Upp....

Allt komið í sinn fasta gír og á fullan ,,swing", út um allar trissur.  Nákvæmlega eins og hlutirnir eiga að vera. Það á einfaldlega ekki við mig að liggja út af og gera ekki neitt. Hrikalega leiðinlegt. Byrjuð að leita af ,,hobbýi", kannski ég læri almennilega að prjóna á gamals aldri, eða hvað.............??

Hver klúðrir á fætur öðru í þjóðfélaginu, af nógu að taka í þeim efnum. Maður veit eiginlega ekki hvert þeirra er verst, pólitísku ráðningarnar, húsafriðunarmálið, árásirnar á laganna verði eða Grímseyjarferjan. Öll málin grátleg, með mismunandi hætti þó. Óveður í Grindavík, slys á brautinni og bruni í andlit eftir síðbúinn flugelda. ÚFF, engin lognmolla, það er á hreinu.

Nýjasta útspil heilbrigðisráðherra er að krefja sjúkrahús og heilrigðisstofnanir um aukið upplýsingastreymi til sjúklinga. Hef sjálf ekki orðið vör við annað en slíkar upplýsingar hjá sérfræðingum. Í Domus fer enginn inn í rannsókn án þess að greiða fyrst svo dæmi sé nefnt.

Hins vegar vita það fáir fyrirfram að fari þeir inn á bráðadeild og verði lagðir inn á ,,gæsludeild" í einhverja klukkurstundir eða allt upp í sólahring, verða þeir að greiða fyrir daggjaldið að fullu. Einnig fyrir fæðið en það er hins vegar undir hælinn lagt hvort það gleymist að panta  handa sjúklingnum bakka eður ei. Í sumum tilfellum er sjúklingurinn fastandi á meðan dvöl hans stendur og þar til fer heim.  Reikningnum er í öllu falli skellt framan í sjúklinginn við brottför en hægt er að semja um að fá hann sendan heim og mjög háum reikningum má dreifa í einhverjar greiðslur, skilst mér.

Með tilkomu kostnaðargreiningar o.fl. innan sjúkrahúsa er lagt kapp á það að halda fólki inni skemur en sólahring þannig að kostnaðurinn falli ekki á stofnunina og fari þannig inn í reksturinn. Það er því sífellt algengara að fólk sé sent hundveikt heim. Heilsugæslan ætti þá að taka við í gegnum heimahjúkrunog sinna hinum sjúka þegar heim er komið en það tekur tíma að sækja um slíkt og fá beiðnina samþykkta. Þessi mál í þokkalegum farvegi í stærri sveitarfélögum en í algjörum lamasessi í sumum hinna smærri heilsugæsluumdæma.

Hvað sem því líður er það hið besta mál að ráðherran skerpi á sýnileika reikninga og kostnaðar, svo fremi sem ekkert annað ,,duló" búi undirWhistling

Síavaxandi einkavæðing liggur fyrir;  ferilverkum (aðgerðum, speglunum o.m.fl.) á stofum sérfræðinga sem fer fjölgandi, öll ræsting aðkeypt af einkafyrirtækjum á stærri stofnunum, hjúkrunarþjónusta aðkeypt í gegnum einkarekngar starsfsmannaleigur, læknis- og önnur sérfræðiþjónusta keypt af einkareknum ,,heilsugæslustöðvum"  og nýjasta "tilraunaverkefnið" felst í að bjóða út störf læknaritara. Það er fátítt í dag að nokkur maður leggist inn á sjúkrahús í dag til rannsókna; þær fara flestar fram úti í bæ eða í gegnum göngudeildarþjónustuna. Ríkið greiðir auðvitað niður þá þjónustu en hlutur sjúklings fer stigvaxandi líkt og með lyfjakostnaðinn.

Það verður fróðlegt að taka út stöðuna eftir 3 árWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Kostnaður sjuklinga eykst stöðugt og þjónustan minnkar. En mig grunar að niðurskurðurinn sem boðaður er núna sé tengdur komandi kjarasamningum....

Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2008 kl. 00:28

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Annars er gott að heyra aukinn kraft í þér

Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2008 kl. 00:28

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Engin spurning Hólmdís. Það verður fróðlegt að fylgjast með málum á næstunni.

Flott framatak hjá F.í.h í Mbl. í morgun

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.1.2008 kl. 10:00

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt-búin að lesa

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.1.2008 kl. 15:01

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Takk fyrir innlitið og ,,kvittið" Linda

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.1.2008 kl. 20:02

6 Smámynd: Ásta Björk Solis

Thessi spitalamal eru farin ad likjast thvi sem er her hja okkur  Leidinlegt ad heyra,vonandi verdur einhver urbaetir

Ásta Björk Solis, 15.1.2008 kl. 20:52

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Nákvæmlega Ásta, Sjálfstæðismenn stefna einmitt í þá áttina markvisst og meðvitað. Einkavæðing er leiðin. Spái því að Íslendingar þurfi sambærilegar tryggingar og þið úti í USA eftir nokkur ár, að öllu óbreyttu.  Nú ef þeir hafa enga, fá þeir enga þjónustu.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.1.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband