18.1.2008 | 23:53
Enn önnur hetjan
En önnur hetjan er fallin í valinn af völdum krabbameins. Ung, fjögurra barna móðir, Sigríður í Lindarbæ lést fyrir skömmu. Ótrúlega jákvæð og lífsglöð og ætlaði sér svo sannarlega að sigra en sjúkdómur hennar tók óvænta stefnu.
Eftirlifandi eiginmaður og börn eiga um sárt að binda og því hefur verið stofnaður stuðningsreikningur þeim til handa. Sjálf þekki ég mæta vel fjárhagslegar afleiðingar veikinda sem erfitt er að vinna sig í gegnum.
Eftirfarandi kemur fram á heimasíðu Sigríðar og finnst mér sjálfsagt að vekja athygli á þrengingum þeirra.
,,Nú þarf fjölskyldan í Lindarbæ á stuðningi okkar að halda.
Sigga gaf okkur öllum svo mikið með skrifum sínum hér á síðunni og eins í öllum öðrum samskiptum. Hún, og fjölskylda hennar, var órúlega sterk og jákvæð í gegnum öll þessi veikindi. Eitthvað sem við getum öll lært mikið af. En þrátt fyrir æðruleysi og styrk þeirra, þá vitum við að heimilisreksturinn hlýtur að vera erfiður.
Sýnum nú stuðning í verki og látum af hendi rakna. Reikningsnúmerið er: 0152-26-6446 Kennitala: 250968-4509 "
Rósa, Jóna og fjölskyldur
Vefslóðin á heimasíðu Sigríðar er: http://www.123.is/Lindarbaer/
Margt smátt gerir eitt stórt. Hvet alla til að sýna samhug í verki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.1.2008 kl. 00:07
Hólmdís Hjartardóttir, 19.1.2008 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.