3.2.2008 | 23:07
Spennufall
Þá er Katan komin út til Ungverjalands. Var að heyra í henni, nýlent í Búdapest og á eftir 3ja klst. akstur til Debrecen. Langt ferðalag síðan rúmlega 4 í morgun. Verður komin í hús um kl.2 á staðartíma og skóli í fyrramáli. Ætla rétt að vona að gasið og allt verði í lagi þegar heim er komið.
Haffi skutlaði skvísunni út á völl, eins gott því báðar þurftum við að skæla smá og þá er betra að vera heima við. Var hrædd um að sofa af mér brottför hennar þannig ég fór ekkert að sofa fyrr en hún var farin og komin í gegnum tékkið í Leifsstöð í morgun. Það var því sofið nokkuð frameftir þennan daginn.
Það er greinilegt að Orkuveitan hefur varla við þessa dagana, hér er búið að vera skítakuldi inni í húsi síðustu 2 dagana. Dugar ekkert minna en lopasokkar og peysa innandyra. Tíkurnar tolla ekki úti í 2 mín. algjörar kuldakreistur orðnar hjá mér. Ætla rétt að vona að spáin sé hagstæðari framundan, sé ekki betur en að það stefni í heitavatnsleysi hér á höfðuborgarsvæðinu.
Missti af Silfri Egils, mér heyrist þátturinn hafi verið góður og þess virði að kíkja á endursýninguna á eftir. Björn Bjarnason með háfleygar hugmyndir um nýtingu á björgunarsveitarmönnum. Ekki viss um að það samræmist þeirra hugsjón og sýn að gegna hlutverki varlaliða í óeirðum o.þ.h. Hugur Björns er greinilega hátt uppi þessa dagana. Nú á loks að fylgjast með flæði erlendra borgara til landsins. Löngu orðið tímabært og á ekkert skylt við rasisma.
Það má reyndar ekki segja neitt upphátt um fjölda þeirra útlendinga sem hafa sýnt mikla hörku í sínum glæpum að undanförnu. Það er hins vegar ekkert leyndamál að svokallaðar rafbyssur eru löngu komnar í hendurnar á lögreglunni byrjað að þjálfa menn til að nota þær. Skotvopn eru búin að vera lengi til staðar en ekki notuð nema af Sérsveitarmönnum. Nú er ljóst að lögreglan þarf að vígbúast, því miður. Glæpirnir eru orðnir harkalegri og alvarlegri.
Þessi dagur með skásta móti, verkirnir heldur minni ef eitthvað er. Hitt er svo annað mál að ég verð að bregðast við þessu ástandi sem fyrst, ekkert vit í öðru, er varla vinnufær í verstu köstunum. Það líkar mér illa enda samræmast veikindi ekki mínum plönum núna
Ekki laus við spennufall, framundan strembin vika svo fer ástandið vonandi að róast eitthvað. Ekkert mál að leggja á sig aðeins meira þegar gaman er. Nýt þess í botn að stunda mína vinnu. Eini ókosturinn er að ég þarf að vakna fyrir fyrsta hanagal, það er meira en að segja það fyrir rótgróna B manneskju og nátthrafn sem bósktaflega dýrkar það að sofa út á morgnana
Allt er þetta þó fyllilega þess virð.
Athugasemdir
Vona ad ter fari ad lida betur, kvedja fra Mui Ne.
Hólmdís Hjartardóttir, 4.2.2008 kl. 12:30
Elsku Guðrún Jóna mín ástarkveðjur.linda
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.2.2008 kl. 16:07
Baráttu kveðjur
Georg Eiður Arnarson, 4.2.2008 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.