Lukkupotturinn

Datt í lukkupottinn og fékk tíma hjá lækni í dag. Búin að þekkja hann lengi og unnið með honum. Yndislegur maður og gott að tala við hann. Ég er nefnilega svolítið ,,pikký" þegar kemur að læknum, er ekki allra. Nema hvað að eftir að hafa sett hann inn í fyrri sjúkrasögu, kom ég að vandamáli síðustu vikna.  Í stuttu máli fékk núverandi sjúkrasaga lítinn hljómgrunn. Jú, best að skipta út gigtarlyfinu sem eitrað fyrir magan (vissi það nú fyrir), skrifað út nýtt. Til að mæta magaóþægindunum ekkert annað að gera en að auka Nexium skammtinn og taka tvöfaldan í stuttan tíma. Ok hugsaði ég með mér, það má reyna. En; ,,vertu sæl, vertu velkomin aftur". Mér gafst ekki ráðrúm til að biðja um meira Nexium, hvað þá um umsókn um lyfjaskírteini. Mitt löngu runnið út og lagerinn orðinn rýr.W00t

Hm.... eftir að hafa farið í gegnum þetta 10 mín viðtal hef ég komist að því að ég er í raun í sömu sporum. Búin að reyna flestar tegundir gigtalyfja og öll eru þau baneitruð fyrir magan.  Mér sýnist ég verði að lifa með þessum ófögnuði um ókomna tíð. Líður best þegar ég er náanst fastandi. Fá mér Prons polo og popp sem mér leiðist svo sem ekki. Sleppa gigtarlyfjunum. Þarf þá að banka upp á aftur og biðja um einhver önnur verkjalyf en ég er með eða  að sætta sig við verkjaköstin , dag og nætur. Annað eins hefur nú gerst. 

Einhverra hluta vegna kvarta margir yfir því að það sé löng bið eftir viðtali við lækna, hvort heldur sem er innan heilsugæslunnar eða hjá sérfræðingum. Ástæður geta verið fleiri en ein. Trúlega eru of fáir læknar að störfum við heilsugæsluna miðað við fólksfjölda. Sérfræðingar eru yfirleitt starfandi  á mörgum stöðum sem þýðar færri tímar á stofu. Svo er það blessuð einkavæðingin. Ætli hún taki ekki einhvern toll og hafi laðað marga til sín. Trúlega ekki fjarri lagi. En hvar er þá að finna? Einhvers staðar eru þeir starfandi.  Utan samnings við TR kannski?? Þar hlýtur að vera hægt að fá tíma þó dýrt sé - eða hvaðWhistling

Í öllu falli læt ég staðar numið í bráð hvað varðar læknisheimsóknir þar til ég hitti minn eina og sanna Sigga Bö upp úr miðjum mars. Hætti þessi sprikli. Nota eigin aðferðir þangað til. Þær hafa oft reynst ágætlega. Er bara sátt við það, búin að reyna mitt gagnvart kerfinu. Tounge

Það er huggun harmi gegn að Haffinn minn er að verða hálfnaður með námið sitt. Eftir 1-2 ár fer hann að vinna sem læknanemi og þá skal hann fá að hafa fyrir múttu sinni. Þangað til verð ég að vera spök, sýnist mér. Það mun ég veraCrying

Langur og strangur dagur, mikið búin að afreka. Læknisheimsóknin kannski mesta persónlega afrekið þó. Búin á því, ekkert annað að gera en að fara snemma í koju. Búin að birgja mig upp af lesefni til að grípa til  í nótt. Reyni að taka daginn snemma og gera eitthvað af viti.W00t

            Kunnugleg stellingWink

abdominal


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gigtarlyfin eru öll eitur í maga. Besta magalyf sem til er er kæstur hákarl og trúðu því. Ég þekkti karl með magakrabbamein sem þoldi ekkert í magann nema vel kæstann hákarl.   En svo að mönnun í heilsugæslunni. Það vantar lækna og eru margir án heilsugæslulæknis.En þú ert ekki að fá viðunandi þjónustu.

Hólmdís Hjartardóttir, 29.2.2008 kl. 23:13

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Vissi þetta með gigtarlyfin en menn vildu reyna þetta út af bév... verkjunum í Thorax.

Vítahringur. 

Það er ekki af engu sem ég er tregari en andsk.... að fara til læknis

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 29.2.2008 kl. 23:19

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Elsku Guðrún Jóna mín,við skulum vona það besta og að þetta fari nú að lagast,það er kalt úti núna og þá verður maður miklu verri og verkirnir verða stundum óbærilegir,en,ég er með fjölíðaslitgigt og ég finn áður en fer að rigna eða snjóa,þá verður líkaminn minn  svo slæmur,en ég þoli engin gigtarlyf svo ég tek þá í staðinn íbúfen,en þær fara samt í magann á manni,svo að ég er að  reyna minnka þær núna og finn ef ég fer í sólbaðstofu í ljós,þá er ég mikið betri,bæði andlega og líkamlega

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.2.2008 kl. 23:33

4 identicon

Ég þekki þetta með læknana, erfitt að vera veikur og ætla sér að standa í því að einhver læknir gefi sér tíma til að finna út úr því sem gengur að manni, ég fékk alltaf : það er allt í lagi með blóðið, allt í lagi bless.  úff!

Maddý (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 23:57

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég vona að þér líði eitthvað betur Guðrún mín.

Sigrún Jónsdóttir, 1.3.2008 kl. 15:05

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Oh hvað ég skil þig Guðrún, það er ömurlegt að fara til læknis sem er alveg sama um mann og er jafnvel að flýta sér. Þá er eiginlega betra sleppa því. En maður veit það ekki fyrirfram. Siggi Bö er bara perla (hann víst fjarskyldur frændi minn), sveitastrákur úr Grímsnesinu.

Sendi þér kveðju og vonandi áttu góða daga framundan

Sigrún Óskars, 1.3.2008 kl. 22:20

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Fer eftir einu og öllu ,Stýri, á eftir að prófa spaghettíið. Þó hrædd um að hákarlalýsið komi til baka

Þið eruð öll yndilegt, hjartans þakkir fyrir hvatninguna.

Er algjörlega sammála þér Sigrún með frænda þinn. Siggi Bö er algjör perla, hefði ekki getað verið heppnari.

Allt skal þetta hafast,tíminn flýgur á ógnarhraða og áður en ég veit af verður kominn  miður mars

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 2.3.2008 kl. 00:38

8 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Það var rétt , bara brosa í gegnum tárin. kv .

Georg Eiður Arnarson, 2.3.2008 kl. 11:49

9 identicon

Heil og sæl, Guðrún Jóna og aðrir skrifarar !

Hygg; fyrir mína parta, að réttast sé, að láta augn- og tannlæknana duga. Ekki sagt; til þess að hræða þig, né nokkra sjúklinga aðra Guðrún mín, en,...... lunginn af þessum andskotum líta á fólk, sem einhver tilraunadýr,sem dæmin sanna, þetta lyfið í dag - hitt á morgun.

A.m.k., hefi ég ákveðið, að láta þá eiga sig, að nokkru, og falla með sæmd, að foldu, viðlíka frændum mínum, Kveldúlfs niðjum á Borg, á sinni tíð, fremur en að ónáða þessi lækna ryckti.

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 16:53

10 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Það er eins með lækna og mat, útlitið segir oft ekkert um bragðið. Ertu búin að prófa COX-2 lyfin eins og Celebra. eru stundum betri í maga.

Hér kemur ein pottþétt uppskrift við magaóþægindum:

1 stórt glas eða bolli,

2-3 hrá egg,

slatti af feitum rjóma,

strásykur eftir smekk,

allt hrært vel saman og hellis niður í maga um munn og vélinda, klikkar ekki. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 2.3.2008 kl. 20:14

11 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ja hér Gunnar Skúli. Ekki lítur þetta girnilega út en svei mér ef ég prófa ekki. Fita hefur hins vegar verið eins og olía á eldinn. Ég tapa alla vega engu á því að prófa.

Á Celebra  uppi í skáp, reyndar alla flóruna. Skynsamlegt að prófa sig áfram, takk fyrir góð ráð.

Það kemur kannski að því Óskar að ég verði að ,,falla með sæmd"

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 2.3.2008 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband