Af hverju er ég ekki hissa?

Las í morgun þá frétt að gjaldtaka mun hækka hjá gigtveikum skjólstæðingum LSH og telur stofnunin sig fá um 4-5 milljónir á ári í tekjur af þeirri breytingu. Af hverju kemur þetta ekki á óvart?? Þetta er einungis byrjunin. Fleiri sjúklingahópar munu fylgja. 

Pétursnefndin er nú að störfum og ef að líkum lætur og miðað við fyrri yfirlýsingar Péturs Blöndals, þá verður  gjaldtaka skjólstæðinga með hina ýmsu sjúkdóma ,,réttlátari. Greiðsluþak skjólstæðinga er nú  21 þús á ári og eftir þá upphæð greiða þeir 50% af uppsettu verði þjónustunnar. NB! þá gildir það reyndar ekki um alla þjónustu. Suma þarf að greiða að fullu, t.d. þjónustu sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga o.fl.

Ekki man ég nákvæmlega krónutölur frá því í morgun en mig minnir að fyrir þjónustuna og sérfræðing þurfa gigtveikir að borga meira en 9.000 kr. fyrir hverja heimsókn þar til aflsáttarkortið tekur gildi og síðan 50% eftir það.  Kannski ekki himinháar upphæðir en þegar viðkomandi þarf að sækja þjónustuna oft, er fljótt að safnast upp. Í ofanálag bætist við sjúkraþjálfun, lyfjakostnaður o.s.frv. 

Í kjölfarið muni fleiri ,,sjúkdómahópar" fylgja og ef að líkum lætur verða sértekjur LSH sem og fleiri stofnana farnar að slaga upp í hallan sem hefur safnast síðustu ár. Sjúklingar hafa nefnilega ekki alltaf val, sum þjónusta er einungis veitt á viðkomandi stofnunum.  Það ríkir nefnilega í besta falli fákeppni í bransanum.

Fyrir aldraða og öryrkja, hjartveika, krabbameinsjúka o.fl. sem þurfa að sækja sína meðferð  jafnvel daglega eða vikulega þá verður þetta stór pakki. Fyrir þá sem lifa við hungurmörkin, eiga rétt fyrir húsnæði, hita og rafmagni og lyfjum, þá er þessi pakki ,,too much!". Hvernig má annað vera? Margföldunartöfluna kunna flestir og það eru 365 dagar á ári og 52 vikur eða hvað?

Einkavæðing hefur mjög verið í umræðunni seinni árin á þá ævinlega með þeim formerkjum að ríkið myndi kaupa þjónustuna af öðrum aðilum þannig að ríkið sæi hagræðingu í því fyrirkomulagi. Þeir stjórnmálaflokkar sem mest hafa mælt fyrir þessu breytta rekstrarfyrirkomulagi hafa sett það á oddinn að það fyrirkomulag myndi ekki þýða aukna gjaldtöku fyrir skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar.  Hvað er að gerast nú og hefur í reynd verið að gerast smátt og smátt undanfarin ár? Jú, þátttaka sjúklings í gjaldtökunni hefur sífellt verið að aukast.  Það sem meira er; hún á eftir að aukast til muna, því miður. Það hefur verið yfirlýst stefna Péturs Blöndals í ljósvökunum um árabil. Íslendingar eiga næga peninga, þeir þurfa hins vegar að læra að spara. Hann telur það ,,sanngirni" að allir greiði fyrir veitta þjónustu. Það má satt vera en þá verða skattar að lækka og við að fá tækifæri til að spara fyrir heilbrigðisþjónustunni og kaupa okkur sjúkratryggingu. Í öllu falli að hafa val. Það vill svo til að það er ákveðin einokun í þjónustunni.

Mín spá er sú að afleiðingarnar verði þær að almenningur muni leita seinna og síður til  lækna vegna hinna ýmsu krankleika sem þýðir veikari einstaklingar sem koma inn í heilbrigðisþjónustuna og enn meiri kostnaður fyrir þjóðarskútuna þegar upp er staðið. Það þarf ekki að spyrja hvaða áhrif þessi þróun hefur á sjúklingana sem munu ,,þrauka lengur", vera þjáðari og hve lífsgæðin munu minnka. Hrakspá, ég veit en núverandi stefna er keimlík þeirri sem Bandaríkjamenn fóru eftir og geta ekki með neinu móti komið sér út úr, þrátt fyrir mikla viðleitni, hvort heldur sem það var Clinton stjórnin eða aðrir.

Íslensk stjórnvöld hafa ætíð verið iðin við að apa eftir kerfum annarra og helst að taka upp þau kerfi sem hafa algjörlega brugðist öðrum þjóðum. Á það bæði við mennta- og heilbrigðiskerfið.  Erum við svona treg eða telja ráðamenn að við getum breytt vatni í vín???W00t

4-5 milljónir á ári í sértekjur stofnunar sem veltir milljörðum á ári er ekki dropi í hafið. Gæti orðið það þegar búið er að taka alla sjúklingahópa fyrir og allir greiða í topp. Er um að ræða þrýstitæki af hálfu ráðamanna eða standast hrakspár um að áður en langt um líður verður íslenskt heilbrigðiskerfið eins og í BNA? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Það er endalaust verið að blóðmjólka mann á alla staði,ég veit ekki hvað á heildina er lítið sem ég hef þurft að borga lsh oh aðrar stofnanir vegna veikinda hér á heimilinuog enn er verið að hækka,þetta er bara GRÁTLEGT og ég hef áhyggjur af gamla fólkinu okkar sem,margir hverjir hafa lítið sem ekkert á milli handana.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.2.2008 kl. 10:27

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Hef aldrei skilið aðkomu Lækna og Stjórnmálamanna að rekstri sjúkrastofnana, nauðsynlegt að hafa þá sem álitsgjafa með tillögurétt og málfrelsi á fundum, en vill láta reksturinn vera í höndum ráðinna stjórnenda sem hægt er að reka, ef reksturinn er ekki innan ramma fjárveitinga.

Varðandi kostnað sjúklinga er ég hlynntur þaki á kostnaðarþátttöku sjúklingsins, við eigum ekki að setja fólk á vonar völ vegna sjúkdóms, set samt spurningarmerki við sjálfskapaða sjúkdóma.

Svo er það stóra spurningin, hvernig á að forgangsraða fjárveitingunum eftir sjúkdómum og fleiri atriðum sem þar þarf að skoða.

Þetta er erfiður málaflokkur, því miklar tilfinningar eru tengdar allri umfjöllun, og margt sem taka þarf til hliðsjónar.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 23.2.2008 kl. 11:52

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Satt segir þú Guðrún, ekki var ég heldur hissa. Það vita allir að núverandi heilbrigðisráðherra ætlar að breyta og einkavæða. Það er algjörlega óþolandi hvað sjúklingar þurfa að borga næstum allt. Fari sjúklingur í aðgerð á LSH, þá fær hann aðgerðina ókeypis (ennþá), en þarf að borga fyrir allar skoðanir og rannsóknir fyrir aðgerð, mörg-mörg þúsund kr. Það er eins og fólk velji að fara t.d. í skjaldkirtilsaðgerð.

Það er sko líka rétt að við öpum upp eitthvað sem aðrir gefast uppá samanber tölvu-hjúkrunarskráninguna á skurðstofunni, sem Svíar gáfust uppá.

Sigrún Óskars, 23.2.2008 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband