Eymd og volæði

Óttalegur barlómur hérna megin. Er eiginlega búin að fá nóg, bæði af ástandinu og sjálfri mér. Þessi dagur búinn að vera algjört ,,pain" frá a-ö. Nóttin var skelfileg og hef haldið mér frá hljóðum með því að dreypa einungis á í dag. Náði að leggja mig aftur í morgun sem bjargaði nokkru. Það liggur við að ég vorkenni þeim lækni sem fær mig á stofu til sín á morgun. Urr,hvað ég er orðin pirruð á þessu. 

Ætla rétt að vona að veður hamli ekki för á morgun líkt og í dag.  Snéri við á leið upp í Borganes, leist ekki meira en svo á veðrið. Er orðin óttarleg kveif í þeim málum, öðru vísi mér áður brá. Var hálf fegin að vera löglega afsökuð frá þessu ferðalag, veit að það hefði orðið erfitt en ég ætlaði að láta mig hafa það svo sem.

Katan að fara í sitt fyrsta anatomiu próf í fyrramálið. Veit að henni á eftir að ganga vel, sendi henni hlýja strauma á milli stríða.Heart

Mér finnst tilveran hálf nöpur í þessu ástandi og get ekki sætt mig við óbreytt ástand öllu lengur. Þrefaldur skammtur af magalyfjum hefur nákvæmlega ekkert að segja og engin verkjalyf í minni eigu hafa tilætluð áhrif. Gólfletirnir slitna hratt þessa dagana og nætur. Vesalings tíkurnar skilja ekki upp né niður á þessu, enginn munur á degi og nóttu hvað varðar fótaferð. Nú segir mín STOPP, URR, GARG OG HVÆS!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Æi vonandi kemur skýring á þessum fjanda og lausn

Hólmdís Hjartardóttir, 7.3.2008 kl. 00:59

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Kvitt

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 7.3.2008 kl. 08:46

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Vonandi færðu einhver svör í dag og að ég tali nú ekki um úrlausn!

Sigrún Jónsdóttir, 7.3.2008 kl. 10:50

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Fer ekki að styttast í tímann sem þú fékkst í mars? Vona að þér fari að líða betur og að þú fáir einhverja úrlausn í dag. Kveðjur og góðar hugsanir til þín, Guðrún.

Sigrún Óskars, 7.3.2008 kl. 19:21

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús og hlýr faðmur yfir til þín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.3.2008 kl. 22:11

6 Smámynd: Katrín

AB mjólk gerir undur fyrir magann sem helv. verkjalyfin eru svo dugleg að skemma.  Ekki er ég sérfræðingur en þrefaldur skammtur.....er það ekki eitthvað sem getur gert illt verra???

Vona að ástandið fari að lagast mín kæra....prófaðu ,,jákvæða orku inn og neikvæða orku út aðferðina" ( notist þegar lagst er til svefns)  hefur hjálpað mér ótrúlega í mínum veikindum síðustu tvær vikurnar.  Náði að mæta í vinnu morgun

Katrín, 8.3.2008 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband