Víða erfitt í læknishéruðunum

Nú bítast þau á í Skessuhorni, framkvæmdarstýra Heilsugæslunnar í Ólafsvík og yfirlæknirinn í Búðardal um stöðu læknamála í læknishéruðum Vesturlands og víðar. Sú fyrrnefnda hélt því fram í blaðinu á dögunum, að erfiðlega gengi að manna stöður lækna um allt land, þ.á.m. í Ólafsvík, Stykkishólmi, Búðardal og á Akranesi. Yfirlæknirinn brást snöggt við og kom með þá yfirlýsingu, í sama blaði, að framkvæmdarstýran færi með rangt mál og heldur því fram að enginn læknaskortur hafi verið í læknishéraði Búðardals í áratugi. Sjálfur hefur læknirinn starfað í 13 ár á sömu stöðinni og hinn læknirinn í tæp 6 ár og forverar hans í 5 ár eða lengur enda svo gott að búa í Búðardal. 

Auðvitað frábært að vita að starfsmannavelta meðal lækna í héraðinu sé lítil sem engin, ár frá ári, enda er ör starfsmannavelta  víða vandamál í læknishéruðum landsins.  Sum eru stundum  mönnuð tímabundið af læknanemum eða ellilífeyrisþegum.  Framkvæmdarstýran var hins vegar ekki kát með þessa yfirlýsingu læknisins og benti á, daginn eftir, í sama blaði,  að yfirlæknirinn hafi verið einn meira og minna síðasta ár.

Kannski ekki merkileg frétt en þó. Vekur mig til umhugsunar. Í fyrsta lagi það að þessi umræða skuli fara fram í fjölmiðlum. Kannski eru menn að bítast um íbúana og mæra sitt byggðalag í harðri samkeppni, hvað veit ég, útlaginn??

Í öðru lagi fór ég að hugsa; bíddu við, heil 13 ár á sama stað! W00t

Maðurinn hlýtur að hafa staðnað í faginu á öllum þessum tíma. Aldrei farið neitt annað allan þennan tíma og  því lítið tileinkað sér nýjungar eða haldið sér við.  Kemst aldrei frá. Nú, eins og allir vita í héraðinu, hefur maðurinn staðið króníska sólahringsvakt meira og minna allt síðasta ár, jafnvel nokkur ár og verið einn með stofuna. Einn að sinna öllum íbúum sýslunnar. Í ofanálag er hann formaður byggðaráðs, í sveitarstjórn, oddviti síns lista, í stjórn dvalar- og hjúkrunarfélagsins og yfirlæknir þar einnig, í stjórn Fellsenda og læknir þar einnig.  Sinnir hjúkrunarheimilinu á Reykhólum, er í stjórn hestamannfélagsins og hesteigandafélagsins auk þess að sitja í hinum og þessum nefndum á vegum sveitafélagsins. Stundar hestamennsku í frístundum, skipuleggur hestamannamót, fer á landsmótin og á fjölskyldu og lítið barn.  Geri aðrir betur en hvernig fer maðurinn að þessu öllu?

Hinn læknirinn er eins og flautuþyrill um allt land og erlendis, jafnvel á bakvaktinni norður í landi eða úti í Kanaríaeyjum hver veit? Í öllu falli eru alltaf tveir læknar skráðir á bakvakt, annar alltaf að vinna en hinn alltaf í fríi.  Einhverjir hafa nú komið veit ég, svona helgi og helgi, til að leysa blessaðan manninn af enda veitir ekki af. Hann hlýtur hins vegar að vera löngu útbrunninn og búinn á því.  Þvílíkt álag og þvílíkt starfsþrek hlýt ég að segja!  Læknishéraðið gríðalega víðfemt og stórt, keyrslan því mikil og útköllin oft löng.  Hvernig er hægt að leggja þvílíkt álag á einn mann og hvað getur hann enst lengi við svona álag??

Þjónustan hlýtur að skerðast við þetta allt saman, maðurinn getur ekki verið á mörgum stöðum í einu og sinnt einn stofu á meðan hann hendist í útköll, útibú stöðvarinnar, hjúkrunarheimili sem eru vítt og breytt um héraðið eða á fundi út um allt eða hvað? Kannski þarf enga fundi. Hvenær fer læknirinn  uppi í hesthúsi eða á  hestbak?  Á nóttunni?  Hvenær sinnir hann fjölskyldu sinni?  Hvernig fer sveitarfélagið að þegar hann er á Reykhólum eða í löngum sjúkraflutinngum utan héraðs? Héraðið læknislaust á meðan. ÚFF, þetta er svakaleg ábyrgð og álag á einum manni og hlýtur að enda með skelfingu; hjartastoppi hjá honum eða einhverju þaðan af verra. Ekki kalllar hann til varamenn til að hlífa sér. Hann stendur sína pligt sjálfur!

Illa er búið að læknum okkar úti á landsbyggðinni ef ástandið er svona slæmt víðar, það er víst óhætt að segja. Það er ekki að engu að menn staðni og brenni út í starfi.  Ekki er framkvæmdarstjórinn í Búðardal öfundsverður að hlutverki sínu, ástandið hlýtur að leggjast þungt á hann enda orðinn rígfullorðinn maður og ábyrgð hans sem opinbers embættismanns mikil og íþyngjandi. Það reynist honum örugglega erfitt að sjá til þess að læknirinn hans fái viðeigandi sí- og endurmenntun og nauðsynlega hvíld. Þetta er bara ekki hægt!W00t

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Fróðleg lesning og ótrúlega "fjölhæfur" læknir. Ef hann vinnur fulla vinnu þá eru fleiri klst í sólarhringnum hjá honum en mér.

Pistillinn frá 9. jan vekur mann til umhugsunar og maður fær aðra sýn á mál fólks úti á landi. 

Sigrún Óskars, 11.1.2008 kl. 21:30

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

við þyrftum að fá svona ofurhjúkrunarfræðinga, þa ku vera 500 hjúkrunarfr. að komast á eftirlaun á næstunni.  En þetta er greinilega ofurlæknir

Hólmdís Hjartardóttir, 12.1.2008 kl. 12:58

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það verður spennandi að sjá þróunina í okkar málum þá. Verða ekki gerðar breytingar á löggjöfinni og sjúkraliðar fengin aukin verkefni? janfvel sett upp ný millistétt. Þessi þróun þegar hafin á öldrunarstofnunum

Já, það er beinlínis fullástæða til að hafa áhyggjur af heilsufari þessa ofurlæknis sem og þeirra sem  starfa undir slíku álagi. Hrikalegt

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 12.1.2008 kl. 14:21

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þú veist að sjúkraliðar með öldrunrasérnám  fá uþb.sömu laun ogvið

Hólmdís Hjartardóttir, 12.1.2008 kl. 14:32

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Já ég veit það Hólmdís en umræðan er engin, hvorki innan stéttarinnar eða félagsins. Hef mikð velt fyrir mér ástæðunni

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 12.1.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband