Loðnan og fleira

Er eiginlega hálf hvumsa yfir þeim fréttum að loðnan sé ,,horfin" og að ekki megi halda til veiða. Hvað gera sjávarbyggðir eins og Eyjar? Ef ég hef tekið rétt eftir munu Vestmannaeyingar verða af um 7,5-8 milljörðum í tekjur þegar áhrif þoskskerðingarinnar og bann við loðnuveiði eru tekin saman. Það er ekki lítið og gæti reynst þeirri byggð banabiti ef ekkert er að gert. Þetta á auvitað um mun fleiri sjávarbyggðir.  Hvað gera stjórnvöld nú?Halo

Skipstjórar og sjómenn almennt ekki á sama máli og Hafró, ekki í fyrsta skipti svo sem en mér finnst erfitt að hundsa álit þeirra sem hafa stundað veiðar í áraraðir. En af hverju aflabrestur og heilu stofnarnir þurrkaðir út? Ég er ekki líffræðingur og hef afar takmarkaða þekkingu á lífríki sjávar. Rámar þó í líffræðina sem ég lærði í MR og fæðukeðjurnar í vistkerfunum. Hvaða dýr er það stærsta í fæðukeðju sjávarvistkerfisins? Ég svara náttúrlega eins og hver annar auli og segi hvalurinn. Er eiginlega viss um að ég hafi rétt fyrir mér.

Í öllu falli eru það hvalirnir sem eru þurftafrekastir þegar kemur að æti og hygg ég að meðal skepnan éti á við árs afla skuttogara á ári, jafnvel meira. Í mínum huga er dæmið einfalt. Hvalastofninn orðinn of stór vegna friðunaraðgerða, þorksstofninn hruninn enda uppétinn sem og aðrir stofnar, engin áta í sjónum fyrir fuglana þannig að lundastofninn er einnig hruninn og svona má lengi telja.  Við sjáum það sama í öllum stofnum sjófugla.

Það er kannski fulldjarft að láta þessa skoðun mína um hvalinn í ljós, jafnvel eins hættulegt og að ræða ábyrga stefnu í innfleytjendamálum eða virkara heilbrigðiseftirlit en ég læt mig hafa það.  Hef aldrei kunnað að þegja, myndi einhver segja W00t

Af mér er annars það að frétta að ég tel niður dagana og einungis 10 dagar þangað til ég hitti meltingasérfræðing. Aumingja maðurinn, ég á eftir að gera óraunhæfar kröfur til  hans. Hef ekki fengið eins slæmt kast aftur og á laugardag en með mallandi, vonda verki allan sólahringinn, misvonda þó.  Versna ef ég læt eitthvað ,,miður gott" ofan í mig og næturnar oft verstar.  Prins polo fer ágætlega í mig ennþá. Allt skal þetta hafast.  Var svo activ í dag að ég sótti um heimilislækni hér í höfuðborginni, enginn laus í mínu hverfi en komin á biðlista. Heilmikið framtak, finnst mér Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Bestu kveðjur til þín elsku vina mín,vonandi fer þetta nú að lagast hjá þérog það er réttur okkar að fá sem bestu skoðun og tékk,nógu mikla skatta borgum við  í ríkiskassann.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.2.2008 kl. 16:05

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er óþolandi að bíða sárþjáður. Berðu þig illa og farðu á Bráðamóttöku Lsp.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.2.2008 kl. 16:23

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Datt í hug að senda þér svona gleðipillu gæskan.

„Hæ, elskan! Þetta er pabbi. Er mamma þín þarna?“

„Nei, pabbi, hún er uppi í svefnherbergi með Sigga frænda.“

„En þú átt engan Sigga frænda,“ sagði pabbinn eftir smáþögn.

„Víst, og hann er núna uppi í herbergi með mömmu!“

„Úff, ókei ... mig langar að biðja þig um að gera svolítið fyrir mig. Settu símtólið á borðið, hlauptu upp, bankaðu á svefnherbergisdyrnar og segðu að pabbabíll sé að keyra upp innkeyrsluna.“

„Allt í lagi, pabbi!“

Nokkrum mínútum síðar kom litla stúlkan aftur í símann og sagði: „Ég gerði það sem þú baðst mig um, pabbi.“

„Og hvað gerðist?“

„Sko, mamma hoppaði allsber upp úr rúminu, hljóp öskrandi um, síðan datt hún um teppi og flaug út um gluggann! Ég held að hún sé dáin.“

„Guð minn góður, en hvað með þennan Sigga frænda?“

„Hann varð voða hræddur og stökk allsber út um gluggann. Hann lenti á botninum á lauginni og hefur verið búinn að gleyma því að það var verið að hreinsa hana og ekkert vatn í henni. Ég held að hann sé líka dáinn.“

Löng þögn. Síðan sagði pabbi: „Sundlaug? Er þetta ekki sími 524-3210?“ 

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 26.2.2008 kl. 21:21

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Góður Þorsteinn, ekki hægt annað en að brosa vel út í annað, takk fyrir það

Á bráðamóttökuna fer ég ekki nema meðvitundarlítil og á börum, Hólmdís. Hef ekki þolinmæði í kerfið þar. Hef í hyggju að sjá hvort ég geti nýtt mér einhver sambönd. Í öllu falli er styttra eftir en liðið er. Þetta skal hafast.

Takk fyrir hlýjar kveðjur að vanda Linda, þú ert yndislegust.

Gott að heyra að einhver er sammála mér varðandi hvalina, ég er þá ekki alveg út úr Q,  Stýri

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 26.2.2008 kl. 23:31

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Auðvitað á að nytja alla veiðistofna okkar . kv .

Georg Eiður Arnarson, 27.2.2008 kl. 07:10

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Er það nú! að þurfa að fara á biðlista til að fá heimilislækni. Er ekki til í lögum að allir eigi rétt á heimilislækni?

Vona að þessir 10 dagar líði hratt, þú verður bara að fara í Bónus og kaupa prins póló og lifa á því -    Eða athuga hvort þú þekkir ekki einhvern kollega á St. Jóseps í Hafnarfirði þar sem eru nokkrir meltingarsérfræðingar. 

Sigrún Óskars, 27.2.2008 kl. 21:26

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Takk fyrir góð ráð. Búin að kaupa mér heilan kassa af Prons polo Það er svona nokkurn veginn það eina sem ég fæ ekki verki af í maga/galli what ever???

Það er nú svo að það eru forréttindi að fá heimilislækni hér í höfuborginni og hefur verið lengi, skilst mér. 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 28.2.2008 kl. 00:34

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Guðrún Jóna, ef það er gallblaðran áttu langa bið fyrir höndum. Mín er blessunarlega farin. Það tók marga mánuði og 3 innlagnir að fá hana fjarlægða. Vaknaði fárveik flestar nætur, ælandi vegna verkja. Fór x 2 beint úr vinnu á bráðavakt. Hringdi í deildarstjórann minn á Hrafnistu kl. 10 að kvöldi og sagðist verða að fara á spítala og hún yrði að koma. Svarið var , ég get ekki komið í hvert skipti sem þú þykist vera veik. Hún hafði aldrei þurft að leysa mig af vegna veikinda og gerði það ekki heldur þarna. í þetta skifti var ég á sýklalyfjum í æð í rúma 3 sólarhringa og mér sagt að ég væri allt of sýkt til að væri hægt að opna mig.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.2.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband