér til þjóðarbúsins. Einnig er forgangsraðað eftir lífsháttum og áhættuflokkum. Ekki sjálfgefið að 50 ára einstaklingur sem reykir lendi ofarlega á biðlista eftir kransæðaaðgerð. Áhættuþáttum reyndar ekki öllum gert jafn hátt til höfuðs, sumir greinilega verri en aðrir. Sumir sleppa óáreittir, t.d. offitusjúklingurinn.
Ég man hvað mér fannst harðneskjulegt að hlusta á fyrirlestur Magnúsar og síðar Ástur Ragnheiðar, þingkonu í kúrs forðum daga uppi í H.Í. Var að nema stjórnun og rekstur í heilbrigðisþjónustunni. Þar komu þessar bláköldu staðreyndir fram um kostnaðargreininguna og forgangsröðunina. Minna fór fyrir umræðunni um lög um réttindi sjúklinga sem kveða skýrt á um að mismunun, af hvaða tagi sem er, er ekki í samræmi við lögin.
Ég er á því að það þurfi að hagræða, auka skilvirkni í rekstri og tryggja að fjármunir okkar fari í góða heilbrigðisþjónustu. Hins vegar segir mér svo hugur að á síðustu 9 árum hafi orðið til ný stétt innan LSH, um 30 manna hirð í kringum forstjórana sem titlaðir eru sviðsstjórar o.fl. Margir þeirra eru ekki fagmenn á heilbrigðissviði. Margir af hirðmönnum hið mætasta fólk en ekki allir endilega hæfastir í starfið. Ef marka má það sem ég hef heyrt af stjórnun og störfum hirðarinnar eru það gjarnan viðskiptafræðingar, hagfræðingar og aðrir fjármálaspekúlantar sem fara með stjórnina á kostnað helbrigðisstétta, t.a.m. lækna og hjúkrunarfræðinga. Einstaka fagmenn innan um, já fólk í einhverjum tilvikum sem flykkist utan um forstjóran hef ég trú á.
Hagræðing og skilverkni felast ekki í eflingu nýrra stéttar hvítflibba. Hún felst m.a. í samkeyrslu gagna, sjúkraskráa og rannsóknarniðurstaða, yfirveguðum ákvörðunum um læknismeðferð þar sem réttur og hagsmunir sjúklings eru í fyrirrúmi og nýtingu jaðar- og svæðissjúkrahúsa, svo fátt eitt sé nefnt. Einnig þarf vinnustaðurinn að vera aðlaðandi og skapa þá framtíðarsýn sem starfsmenn geta sætt sig við og eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að svo verði. Öðru vísi verður aldrei hægt að virkja starfsfólk til stefnumótunar og skilvirkni í rekstri. Dreifa þarf bæði valdi og ábyrgð í stað þess að einstakir hvítflibbar trjóni á toppnum og ákvarði hversu oft megi skúra, gefa kex með kaffinu eða hvaða lyf eru valin hverju sinni. Það þarf einng að halda í þann mannauð sem felst í vel þjálfuðu starfsfólki.
Það þýðir lítið að ætla hátæknisjúkrahúsi eins og LSH að sýna arðsemi í rekstri. Sjúkrahús á vegum hins opinbera eru ekki til þess fallin til að skila hagnaði í árslok, a.m.k. ekki við núverandi löggjöf. Hins vegar er eðlilegt að gera þá kröfu að fari sé vel með fé skattborgara. Rekstrarfé LSH og annarra ríkisrekinna heilbrigðisstofnana kemur nefnilega úr okkar vösum. Það verður ekki til vegna aðrbærra fjárfestinga og hlutabréfakaupa eins og menn virðast halda. Rektrarumhverfið er ekki hið sama og í banka. Hins vegar er það eðlileg krafa að reksturinn sé í góðum farvegi.
Við erum að vinna með fólk, sjúkt fólk. Allar heilbrigðisstéttir, ekki síst læknastéttin, starfa eftir siðareglum og flestir bundnin ákveðum heitum og eið. Okkur ber að veita bestu, mögulegu meðferð hverju sinni, bjarga mannslífum og líkna sjúkum. Auk þessar er LSH að mennta allar heilbrigðisstéttir, sem er hár kostnaðarliður. Okkur ber einnig að beita forvararstarfi til að koma í veg fyrir sjúkdóma, málaflokkur sem fær skammarlega litla sneið af kökunni.
Það gefur auga leið að hátæknisjúkrahús eins og LSH dýrt í rekstri. Þar fer fram sérhæfð hátæknimeðferð hverju sinni og ber að reka sjúkrahúsið sem slíkt. Sjúklingahópurinn á einnig að vera í samræmi við þá starfsemi. Hver legupláss er dýrt, mun dýrara en á Suðurnesjum, Selfossi, Ísafirði, Akranesi, Neskaupstað o.s.frv. Því á að nýta jaðar- og svæðissjúkrahúsin betur til einfaldari meðferðar. Trúlega væri sú þróun lengra komin ef fagfólk innan heilbrigðisgeirans hefði haft eitthvað um málin að segja síðustu ár.
Ég er í sjálfu sér ekki á móti því að ríkið kaupi þjónustu af einkaaðilum, svo fremi sem hlutdeild sjúklings eykst ekki. Sum þjónusta er vel til þess fallin. Hins vegar er reynslan sú að sú þjónusta sem einkaaðilar eru að veita í dag, hefur aukið kostnaðarhlutdeild sjúklinga svo um munar. Stjórnendur LSH hafa farið sömu leið síðustu árin eins og ég hef marg bent á. Áður fyrr voru einstaklingar lagðir inn til rannsókna, aðgerða, krabbameinsmeðferðar o.s.frv. Í dag er þeim sinnt á göngudeildum sem þýðir aukin kostnaðarhlutdeild sjúklingsins þó ríkið greiði þjónustuna niður. Áður fyrr greiddi ríkið sambærilega þjónustu að fullu. Sú þróun að færa ákveðna þjónustu til göngudeildanna er mér að skapi en menn verða að gæta hófs í kostnaðarhlutdeild og hafa velferð skjólstæðingsins að leiðarljósi, ekki einungis dollaramerkið.
Ég tel ástæðu til að hafa áhyggjur af framvindu mála í rekstri LSH og annarra heilbrigðisstofnana. Undanfarið hefur stormsveipur einkavæðingar farið um heilbrigðiskerfið og dregið úr rekstri á vegum hins opinbera að sama skapi. Gæti verið að ætlan heilbrigðisráðherra, með ríkisstjórnina að baki sér, að einkavæða LSH að hluta til eða jafnvel öllu leyti? Hvað á maður að halda?
Samfylkingarmenn keyptu ráðherrastólana og setu í ríkisstjórn háu verði, verði sem kjósendur gjalda fyrir. Minnir mann á þegar Skrattinn seldi ömmu sína. Það heyrist ekki einu sinni boffs í Jóhönnu Sigurðarfóttur nú. Öðru vísi mér áður brá. Í öllu falli hljóta allir að vera sammála um að Sjálfstæðismenn eru að ná sínu fram í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Framsóknarflokkurinn má þó eiga það að hann barðist gegn stjórnlausri þróun í þessa átt. Sjálfstæðismenn fengu langþráða ósk sína uppfyllta með Ástu Möller í fararbroddi og dyggum stuðningi Péturs Blöndals. Hvað er Guðlaugur Þór og hirðin nú að bralla
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:35 | Facebook
Athugasemdir
Það hlíttur að vera einhver sjálfstæðismaður sem tekur við kannski þingmaður.
Guðjón H Finnbogason, 14.3.2008 kl. 20:36
Nákvæmlega, draumur Ástu kollega míns að rætast. Er sammála þér Guðjón, trúlega fær þingmaður, fyrrum eða núverandi forstjórastöðuna. Til vara set ég fram pólitíska ráðningu Hverjum vantar vinnu? Merði Árna? Ingu Jónu??
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 14.3.2008 kl. 21:47
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.3.2008 kl. 22:38
Góð grein hjá þér Guðrún, erum greinilega sammála.
Held að Guðlaugur Þór láti verkin tala, og vona að eitthvað gott gerist, allavega fréttist fátt.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.3.2008 kl. 00:13
Góð grein.
Hólmdís Hjartardóttir, 15.3.2008 kl. 00:46
Góð grein hjá þér Guðrún.
Sigrún Óskars, 15.3.2008 kl. 11:00
Frábær samantekt hjá þér Guðrún mín! Það er auðséð að þú ert með "puttann á púlsinum" hvað heilbrigðiskerfið varðar. Ég mæli með þér í stól forstjóra ríkisspítalanna, en til vara, ef Gullakapall gengur upp, óska ég eindregið eftir því að þú verðir gerð að umboðsmanni sjúklinga!
Sigrún Jónsdóttir, 15.3.2008 kl. 11:25
Þetta er mikið
Betri mynd af
þér... eða hvað?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.3.2008 kl. 23:48
Sæl Guðrún Jóna,
feikigóður pistill hjá þér og ég er þér svo sammála í mörgu. Ég hef ekki hugmynd um hvað Gulli er að bralla. Ég veit ekki hvers vegna hann segir Magnúsi og Jóhannesi upp. Sjálfsagt vill hann ráða til sín "sitt" fólk.
Ég óttast ekki einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Ef við gætum þess að hafa jafnan aðgang og kostnað í lágmarki fyrir sjúklingana. Ég er þó ekki sannfærður að einkavæðingin muni vera ódýrari í rekstri. Aftur á móti er nauðsynlegt að leyfa mönnum að sannreyna að svo sé.
Ég er þeirrar skoðunar að sennilega er hagkvæmast að færa hagræðingarkröfuna niður á gólfið og láta starfsmenn finna út hvað sé best og ódýrast. Þar er kunnáttan og hæfnin til að leysa þessi mál.
kk
Gunnar Skúli.
Gunnar Skúli Ármannsson, 16.3.2008 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.