Lengi getur vont versnað

Loksins er þessi helgi á enda. Þvílíkt og annað eins! Rosalega var hún leiðinleg, alveg drep. Er heimakær í eðli mínu en fyrr má nú rota en dauðrota.

Fann fátt eitt í sjónvarpinu í gærkvöldi, var búin með öll verkefni þannig að ég hreinlega beið eftir því að kvöldið liði og ég gæti farið að sofa. Þýðir ekkert of snemma, ligg þá með tærnar upp í loft frá kl. 5 eða 6 og bíð eftir blöðunum. Ekkert skárra.

Þessi dagur silaðist svo áfram, gat auðvitað fundið mér nóg að gera en finnst of dimmt til að standa í stórhreingerningum strax. Sé ekki nógu vel skítinn, til hvers að eyða orku í það strax?? Ekki nógu hress í þokkabót, verkirnir mig lifandi að drepa og óþægindin frá maganum. Urr, hvað ég nenni þessu ekki.

Finn greinilega fyrir því að verkefnum hefur fækkað og vinnuálagið minnkað. Algjört must að finna sér eitthvert hobbý og það strax. Ég enda annars með því að festa mig á kvöldvaktir á laugardagskvöldum. Allt betra en að hanga. Nenni eiginlega ekki á skemmtistaðina, yrði eins og afdalamanneskja ef ég kíkti á þá. Hef ekki stundað þá í fleiri ár. Veit ekki einu sinni hvað er ,,in" þessa dagana.

Katan fyrir austan hjá pabba sínum og Haffi á kafi í próflestrinum ennþá. Stóri dagur hjá honum á miðvikudag og vonandi heim á fimmtudag. Efnt verður til veislu af því tilefni. Ansi mörg verkefni bíða hans hér á heimilinu er ég hrædd umWink

En svona í alvöru talað, rosalega er leiðinlegt að búa í Reykjavíkinni. Það mál krefst endurskoðunar og það fljótt. Það sem meira er, ég er greinilega að verða gömul. Var að átta mig á því að sl. föstudag ætlaði ég að heimsækja systur mína eftir vinnu, keypti forláta bananatertu í því tilefni. Áttaði mig á ósköpunum áðan þegar ég skrapp í búðina. Kakan aftur í bíl, frosin og engin heimsókn.  Þetta er ekki í lagiW00t

Ekki seinna vænna en að gera eitthvað í málumWhistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Maður fær þá tertu smakk ef maður er á ferðinni.

Georg Eiður Arnarson, 13.1.2008 kl. 23:26

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þá er að byrja kommentið aftur, allt hvarf. Það er ómögulegt að láta sér leiðast. Ég er sammála því að borgin er ekkert sérstaklega manneskjuleg. Ég hafði gaman að fara út á lífið fyrir reykingabann, ég reyki og nenni ekki á skemmtistaðina núna. Sama gildir um kaffihús og matsölustaði Þú verður að drífa þig út að hitta fólk. En ég er sannfærð um að þú finnur eitthvað skemmtilegt. Ég er ákveðin í að skoða einhvern tímann barinn bloggvinkonu minnar á Laugaveginum. Ég myndi vilja fá hverfiskrár í Reykjavík.

Hólmdís Hjartardóttir, 13.1.2008 kl. 23:38

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Nóg er af tertunni Georg, er ekki dugleg í tertuáti nema þá helst ekta rjómatertum. Sting henni í frystinn þangað til þú kemur

Það eru ár og dagar síðan ég kíkti út á lífið Hólmdís, hef ekki einu sinni farið á þorrablót síðustu árin og er þá fokið í flest skjól. Þótti ansi liðtæk við djammið hér á árum áður, einum of að sumra mati. Ég skil vel að þú skulir ekki nenna á skemmtistaði og kaffihús eftir reykingabannið. Ölið eykur þörfina ef eitthvað er og ekki er beint aðlaðandi að norpa úti í kuldanum í sparifötunum. Dúnúlpan og trefillinn ekki beint samkvæmisklæðnaður. 

Veit hins vegar að ég þarf að drífa mig út meðal fólks um helgar. Gengur hálf illa að fóta mig í höfuðborginni, hún er eins og þú bendir réttilega á; lítt manneskjuleg, vegalengdir miklar og langt á milli manna. Er og verð trúlega alltaf landsbyggðartútta

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 14.1.2008 kl. 08:55

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Svona á að lifa lífinu Tryggvi! Engin spurning. Er hjartanlega sammála þér með lambið, fáum það hvergi betra.  ,,Dalalamb" það allra besta.

Ekki er ég nú Vestmanneyingur, bjó þar reyndar í mörg ár og starfaði en er orginal Garðhreppingur. Hef búið úti á landsbyggðinni síðan 1983, þ.m.t. í útlöndum (Vestmannaeyjum) og því orðin ansi sveitó

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 14.1.2008 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband