Heilsufar iðnaðarráðherra o.fl.

Ekki laust við að ég sé farin að hafa áhyggjur af andlegri heilsu iðnaðarráðherra síðustu dagana. Ráðherran fer offari, bæði í skrifum sínum og í fjölmiðlum og eru ummælin slík að hver og einn hlýtur að staldra við og velta fyrir sér heilbrigði hans.W00t

Ráðherran hefur verið hamingjusamasti maður í heimi, að eigin sögn, brosandi út í eyru hvenær sem er og hvar sem er. Bloggar á næturnar og þá helst um samferðamenn sína sem hann skýtur fast á. Svo fast að það jaðrar við níði. Líkir Gísla Marteini við dautt hross sem allir munu beita svipu sinni á, svo dæmi sé nefnt. Í öllu falli hróplegt misræmi á milli hinnar miklu hamingju ráðherrans og innri hugsana um nánungan sem hann gefur lausan tauminn. Kannski hin mikla hamingja hans endurspegli nákvæmlega hans innri mann.

Í öllu falli minnir ráðherran mig á ungling á bullandi gelgjustigi sem er fullur af andúð og mótþróa gagnvart öllu og öllum. Hamast á ritvellinum, hæðir og spottar samferðarmenn sína með skáldlegu ívafi. Hann yrði örugglega góður rithöfundur, ætti kannski að snúa sér að þeim vettvangi. 

Það verður seint sagt að hógværð, siðprýði og kurteisi einkenni ráðherran Shocking

Hef verið innpökkuð í bómul í dag, ælupest í öllu sínu veldi þannig að afrakstur dagsins er rýr. Heldur að hressast, eins gott enda langur dagur á morgun. Veðurspáin ekki allt of spennandi en allt hefst þetta með varkárninni og þolinmæðinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

WinkÁstarkveðjur til þín elsku Guðrún Jóna mínkv.linda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.2.2008 kl. 11:03

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Hann fékk mig alla vega til að brosa karlinn, Össur er svona gamall vinstri blaðamaður sem kann Íslensku og ég vorkenni Barbí stráknum Gísla ekkert.

Bara pólitískt mál á milli tveggja Pólitíkusa, þetta er þeirra leikvöllur og ef orð Össurar eru sönn, þá á drengurinn þetta skilið.

Held Guðrún, að það sé of seint að ala drengina upp héðan af.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 22.2.2008 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband