Rólegheit

Helgin búin að vera ansi róleg og viðburðarsnauð. Fátt til að krydda tilveruna nema örfá ,,ólánstilvik" eins og mér er einni lagið.

Dreif mig með grútskítugan bílinn á þvottastöð í gær sem er ekki frásögu færandi. Nema hvað, ég beið í rúmar 45 mín eftir að komast að og andaði léttar þegar bíllinn var kominn í ,rennuna" og farinn af stað. Fylgdist með öðru auganu þegar sápunni var skvett yfir kaggan. Þegar bíllinn var í miðju sápubaðinu stefndi í óefni. Bílinn fyrir framan mig haggaðist nefnilega ekki en minn bíll aftur á móti var á fullri siglingu í átt til hans. Hamaðist eins og brjáluð á bremsunum en ekkert dugði. Bíllinn fór upp og niður úr rennunni og  hélt áfram. Þegar ekki var nema hársbreidd á milli okkar, lamdi ég í flautuna og það gerði hinn bílstjórinn líka. Eftir að flauturnar höfðu dunað í kór um stund og minn bíll kominn í rassinn á hinum, komu loks kornungir drengir og slökktu á græjunum. ,,Árekstri" afstýrt á síðustu sekúndunum. Shocking

Bíllinn fyrir framan mig fékk handþvott og þurrkun og loks opnaðist hurðinn og hann út. Ég beið síðan í tæpa 30 mín eftir að græjurnar færu í gang á ný og rosalega var ég fegin þegar bíllinn var ,,búinn" og ég komin út.  Var stórlega létt, laus úr prísundinn og með hreinan bíl, loksins. Ekkert smá ánægð á mínum hreina bíl. Sú ánægja varði hins vegar ekki lengi. Þegar úr bílnum var komið blasti við mér heldur ófögur sjón; sápuslettur og taumar eftir bílnum öllum. Skítarrákirnar og tjaran líka. Ég hreinlega nennti ekki á þvottastöðina til að láta þvo hann aftur.

Neyddist til að fara í Smáralindina til að ná mér í nýjan afruglara fyrir stöð 2. Sá gamli gaf hreinlega upp öndina. Þarf að sætta mig við gömlu týpuna enda ekki með örbylgjuloftnet og enn á biðlista eftir ADL tengingu fyrir sjónvarpið. Þó búin að bíða síðan í janúar. Nema hvað, þegar heim var komið, fór mín í stillingarnar (sem ég hata) en ekkert gekk auðvitað. Ekki lengi að hringja í Stöð 2 til að fá leiðsögn við uppsetninguna. Eftir 45 mín basl, gáfumst við bæði upp, ég og þjónustufulltrúinn sem tjáði mér að sá afruglari sem ég fékk væri ónýtur.Angry

Mín var ekki beinlínis kát, klukkan orðin 18.30 og allt lokað. Laugardagskvöld í þokkabót. Náði ekki að horfa á stöð1 í sjónvarpinu, allar stillingarnar út í Q.  Var auðvitað nett pirruð en kvöldinu eyddi ég fyrir framan tölvuna í minni endalausu verkefnavinnu. Stöð 2 hrökk inn seinni partinn í dag, eftir langa mæðu og dygga leiðsögn þannig að mín er búin að vera ,,tengd" í kvöld. Þvílíkur lúxus.Wink

Til að kóróna daginn var ég svo bíræfin að koma við í sjoppu og kaupa mér hamborgara. Ég var svoooooooo svöng, nú skyldi ég láta mig hafa það. Hlakkaði mikið til að gæða mér á honum. Lítið varð úr því, kornung stelpa á óskoðaðri ,,druslu" svínaði fyrir mig í hringtorgi með þeim afleiðingum að hamborgarinn þeyttist fram í bílinn og lenti í mauki á gólfinu. Ónýtur og óætur. Það sama gilti um innkaupapokana, allt þeyttist niður og gólf og brotin egg út um allt.  Sem sé týpískur dagur hjá  mér.  W00t

Fátt eitt freistaði mín að fara út í dag, veðrið ekki beint aðlaðandi. Dreif mig þó út í búð og þvílíkur brunagaddur. Ég var fljót heim aftur. Ekki einu sinni tíkurnar hafa áhuga á útivist í þessu veðri, jafnvel þó heilagt verkefni Perlu virðist vera að naga niður stórt tré í garðinum.  

Hef náð að halda mér þolanlegri með því að  vera létt á fóðrum og hvíla mig í tíma og ótíma. Þvílíkt letilíf segi ég nú bara. Nóttin kannski ekki sú besta þannig að það var ljúft að kúra undir teppi í dag og glápa á sjónvarpið. 

Katan og Haffinn í góðum gír að vanda.  Prófin hafa gengið vel fram til þessa en ótal mörg eftir þannig að nú reynir á langtímaúthaldið. Þau eru bæði seig þannig að ég hef engar áhyggjur. Neita því ekki að ég væri svo sannarlega til í að heimsækja þau um páskana. Er komin með upp í kok á þessu veðri hér á landi. Krakkarnir kíktu út á föstudagskvöldið, mér fannst komin tími til, þau eru fullróleg miðað við aldur og minn smekk. Eitthvað annað en móðirin á þeirra aldri. Tounge

 

systkinin yndislegust

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Rólegheit???? Mér heyrist þetta vera eins og í lélegri amerískri gamanmynd

Hólmdís Hjartardóttir, 3.3.2008 kl. 00:07

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég tek undir með Hólmdísi!  Þetta er fölsuð fyrirsögn kona!!! Ég varð uppgefin fyrir þína hönd og hef tekið þá ákvörðun að bíllinn minn megi bara vera skítugur til vors!  Ég held þú ættir að drífa þig út til barnanna um páskana, pakka létt!!! og njóta alvöru vors með tré í blóma!

Sigrún Jónsdóttir, 3.3.2008 kl. 00:29

3 identicon

OOOO .. Týpiskur dagur.. hahaha ÞEssir elskulegu afruglarar á stöð 2... En varðandi þennan dag.. lýsandi fyrir heppnina.. vantaði bara búðarferð í NETTO!

Kata (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 00:57

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Þetta hljómar eins og einn af þessum dögum sem maður á ekki að fara á fætur. kv .

Georg Eiður Arnarson, 3.3.2008 kl. 07:27

5 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þetta er eins og föstudagur 13.Vonandi áttu marga daga góða eftir þetta.

Guðjón H Finnbogason, 3.3.2008 kl. 13:53

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.3.2008 kl. 14:31

7 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég mundi breyta fyrirsögninni, ekki beint rólegheit, varð bara þreytt fyrir þína hönd.  Vonandi ekki svona dagur í bráð og svo er bara að panta  páskaferðina.

Hafðu það gott!

Sigrún Óskars, 3.3.2008 kl. 19:42

8 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Kata mín, mér datt svo sannarlega ekki í hug að koma við í Nettó. Var búin að fá rúmlega nóg

Sá reyndar eftir því að hafa drifið mig út þennan laugardaginn

Takk öll fyrir innlitið 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 4.3.2008 kl. 01:31

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þvílíkur dagur !  Ég hefði verið komin í arfavont skap, hefði ég lent í þessu öllu.... en svo getur maður blessunarlega hlegið að svona hrakföllum eftirá... já, dálítið löngu seinna. 

Anna Einarsdóttir, 6.3.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband