Hetjurnar

Svolítið einkennilegt að kíkja á bloggið. Allar hetjurnar sem riðu á vaðið með bloggi sínu um sjúkdóma og líðan þeirra búnar að kveðja. Ekki laust við söknuð enda sterkir karekterar og bloggsamskiptin oft náin enda áttum við oft sameiginleg vandamál. Mér finnst ég svolítið ,,ein eftir"  og spyr mig oft; af hverju þær en ekki ég???? Er auðvitað fegin að fá að vera hér og alls ekki að kvarta en mér finnst lífið stundum óréttlátt eins og mörgum. 

Ekki það að ég hef eignast fjölmarga nýja bloggvini sem sannarlega hafa jákvæð áhrif á tilveruna. Ég fæ ótrúlega mikið út úr því að kíkja á síður þeirra og kemst yfirleitt í gott skap. Mér finnst gaman að lesa um ólíkar skoðanir og áherslur fólks, slíkt ýtir við manni og fær mann til að hugsa, endurmeta og stundum til að skipta um skoðun. Pólitíkin auðvitað í uppáhaldiWink Fyrir mig sem fer lítið út meðal fólks utan vinnu skiptir bloggið miklu máli. Það að geta kíkt á það hvar sem er, hvenær sem er eru forréttindi. 

Talandi um pólitíkina þá er ég búin að fá upp í kok af henni hér í Reykjavíkinni. Endalaus langavitleysa og augljóst að enginn ætlar sér að axla ábyrgð. Er farin að vona að nýji meirihlutinn haldi, einfaldlega til að koma einhverjum stöðugleika á borgarmálin. Hef nú samt grun um að ekki séu öll kurl komin til grafar ennþá.  Málin eru víðar í ólestri en í sveitinni, á því er enginn vafi.Whistling

Þessi vika verður væntanlega fljót að líða, stafli af verkefnum sem þarf ýmist að vinna eða fara yfir auk ýmislegs annars. Þarf ekki að kvarta yfir því að leiðast. Trúlega kemur til með að vanta eittherjar klukkustundir í sólahringinn. Er hálf feginn, erfiður tími. Á morgun er liðið ár síðan að Guðjón fór og satt best að segja rifna sárin upp og sársaukinn fer af stað á ný. Ég verð auðvitað að læra að lifa með missinum og sorginni. Mér finnst mér hafa tekist það nokkuð vel en sumir tímar eru erfiðari en aðrir. Svo einfalt er það. Veit þó að margur hefur það erfiðara en ég. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Æj tek undir með þér, mér finnst sérlega sorglegt að sjá síðuna hennar Þórdísar Tinnu leka niður "vinsældalistann".

Guð blessi þessar stóru hetjur, þær gáfu ótrúlega mikið af sér.

Ragnheiður , 12.2.2008 kl. 00:17

2 identicon

Knús

Kata Björg (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 06:25

3 identicon

Gott að þú ert hér

Hlakka mikið til að hitta þig ...

Maddý (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 08:08

4 Smámynd: Katrín

Hugsum til ykkar Gunna mín.  Þú ættir kannski að gera það sem Tryggi hér að ofan nefnir, að taka hestana nær til þín.

Bráðum kemur vorið mín kæra

Katrín, 12.2.2008 kl. 08:39

5 identicon

Elsku Gunna, Haffi og Kata Björg.  Hugur okkar er hjá ykkur sterklega í dag og við sendum ykkur styrk og trú á betri tíma.  Þetta sorgarferli tekur tíma og við verðum að þrauka og gera okkar besta.  Það er sérkennileg tilviljun að báðar fjölskyldurnar okkar skyldu þurfa að upplifa missi á svipuðum tíma og stundum veit ég ekki hvernig við höfum komist þetta langt.  Verst er einmanaleikinn sem hellist yfir mann þegar síst er von á honum.  En við erum af sterku kyni að vestan, austan og af Vestfjörðum, Gunna mín.  Við komumst á leiðarenda, til bjartari tíma

Sigrún (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 09:42

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Maður getur skrifað um trú og sorg til huggunar og hughressingar, en orð eru bara orð.

Samskipti við hest, hund eða kött, er meira gefandi, það  er þetta samtal sem á sér stað, annar talar en hinn hlustar á hljóm raddarinnar.

Þessi samskipti er ómetanleg.

Og varðandi pólitíkina Guðrún, þá gæti verið eftir mikið moldrok vegna tapaðra miljarða Reykvíkinga, sökum REI málsins.

Því salan gekk til baka og miljarðar töpuðust vegna upphlaups án fyrirhyggju.

Dýr verður Svandís öll

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 12.2.2008 kl. 10:10

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Bessuð sé minning þeirra

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 12.2.2008 kl. 10:27

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.2.2008 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband