7.2.2008 | 23:28
Pólitíkin
Hvernig í ósköpunum ætlar Villi sér að gegna stöðu borgarfulltrúa og síðar borgarstjóra eftir að niðurstöður hinnar ,,svörtu" skýrslu stýrihóps borggarfulltrúa var birt. Ekkert nýtt sem þar kemur fram segir vinurinn og beygði af. Allir eru vondir og ósanngjarnir. Common, hvort heldur sem er, þá er trúverðugleiki hans hruninn og forsendur hans sem kjörinn fulltrúi kjósenda hruninn. Þekkja menn ekki sinn vitjunartíma? Þetta er farið að vera eins og í sveitinni minni.
Núverandi borgarstjóri er fullur fyrirheita um að einhverjir verði látnir sæta ábyrgð vegna REI málsins. Mín spá er sú að stjórnendur og einhverjir stjórnarmenn Orkuveitunnar verði látnir taka poka sinn en pólitísk kjörnir fulltrúar sitji áfram sem fastast.Yrði það viðunandi lausn? Ekki verður samstarfsmanni Ólafs refsað? Sjálfstæðismenn munu ekki una því og slíta samstarfi við Ólaf ef hann glefsar í flokksmann þeirra. Hvað getur maðurinn gert? Kominn í úlfakreppu
Mér fannst einkennilegt að hlusta á viðtal við Svandísi í VG í kvöldfréttum. Sú hefur heldur betur samið þegar nýi en fráfarandi meirihluti tók við störfum. Málefnasamningur væntanlega við Björn Inga sem fól í sér vægð í garð pólitískra fulltrúa, hef ég trú á. Gæti verið að hún gangi með meirihluta samstarf við Sjálfstæðismenn í maganum? Einhver skýring hlýtur að liggja að baki því að hún selur sannfæringu sína og kúvendist, blessunin. Slíkir stjórnmálamenn eru aldrei trúverðugir. Það er sjálfsagt að skipta um skoðun ef rök eru fyrir því en 360° án sýnilegrar ástæðu, nei!
Annars fátt eitt að frétta héðan úr Engjaselinu. Ófærð í dag þannig að ég komst ekki til að sinna verkefnum dagsins sem áttu að vera í Borganesi. Er orðin ragari að æða út í öll veður, hefði sennilega haft þetta en einhvern veginn hafa áherslurnar breyst. Svo virðist sem ekki megi blása á mig, þá er ég komin með einhvern krankleika. Hætti síður á kulda og bras í ófærðinni en ég gerði fyrir 2 árum. Lét fátt eitt stoppa mig á fram að þeim tíma. Nú er sem sé öldin önnur og ,,skynsemin" látin ráða för, eða þannig
Haffi að koma til eftir sína pest, komst loks út úr húsi í dag og heldur betur létt. Var að mygla hér fastur innan dyra yfir engu nema tíkunum á daginn, skjálfandi undir sæng. Hann á flug út í býtið á sunnudagsmorgun þannig að sælan er á enda. Katan á fullu úti, vitlaust að gera og stendur sig eins og hetja. Er ein að rolast þar sem sambýlingarnir eru hér enn á Fróni.
Er ekkert skárri af mínum krankleika, uppsögnin á veikindapakkanum virðist ætla að dragast á langinn. Hef reynt að kvabba á mínum mönnum og væla, án árangurs. Urr, hvað ég er pirruð á þessu. Veit að þetta er ekki alvarlegt en vont er það. Er ekki vön að rjúka til út af verkjum en þessir eru fjandanum verri, það verður að segjast eins og er. Tengi þá enn meltingarveginum, maga/galli, whatever! Með þessu áframhaldi þarf að endurskoða verkjalyfjameðferðina, það er á hreinu. Urr, garg og hvæs. Ég er pirruð yfir þessu ástandi, sorrý.... Samræmist engan veginn nýja lífinu mínu. Hamlar mér á allan hátt. Ég skal ekki láta þetta stoppa mig í vinnu samt. Nóg að ófærðin geri það.
Helgi framundan, setti stefnu á þorrablót í minni fyrri sveit, er orðin svartsýn að sú áætlun gangi upp, bæði vegna verðuspár og ófærðar og svo setur þetta vesen á mér strik í reikninginn. Urr aftur!
Ég ætla að gera eins og Maddý bloggvinkona mín gerir, ég ætla að vera uber happy á morgun, jafnvel þó að það verði ófært. Mæta nýjum degi syngjandi kát og segja öllum verkjum stríð á hendur. Læt ekkert skemma daginn. Ætla að finna kápu handa Kötunni minni í staðinn fyrir flottu kápuna hennar sem var stolið síðustu helgi, fyrir framan hana. Hún var greinilega ekki með gleraugun Ótrúlegt hvað fólk er orðið býræfið
Rise and shine í býtið, tek skóflu með mér að vopni gegn veðrinu, uber hress og happy. Tomorrow, here I come
Athugasemdir
Það fer enginn að axla ábyrgð og setja þannig "slæmt " fordæmi.
Ættir kannski ekki að afskrifa þorrablót alveg, er sálarstyrkjandi.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 7.2.2008 kl. 23:36
Hver á að axla ábyrgð.
Guðjón H Finnbogason, 8.2.2008 kl. 14:19
kvitt kvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.2.2008 kl. 16:12
Guðjón
Tel Vilhjálm eiga að axla siðferðislega ábyrgð og segja af sér flokksins vegna, betra að fara með smá reisn en vera hrakin með skömm.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.2.2008 kl. 00:46
Nákvæmlega Þorsteinn, algjörlega sammála þér
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 9.2.2008 kl. 01:38
Út með Villa , og Svandísi . kv .
Georg Eiður Arnarson, 9.2.2008 kl. 23:39
Sammála Georg, engin spurning.
Spáin reyndist rétt Helena, dagurinn var með þeim skástu í langan tíma
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 10.2.2008 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.