Stóri dagur á morgun

Katan komin heim í heiðardalinn, flaug að austan í dag. Skrítið að sækja hana út á völl, það voru ófáar ferðirnar á flugvöllinn að sækja hana þegar hún var lítil. Í dag tók ég á mótir ungri konu. Það var sérstök tilfinning, hafði ekki áttað mig á því fyrr, hún er orðin fullorðin.  Ef marka má planið hennar þá verður brjálað að gera hjá henni til 3. feb.,snertir ekki jörðinna þangað til.  Það er komið líf í húsiðSideways

Stóri dagur hjá Haffanum á morgun. Próf kl. 07.15 á staðartíma og er í 5 hlutum. Ef hann nær fyrsta hlutanum er haldið áfram í þann næsta og svo koll af kolli, ef ekki fer hann heim og byrjar að lesa aftur. Ef allt gengur upp hins vegar ættu fréttir að berast um kl.14.00 þannig að ég vona að ég fái engin skilaboð fyrr en eftir þann tíma.  Trúi ekki öðru en að þetta gangi vel, þetta snýst hins vegar mikið um heppni hjá krökkunum. Vonandi er drengurinn á heimleið fyrir helgi í stutt frí.

Við mægður áttum ,,quality" time í sófanum seinni partinn, auðvitað sofnuðum við báðar undir Dr. Phil. Býsna erfitt að rífa sig upp aftur, var alveg til í að sofa áfram en þá hefði ég snúið sólahringnum við, enn og aftur. Er búin að þurfa að taka nokkuð á til að koma mér í gang eftir jólafríið.  

Er eiginlega orðlaus eftir viðtalið við Árna Matt, erfðaprins Sjálfstæðismanna í Kastljósi kvöldsins. Þar sannaðist það sem ég hef löngum haldið fram; Sjálfstæðismenn eru búnir að sitja of lengi í valdastólum. Þeir semja eigin lög og leikreglur og hafa gert lengi. Það er hins vegar orðið meira áberandi að þeir telja sinn raunveruleika vera hinn eina og sanna. Á fagmáli kallast þetta raunveruleikafirring og ranghugmyndir.  Ekki er hinn stjórnarflokkurinn skárri. Mér sýnist báðir þurfa á acut handleiðslu að halda. Sjúkdómsinnsæið ekkert. Sick 

 Í öllu falli er ég farin að forðast, ómeðvitað, fjölmiðlana. Mér sýnist þjóðinni ekki veita af áfallahjálp á þessum síðustu og verstu tímum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Njóttu Kötunnar þinnar. Bjóddu henni út næsta laugardagskvöld

Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2008 kl. 23:46

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Hún er sko búin að plana öll kvöld næstu 2 vikurnar, sbr. heimasíðan hennar. Fæ hins vegar örugglega að stumra yfir henni þegar eftirköstin skella á

Nýt samvista við hana í botn, búnar að vera límdar við imbakassan í kvöld 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.1.2008 kl. 23:53

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt-kvitt og kveðjur.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.1.2008 kl. 00:03

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála þessu með , raunveruleikafirring eða eins og ég segi stundum veruleikafyrtir . Baráttu kveðja til Haffa. kv.

Georg Eiður Arnarson, 16.1.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband