Prins Polo....

Búin að finna þá ,,næringu" sem ég fæ ekki bullandi verki af og það er gamla góða Prins Poloið. Búin að fjárfesta í heilum kassa. Hefur löngum verið mitt uppáhald, einkum og sér í lagi með svörtu kaffi. Verð að láta það eiga sig hins vegar. Popp fer líka ágætlega í mig. Einhæfur menu en hva, í lagi í stuttan tíma. Fæ mér einhverja blómafrævla í desert.

Er búin að prófa mig áfram um tíma, ritað brauð,  léttar súpur, hefbundinn heimilismatur, salatréttir, melónur, name it! Fæ bév..... brunaverki af þessu öllu. Ekkert virðist ætla að slá á þá þegar þeir koma.  Þetta er farið að vera ,,Sagan endalausa".  Prófaði reyndar skúffuköku í gær án þess að verða meint af þannig að þar er ljós punktur. Ekki amalegt að geta borðað sitt uppáhald, löglega afsökuð.  Aukakílóum fækkar kannski líkaTounge

Á meðan við berjumst við snjó og hálku eru krakkarnir í sól og sumaryl þessa dagana í Debrecen.  Langar mig eða hvað.................? Eitthvað á að fara að kólna undir helgina. Bæði Katan og Haffinn komin á fullt í próf, Katan í kvöld og gekk vel. Er að drukkna finnst henni, svo mikil er yfirferðin en ég heyri betur en að daman sé að blómstra núna, þrátt fyrir einhverjar sýkingar og krankleika. Sver sig í móðurættinna, því miður. Haffinn á leið í sitt fyrsta annarpróf í fyrramálið, trúi ekki öðru en að það gangi velInLove

Langar mikið út um páskana en er harðákveðin í að taka til hendirnni hér innandyra. Hér eru heilu hárflókarnir úr Perlu, hvert sem ég lít eru hárlubbar. Hef aldrei séð annað eins, verð trúlega að láta kíkja á þetta eða hvað? Kannski þetta sé eðli labradorhundanna en vá, þvílíkir flókar. Fyllti heilan plastpoka um daginn þegar ég lét mig hafa það að bursta feldinn hennar. Hingað er alla vega ekki mönnum bjóðandi og akút mál að gera skurk í innanhúss þrifum með meiru. Er þetta ekki vorboðinn................Whistling

Eyðlagði kvöldið, sofnaði eins og vera ber yfir fréttunum en auðvitað komin í góðan gír núna. Enda tími náttuglunnar og B-manneskjunnar. Ætla mér ekki að vakna neitt verulega snemma en þarf að skreppa í Borganes á vinnufund. Mæting kl.13 þannig að það verður ljúft í fyrramálið.

Heilbrigðisráðherra á fullt í  framkvæma stefnu Sjálfstæðismanna, útboð á heilbrigðisþjónustu komin á fullan skrið.  Einkarekstur  innan geirans mun blómstra meira en nokkrum sinnum fyrr á næstu mánuðum.  Ráherrann reynir að sannfæra þjóðina um að kostnaðarhlutdeild einstaklinga muni ekki aukast. Á sama tíma er Pétursnefndin á fullu að endurverðleggja þjónustu og auka kostnaðarhlutdeild sjúklinga.

Ef að líkum lætur fer þeim hópum fjölgandi sem þurfa að greiða hærra hlutfall af heilbrigðisþjónustunni sbr. síðustu fréttir um gigtarsjúklinga. Dæmið verður snúið hjá krabbameinssjúkum og öðrum sjúklingahópum sem þurfa daglega eða vikulega að fara í meðerð í einhvern tíma. Ef miðað er við afsláttarkort má reikna með að hvert skipti kosti um 4.500 kr. ef marka má þær tölur sem voru birtar um daginn. Margir halda að afsláttarkort þýði einfaldlega að sjúklingurinn fái allt frítt. Það er örðu nær, hann greiðir alltaf helming.  Etv. greiða öryrkjar eitthvað lægra gjald, ég er ekki viss en ekki allir sjúklingar eru öryrkjar skv. skilgreiningu hins opinbera þó óvinnufærir séu í einhvern tíma.

Ég frétti um nýjasta útspil heilbrigðisráðherra í lyfjamálum, nú á að reyna að takmarka ennfrekar lyfjaskírteini til þeirra sem þurfa stöðugt að vera á magalyfjum. Ég sé sæng mína útbreidda ef ég lendi í þeim hnífnum. Slæm er ég fyrir en hvernig verð ég þá?Sick

Í öllu falli er ráðherran kominn á fullt í að framfylgja stefnu síns flokks, við eigum væntanlega eftir að fá fleiri gleðifréttir í þeim efnum. Kjörtímaiblið ekki hálfnað. OMG!!! Ekki heyrist stuna í einum eða neinum nema Ögmundi sem reynir að boffsa en fær lítinn hljómgrunn annarra.  Skil það eiginlega ekki. Má kannski skilja hér sem svo að þögn sé sama og samþykki og að allir flokkar fyrir utan VG séu þessari stefnu sammála? Það lítur þannig út. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Aldrei, aldrei hefði sjálfstæðisflokkurinn átt að komast í heilbrigðisráðuneyti. Það er þó orka í prinspólo.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.2.2008 kl. 01:26

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

FlowerPrins póló er auðvitað besta súkkulaðiðog það er þó gott að þú heldur því niðri,hvað varðar heilbrigðismálinn,þá finnst mér þetta til skammar,þetta er orðið svo dýrt,að það hefur örugglega orðið þau áhrif,að margir einstaklingar þurfa sennilega að velja og hafna,eftir hve mikla peninga það hefur á milli handana og þá sérstaklega láglaunafólkið,öryrkjar,ellilífeyrisþegar og aðrir sjúklingar sem eru endalaust í tékki hér og þar.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.2.2008 kl. 08:13

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sæl

Hér er skammtur dagsins af gríni eða undir samheitalyfs nafninu Sálargleði  http://valli57.blog.is/blog/valli57/entry/458964

Má taka eftir þörfum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 28.2.2008 kl. 09:53

4 identicon

Það er með ólíkindum hversu lengi þú þarft að bíða eftir sérfræðingi en þetta virðist vera í öllum geirum.  Þurfti að bíða í 9 daga eftir viðgerðarmanni frá símanum til að laga router eða beini eins og hann er kallaður á íslensku !  Netsambandslaus allan þennan tíma, geturðu ímyndað þér ástandið á bænum?

Veit þú gerir þitt besta til að þrauka, þú ert ekki nýgræðingur í því.  Okkur kippir í kynið, hvað það varðar, systir góð

Sigrún (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 10:24

5 identicon

hahaha elsku besta mamma og prins pólóið :) ég heyrði einu sinni að það hafi átt að loka prins póló verksmiðjunni í Krakaw í póllandi ef ekki hefði verið fyrir viðskipti þín í gegnum tíðina. en þú bjargaðir rekstrinum og lífbrauði þúsunda pólverja! heyrði einnig að nú stæði til að flytja höfuðstöðvar Prins Póló að Engjaseli 7 til að tryggja þér eins ferskt súkkulaði og auðið er.

Haffi Dan Sonur (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 18:27

6 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Engin spurning kæri sonur, ég er verðugur fulltrúi þessa ágæta súkkulaðis. Ekki amalegt að vera nauðsynlegur hlekkur í pólsku þjóðarskútunni. Þyrfti kannski að komast í viðskiptasambönd við Pólverjana, við eigum sameiginlegu hagsmunamáli að gæta. En hafðu það nr. 9 góurinn....

Takk fyrir uppörvandi upplýsingar Helena, úff og Perlan er gul en ekki svört

Sammála þér Hólmdís, fjandinn laus þegar íhaldið komst í heilbrigðismálin. Skömminni skárra að hafa Framsókn  þar þó þeir væru atkvæðalitlir. Kannski ekki að undra þegar við sjáum við hvað þeir áttu að etja, þeir börðust við einkavæðinguna þó.

Þosteinn Valur; þú ert ótrúlegur, mín búin að tísta hér af þínum meðulum. Sálargleðin svínvirkar.

Sigga mín, þú ættir að þekkja kerfið. Hefði seint trúaða því að ,,hjúkkan" yrði að láta það yfir sig ganga. Hef á tilfinningunni að einmitt mín menntun hamli mér nú.

Linda mín; við eigum eftir að sjá tvöfalt heilbrigðiskerfi opinberlega áður en langt um líður. Það er það þegar ,,á bak við tjöldin" en ekki lengur.....

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 28.2.2008 kl. 23:32

7 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sæl Guðrún

Hér er helgarskammturinn af samheitalyfinu Sálargleði

http://valli57.blog.is/admin/blog/?entry_id=460214

Varist ofskömmtun.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 29.2.2008 kl. 10:46

8 Smámynd: Ásta Björk Solis

Ja Gudrun Prins Polo er mjog gott eg hef nu ekki smakkad thad sidan eg flutti hingad ut svo endilega fadu ther bita fyrir mig.Get litid tjad mig um heilbrigdiskerfid hja ykkur nema ad allt sem eg hef sed a blogginu er neikvaett svo nu tharf folk bara ad setja nidur faeturnar og gera havaer margmenn motmaeli Hver veit gaeti kanski virkad.

Ásta Björk Solis, 29.2.2008 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband