16.1.2008 | 23:07
Langur dagur
Komin á stjá fyrir 6 og næ vart að halda mér vakandi. Ætla að vera lengi að koma mér í réttan gírinn eftir langa fríið. Komist minna leiða til og frá vinnu í dag þrátt fyrir leiðinda færi. Ekki enn komin á negld, er á slitnum heilsársdekkjum þannig að siglingin sækist hægt hjá mér.
Kann ekki alveg á verkefnaleysið á kvöldin. Er eins og illa gerður hlutur og veit ekki hvað ég á að mér að gera. Það ástand breytist á næstu dögum þegar allt er komið í fullan gang, þarf þá ekki að hafa áhyggjur af verkefnaskorti. Kann ekki að vera í fríi að loknum vinnudegi, hef alltaf þurft að halda áfram að honum læknum, oftast í vinnu tvö.
Kosturinn við þetta letilíf er að ég fylgist betur með fréttum en oft áður. Viðtalið við sjallan og Siv í Kastljósi gekk fram af mér. Engin vitræn rök úr herbúðum sjalla í kvöld frekar en fyrri daginn. Horfi alla vega ekki á endursýningu þáttarins á eftir. Er farin að sofa, í fyrsta skiptið í langan tíma fyrir miðnættið. Sé varla á skjáinn hvað þá meir. Vinnuvikan að styttast í annan endan, sem betur fer. Hefði seint trúað því að mig hlakkaði til helgarinnar. Tíminn lengi að líða og allt silast áfram. Ræs kl.06 þannig að það er best að vera skynsamur svona einu sinni. Auminjga Kata, sér mig varla þessa síðan hún kom heim en ég fæ langt helgarfrí og nægan tíma til að sofa út þá. Er óttaleg B manneskja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég sofnaði yfir kastljósinu, heyrði þó eitthvað. Njóttu þess að geta svolítið slakað á.
Hólmdís Hjartardóttir, 16.1.2008 kl. 23:18
segji líka kvitt-kvitt
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.1.2008 kl. 08:46
Takk fyrir innlitið öll sömul.
B manneskja í mínum huga er sú sem vill sofa á morgnana og vaka á kvöldin og næturna. Hef alla tíð verið þannig, eldspræk þegar aðrir eru að skríða í háttinn og átt erfitt með að vakna á morgnana. Nú er ekkert elsku mamma; verð að vakna eldsnemma og þeir sem mig þekkja vita að það er stórmál
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 17.1.2008 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.