Rýtingsstungur

Það hlaut að koma að því að meinsemd Framóknarflokksins kæmi loks upp á yfirborðið. Langvarandi valdabarátta og klíkumyndanir svo hrikalegar að ég á eiginlega engin orð til að lýsa þeim. Í öllu falli var erfitt að verða vitni af hvorutveggja þegar ég hóf mín fyrstu skref sem flokksbundin Framsóknarkona. Trúði vart mínum augum, eyrum og annarri skynjun þegar ég sat hvert flokksþingið á fætur öðrum.W00t

Var m.a. vitni af því þegar Halldórsmenn beinlínis stilltu þá flokksmenn upp við vegg sem voguðu sér að gagnrýna forystuna á valdatíð Halldórs og þeim hótað öllu illu, létu þeir ekki af gagnrýninni. Skipti þá engu máli þó gagnrýnin hafi verið á rökum reist.  Ófögur orð voru gjarnan látin falla.

Til voru þeir sem létu ekki segjast og bentu á meinsemd flokksins. Skoðanaskipti ekki leyfð og þeir sem voguðu sér að láta skoðanir í ljós voru beinlínis ,,teknir af lífi í beinni", hraktir í burt og smáðir. Sem betur fer höfðu sumir þrautseigju til að halda áfram og berjast fyrir lýðræðislegum vinnubrögðum og stefnu flokksins. Þeir reyndu að verja hagsmuni hins almenna flokksmanns en auðvitað kom að því að þeir hreinlega yfirgáfu flokkinn, búnir að fá nóg af valdníðslu og mannorðsmorðum. Margir þeirra niðurbrotnir menn, aðrir létu aldrei bugast og héltu fast í eigin sannfæringu og þau gildi sem Framsóknarflokkurinn stóð fyrir. Reynt var að vængstífa þá og sumir reyna það enn.Whistling

Ekki veit ég hvað er til í ásökunum  Guðjóns Ólafs í garð Björns Inga, hef ekki forsendur til að taka afstöðu til þeirra en vinnubrögðin í anda ,,framsóknarmennskunnar" þar sem tekist er á í fjölmiðlum og reynt að taka menn af lífi þar.  Ég er ekki búin að gleyma þeim níðskrifum sem Guðjón Ólafur  birti um Kristinn H. sem var kennt um allar ófarir flokksins á sínum tíma. Ég sé ekki betur en að það gjósi enn innan flokksins, meira ef eitthvað er, þó Kristinn sé farinn úr flokknum. Mér heyrist Björn Ingi vera sá sem eigi að bera alla ábyrgð á óförunum og tapi annarra nú. Og hvað með ábyrgð fyrrum formanns? Hvað með ábyrgð fyrrum formanns? Fátt heyrist í þeim efnum og þá helst í tengslum við nýútkomna bók Guðna.Gegnir fráfarandi formaður ekki ábyrðgarstöðu Norrænu sendinefndarinnar nú? Hefur hann kannski fallið í gleymskunnar dá??Sleeping

Formaður flokksins virðist stinga hausnum í sandinn þegar kemur að innri ólgu og deilum innan hans, í öllu falli hefur honum ekki tekist að sætta stríðandi öfl innan hans. Hann talar um 12 þúsund félagsmenn í dag. Ég leyfi mér að efast um að sá fjöldi sé til staðar innan flokksins, við eru æði mörg sem höfum gefist upp og yfirgefið hann. Hvernig má annað vera þegar skipstjórinn og stýrimenn eru ekki tilbúinir til að takast á við vandan, hvað þá að bjarga sökkvandi skútunni. Er ekki sagt svo um sökkvandi skútu að rotturnar séu síðastar að yfirgefa hana - eða hvað?

Get ekki sagt að þetta nýjasta upphlaup Guðjóns Ólafs komi mér á óvart, hann er greinilega sár og reiður. Hann kann trúlega illa að tapa. Ég get hins vegar ekki sagt að ég finni til með honum. Hann er að bragða nú á eigin ólyfjan og líkar bragðið og áhrifin greinilega illa. Rýtingsstunga í bakið á félaga sínum er svar hans líkt og margra annarra forvera hansNinja

Meinsemd hverfur aldrei  með skyndiplástraaðferðinni, það þarf að uppræta það áður en hægt er að græða upp eftir skemmdirnar. Meinsemdir hafa þá eiginleika að vaxa stjórnlaust, vaða yfir heilbrigðar frumur miskunarlaust og hreinlega ganga frá þeim. Þau eru auk þess illa í stakk búin til að sinna hlutverki sínu enda hvernig má annað vera?Sick

Ég hef ekki trú á því að unnt verði að byggja upp Framsóknarflokkinn fyrr en búið er að greina meinsemdina, staðsetja hana og finna úrræði til að eyða henni. Þá fyrst er hægt að hefja uppbyggingastarfið. Það er langt síðan að flokkurinn vék frá stefnu sinni og sýn enda uppsker hann í samræmi við það.

Eins og ég hef áður sagt, er elsti stjórnmálaflokkur landsins að niðurlotum kominn og fátt eitt getur orðið honum til bjargar nú.  Menn höfðu tækifæri til að breyta um kúrs og halda sig við yfirlýsta stefnu með lýðræði að leiðarljósi en kusu að gera það ekki. Mér finnst það miður enda fann ég margt í stefnu flokksins og hugsjónum hans sem samræmdust mínum hugmyndum. Orðin tóm eru gagnslaus, þeim þarf að fylgja eftir í verkum og athöfnum. Það verður seint hægt að segja að forystumenn síðustu ára ásamt fylgisveinum þeirra hafi verið okkur hinum góð fyrirmynd. Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

æi þetta er allt svo sorglegt

Hólmdís Hjartardóttir, 20.1.2008 kl. 23:48

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Þekkti mann fyrir mörgum árum, sem var giftur Framsóknarflokknum og konu einni. Þegar ég þá, spurði hana hvers vegna þau væru að skilja, var svarið: "Pólitík er mannskemmandi" Þröstur minn.

Góður pistill.

Þröstur Unnar, 21.1.2008 kl. 08:54

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Merkilegt hvað þetta gæti alveg eins verið lýsingin á gamla Alþýðuflokknum.

Var þar ungur hugsjónamaður og vorum við oft í stappi við það fyrirbæri sem við kölluðum "Flokkseigendafélagið". Fórum eitt sinn til dæmis yfir "félagaskrá" Reykjavíkur félagsins og fundum marga félagsmenn þeirra á lista frá Kirkjugörðunum, og spurðum í undrun, hvernig þetta fólk hefði geta kosið í mörg ár fulltrúa á flokksþing, og hvort fulltrúafjöldin væri enn byggður á skrá yfir leiði.

Gáfumst upp fyrir rest og stofnuðum Bandalag Jafnaðarmanna, en þar voru líka til litlar Guðjóns Ólafs týpur.

Held að flokkskerfið sé að mörgu leiti barn síns tíma, og að þar þrífist baktjalda vinna og þessi blanda af rógburði og illmælgi sem virðist ráða mestu um val forustumanna.

Væri gaman að sjá einhvern tíman flokk sem starfaði opið og heiðarlega í alla staði.

Sennilega jafn mikil von til þess og friðar á jörð.

Það er víst engin manneskja heiðarlegri en hún kemst upp með.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 21.1.2008 kl. 09:08

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Já, pólitíkin er mannskemmandi og því miður einkennist hún af valdabrölti og klíkumyndunum í öllum flokkum. Kannski mismikið þó. Kannast vel við þá lýsingu að skráðir flokksmenn séu komnir undir græna en atkvæðin þeirra ekki.

Það þarf sterk bein til að standa af sér pólitíkina, það kemur mér því ekki á óvart þó skilnaðir eigi sér stað. 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 21.1.2008 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband