Ótrúlegt en satt

Ég hef seinni árin verið mikið fyrir hesta, kynntist þeim á unga aldri austur í Landeyjum en hafði aldrei tækifæri til að láta gamlan draum rætast fyrr en eftir fertugt. Á reyndar 2 hesta núna sem ég hef ekki tök á því að sinna en eru í góðu atlæti hjá góðum vini mínum ásamt Hektori hennar Kötu. Hestamennska er trúlega það mest gefandi áhugamál sem hægt er að hugsa sér og met ég hana mikils. 

Þegar ég sat í sveitarstjórn var ég mjög fylgjandi því að styðja við hugmyndir hestamannafélagsins Glaðs um byggingu reiðhallar heima í héraði.   Kannski stórhuga hugmynd  í fámennu byggðalagi en engin spurning að senda inn styrkumsókn til Landbúnaðarráðuneytisins í þeirri von að einhver styrkur kæmi þaðan. Samþykkti þá tillögu heilshugar og var hugmyndin sú að sveitarfélagið myndi leggja til sömu upphæð eða að hámarki 15 millj. kr. ef að umsóknin yrði samþykkt. Umdeild ákvörðun sveitarstjórnar á þeim tima. Ég taldi þessi áform verulega lyftistöng fyrir sveitarfélagið, jafnvel þó að reiðskáli yrði ofan á sem er heldur smærri í sniðum. 

Niðurstaðan Landbúnaðaráðuneytisins var hins vegar 5 millj. kr. styrkur til hestamannafélagsins. Varla upp í nös á ketti ef bygging reiðhallar væri enn inni í myndinni. Í öllu falli voru forsendur fyrir samþykkt sveitarstjórnar brostnar, 15 millj. ekki lengur raunhæf styrkupphæð. Nær væri að íhuga 5 milljónir. Í öllu falli var fyrri samþykkt ekki í gildi.

Stjórnarmenn hestamannafélagsin dóu ekki ráðalausir enda 2 þeirra í lykilstöðu í meirihluta byggðaráðs og sveitarstjórnar. Sem stjórnarmenn sendu þeir erindi til sveitarstjórnar sem tekin var fyrir í byggðaráði, samþykkt þar og afgreidd áfram í sveitarstjórn.  Farið var fram á samtals 12. millj. kr. styrk til byggingar á reiðhöll og vitnað í samþykkt fyrri sveitarstjórnar.   Formaður hestamananfélagsins og ritari stjórnar sem sendu inn styrkbeiðina hoppuðu síðan yfir borðið og samþykktu styrkbeiðnina umsvifalaust í krafti meirihluta sveitarstjórnar. Skiptu síðan um sæti og tóku við formlegu samþykki sveitarstjórnar og fögnuðu að sjálfsögðu ákaft rausnarskap hennar.W00t

Ótrúlegar klókir menn. Formaður hestamannafélagsins samþykkti styrkibeiðnina sem sveitarstjórnarmaður og undirritaði samkomulagið, bæði sem fulltrúi hestamannafélagsins og sveitarstjórnarmaður. Ritari félagsins gerði slíkt hið sama og afgreiddi þá styrkbeiðni sem stjórnin sendi sem formaður byggðaráðs og sveitarstjórnarmaður. Geri aðrir betur! Wizard

Hestamannaféalgið komið með 5 millj. kr. styrk frá Landbúnaðarráðuneytinu, aðrar 12 millj. frá sveitarstjórn. Félagið fékk  tilboð í hús 24 x 47 m sem mun kosta um 25 milljónir uppkomið. Með öðrum orðum ætlar hestamannafélagið að leggja til heilar 8 milljónir til hússins og fékk ,,stjórn félagsins umboð til að stofna hlutafélag í þeim tilgangi að byggja reiðhöll á svæði félagsins. Stjórn Glaðs er jafnframt heimilt að taka lán og selja hluti í félaginu til fjármögnunar verkefnisins.“  Á sama tíma námu eignir félagsins samtals kr. 10.906.694 kr.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig rotþróarmálin við hesthúsin þróast á þessu kjörtímabili. Sömu menn í hesteigandafélaginu og í sveitarstjórn. Spái því að annað hvort verði þau mál söltuð og samið við heilbrigðisfulltrúann enn og aftur eða að sveitarsjóður greiði þann kostnað sem hlýst af því að koma upp rotþróm og þar með skikkan á þau mál. Ég vænti þess að gróðurinn umhverfist hesthúsin njóti áfram lífræns áburðar manna og dýra í ótakmörkuðu magni í einhvern tíma enn.Shocking

Það er víða en í ríkisstjórnarflokkunum sem menn semja sínar eigin leikreglur. Þarna brjóta menn stjórnsýslureglur í bak og fyrir, bullandi vanhæfir og komast upp með það. Og það sem meira er, enginn hreyfir við mótmælum né gerir athugasemdir, hvorki varðandi hæfi manna né afgreiðslu mála.

 spilling

 

 

 

 

 

Hvað sem pólitískri spillingu líður er málefnið gott, ekkert jafnast á við íslenska hestinn

 0024 Islenski hesturinn_jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

(kynntist þeim á unga aldri austur í Landeyjum)

Var það á Hólmi

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 20.1.2008 kl. 13:48

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Einmitt, ég var á Bakka

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 20.1.2008 kl. 16:43

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Var á Úlfsstöðum hjá Óskari og Auði, kenndu mér ýmislegt um hesta.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 20.1.2008 kl. 18:21

4 Smámynd: Ásta Björk Solis

Eg var litil stelpa i fiflholti hja aettingjum minum eitt sumar .

Ásta Björk Solis, 20.1.2008 kl. 21:09

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Góð ábending Tryggvi og hverju orði sannara. Takk fyrir þetta innlegg. Auðvitað ætti ég að sinna mínum hestum hér í stað þess að hafa þá í sveitinni þó þeir séu í góðum höndum þar.

Mér hefur hins vegar skilist að það sé mjög erfitt að fá pláss fyrir hross hér á höfuðborgarsvæðinu. Er ekki nógu flink að hreinlega ráðast í byggingu hesthúss sjálf þó ég geti bjargað mér í ýmsu. Ábendingar um laus pláss væru vel þegnar. Þó ég vinni mikið þá er yfirleitt um dagvinnu að ræða þannig að ég ætti að vera fær um að sinna hestunum.

Imbinn er mér nefnilega ekki heilagur, nenni helst ekki að horfa á hann en oft neyðarbrauð á löngum laugardagskvöldum

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 20.1.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband