8.3.2008 | 01:28
Hæ, hó
Takk fyrir kveðjurnar öll sömul. Fékk ,,galdrameðferð" í dag í lyfjaformi. Hitti einn doktorinn enn sem tók erindi mínu vel og sammála að það þyrfti að rjúfa ,,maga-gall/gigtarlyfja vítarhringinn" eða þann vanda sem er að gera út af við mig, hver sem hann er.
Einföld lausn eða öllu heldur plástur á bágtið en svei mér þá, hún er að virka, a.m.k. frá því seinni partinn í dag. Nóttin skelfileg eins og við var að búast og heilsufarið eftir því fram undir kvöldmat. En nú er mín búin að fá sér melónu, coce light og salat bar án þess að fara í keng og hljóða hér innan dyra. Er á meðan er, það liggur við að ég sé hátt uppi
Það kom mér hins vegar ekki á óvart að Sigga mínum Bö er ætlað að leysa málin endanlega, greina vandan og lækna enda ,,minn læknir". Á tíma hjá honum 18. mars þannig að þetta styttist, þangað til nota ég skyndiplásturinn, matarsóda og eggjagumsið sem Gunnar Skúli ráðlagði mér ef ég verð slæm.
Kötunni gekk aldeilis vel í morgun, fékk fullt stig húsa. Prófið í anatomiunni munnlegt og síðan krufning. Fékk einnig niðurstöður úr erfðarfræðiprófi sem hún tók um daginn og gekk fantavel. Haffinn á sama rólinu í sínum prófum, fullt stig húsa þar einnig. Þau verða bæði þjóðnýtt af móður sinni þegar sá tími kemur. Can´t wait
Er búin að vera á fljúgandi ferð í verkefnavinnu í kvöld, mkið gaman enda ekki gengið svona vel í margar vikur. Þvílíkur lúxus, hlakka ekki lítið til að sooooofa og mun örugglega ekki flýta mér fram úr í fyrramálið. Það verður sofið út á mínu heimili og síðan verður dagurin tekinn rólega. Ætla að m.a. nýta hann til að heyra í fólki, lesa fréttir vikunnar og ég veit ekki hvað og hvað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað fékkstu eiginlega hjá lækninum....þú virðist hreinlega í vímu Njóttu þess aðsofa út.
Hólmdís Hjartardóttir, 8.3.2008 kl. 01:31
Ekki er það nú svo gott Það er hreinlega ótrúleg tilfinning að vera ekki með þessa bévítans verki, í keng. Hann breytti einungis lyfjaforminu, áfram blessuð gigtarlyfin og allt það en ekki í töfluformi. Þvílíkur munur
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 8.3.2008 kl. 01:41
Gaman þegar vel gengur
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.3.2008 kl. 10:36
Gott að þér líður betur. Melóna er nauðsyn.
Þröstur Unnar, 8.3.2008 kl. 11:12
Frábært hjá þér mundu við lifum einn dag í einu.Vona að það gangi vel hjá þér og góða helgi.
Guðjón H Finnbogason, 8.3.2008 kl. 13:16
Frábært í bili a.m.k. Plásturinn örugglega skynsamleg lausn, þegar maginn er orðinn svona viðkvæmur.
Til hamingju með unga fólkið, þau eru að standa sig vel. Vonandi getur þú skroppið til þeirra um páskana!
Sigrún Jónsdóttir, 8.3.2008 kl. 16:10
Gott að heyra að þér líður betur elsku Guðrún mín,bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.3.2008 kl. 23:28
Mikið gott að heyra að þú sért laus við verkina og vonandi verður það þannig áfram.
Sunnudagskveðja til þín ...
Maddý (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 07:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.