Að loknu dagsverki

Var að ljúka dagsverkinu, búin að vera býsna afkastamikil. Er í réttum takti og í skilum, bæði með vinnu og eigin verkefni. Nóg af þeim síðarnefndu þessar vikurnar en aldrei slíku vant þá er ég að ná því að vera á réttum tíma með skil. Ótrúlega notaleg tilfinning.

Hef verið með skásta móti í dag, nóttin ferleg hins vegar. Virðist verri þegar ég ligg út af.  Ætla mér hins vegar ekki að fara að sofa í stól, dettur það ekki í hug. Læt mig frekar hafa það. Bæti mér yfirleitt upp svefninn þannig að þetta gengur.

Lét mig hafa það að prófa spaghetti uppskrift Stýra í gærkvöldi og hélt henni niðri. Engin ósköp sem ég gat látið ofan í mig en munaði um. Hef oft fengið verri verki eftir hinar ýmsu tilraunir mínar. Hellti í mig eggja- og rjóma glundrinu í dag sem Gunnar Skúli ráðlagði mér. Sú viðleitni tók á, er með afbrigðum klígjugjörn en svei mér, glundrið svínvirkaði. Mér leið strax betur í maganum og hef ekki fengið verkjasting síðan, 7, 9, 13! Takk fyrir mig strákarSmile

Læt veðrið fara svolítið í pirrurnar á mér. Langar að vera úti, fara í göngutúr með tíkurnar og yfir höfuð hreyfa mig þegar sólin skín. Færðin býður ekki upp á að ég láti þær draga mig á eftir sér. Miðað við mína happastjörnu þýðir það fall og beinbrot þannig að ég legg einfaldlega ekki í það. Lundin léttist óneitanlega þegar sólarinnar nýtur við en vá hvað allt er skítugt hjá manni. OMG! Ástandið er svagalegt, hundahár út um allt. Öllu heldur flókar eins og ég hef áður nöldrað yfir. Er eiginlega ráðþrota með Perluna og köttinn W00t

Hef lítið fylgst með fréttum að undanförnu, fæ stundum leið á pólitíkinni og hef einnig haft nóg að gera. Yfirstandandi bændaþing hefur þó ekki farið fram hjá mér. Mig skal ekki undra þó bændur kvarti yfir sínum kjörum. Hvernig má annað vera? Sauðfjárbændur eru trúlega tekjulægsti hópurinn í landinu og öll aðföng og rekstrarvörur hafa hækkað um tugi prósenta. Hvernig má annað vera en að þeir krefjist hækkunnar á sínum afurðun?

Mér fannst klént að heyra til ráðamanna; ef bændur hækka afurðir mun verðbólgan aukast, neysluverð hækka og lífskjör versnað. Það er alveg rétt en hvað eiga bændur að gera? Þeir hafa setið eftir árum saman. Það eru eingöngu bændur á stærstu búunum sem skila einhverri framlegð, aðrir þurfa að vinna utan bús til að hafa ofan í sig og á. 

Þessi staða bænda er ekki góð, hvorki fyrir þá né almenning í landinu. Hvað skyldu ráðamenn gera nú? Það verður fróðlegt að fylgjast meðWhistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gott að þér líður betur. Ertu viss um að það sé ekki gallblaðran að plaga þig?? ónýtri gallblöðru fylgja vissulega mjög vondir verkir og ógleði. Ég hætti að borða ávexti í mínu gallblöðrustandi þeir voru verstir. Og kódein gerir illt verra.

Hólmdís Hjartardóttir, 4.3.2008 kl. 02:23

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.3.2008 kl. 20:18

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Fínt að fá eitthvað annað er prins póló að borða, ekki satt? Gott að þér líði betur.

Sammála með veðrið, en ég læt mig hafa það að fara út, nema ef það er svell því ég nenni ekki að labba á mannbroddum. Sólin er auðvitað æðisleg og léttir bara lundina. Rykið á parketinu mínu er verndandi, verndar það fyrir rispum og öðrum áföllum - það lítur bara ekki vel út í sólinni - horfi bara fram hjá því.  

Sigrún Óskars, 4.3.2008 kl. 20:57

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Hef verið sannfærð um gallið um tíma, gengur bara illa að fá einhver til að sýna því vandamáli áhuga, Hólmdís
Mér líkar vel skilgreining þín á nytsemi ryksins Sigrún

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 5.3.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband