Gjaldtaka og Hvalfjarðargöng

Vestlendingar og Vestmannaeyingar búa einir landsmanna við það að þurfa að greiða fyrir noktun á sínum ,,þjóðvegi". Þeir síðarnefndu eru tilneyddir til að greiða fyrir siglingu með Herjólfi eða flug  til að komast upp á fastalandið en Vestlendingar greiða gjald fyrir að aka um Hvalfjarðargöng.  Margur finnur fyrir því gjaldi á pyngju sinni þar sem töluvert er um að þeir stundi vinnu sína utan héraðs, aðallega á höfðuborgarsvæðinu. Einnig eitthvað um það að höfuðborgarbúar stundi vinnu sína á Vesturlandi.  Þannig eru margir að aka um Hvalfjarðargöngin allt að tvisvar á dag.

Ef litið er á stefnu stjórnarflokkana í samgöngumálum kemur í ljós að Samfylking hefur enga eiginlega stefnu í samgöngumálum. Tala einungis almennt um ,,stórátak" í þeim efnum enda ,,byggist raunhæf byggðastefna á góðum samgöngum".  Stefnlaust rekald sem auðvelt er að ,,díla" við.

Sjálfstæðismenn eru öllu skýrari í afstöðu sinni til þessara mála og telja ,,mikilvægt að nýta til hlítar nýja möguleika á fjármögnun samgöngumannvirkja, s.s. gjaldtöku og einkaframkvæmd". Þeir ráða auðvitað ferðinni.

Stjórn Spalar efh samanstendur af sjálfstæðismönnum, lögfræðing á vegum fjármálaráðuneytisins sem er undir stjórn Sjálfstæðismanna,  aðstoðarvegamálastjóra sem heyrir nú undir ráðherra Samfylkingar en áður ráðherra Sjálfstæðismanna, Eimskipsmanni, og oddvita Hvalfjarðarsveitar en hann tilheyrir  Lista Sam Einingar. Árstekjurnar yfir annað hundrað milljarðar fyrir skatt og hagnaður eftir skatt yfir 100 milljónir. 

Það er því augljóst að á meðan núverandi stjórnarflokkar halda um stjórnartaumana verða engar breytingar á gjaldtöku um Hvalfjarðargöng eða til og frá Vestmannaeyjum. Þegar er farið að ræða um að bjóða út frekari gangnagerð til einkaaðila og flýta þeim framkvæmdum og fjármögnun með því að taka upp gjöld á fleiri leiðum. Skyldu Héðinsfjarðargöng vera inni í þeim umræðum? 

Raddir um niðurfellingu þessara gjalda heyrast af og til, ekki mjög háværar og svo virðist sem fjölmiðlar hafi engan sérstakan áhuga á því að vekja máls á þessari mismunun sem gerður er á landsmönnum eftir landsvæðum. Hvernig skyldi standa á því?

Í huga mér er stöðug ein spurning; hvað voru kjósendur að hugsa í síðustu kosningum? Er þetta virkilega það sem landsmenn vilja? Sick

Einkavæðing er stefna ríkisstjórnarflokkana og það sem koma skal í öllum málaflokkum. W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég hélt að þegar göngin ;hefðu borgað sig; ætti gjald að falla niður. Ég hef ekkert á móti þeirri leið að einkafyrirtæki taki að sér svona framkvæmdir verði það til þess að samgöngubætur gerist hraðar. En á endanum verða gjöldin að falla niður. Ég keyri ekki , og til að komast í mína heimabyggð, Húsavík, flýg ég til Akureyrar. Eftir að loks var byggð góð flugstöð þar var allt flug fellt niður. Annars er ég dálítið ánægð með þínar nýársfærslur.

Hólmdís Hjartardóttir, 11.1.2008 kl. 02:17

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Til stóð að fella niður gjaldið þegar búið væri að greiða upp gönginn, auðvitað gera menn það ekki enda gróðinn mikill.

Gleymdi auðvitað Grímseyjarferjunni, menn búa við sama misréttið þar.

Mér finnst einfaldlega að ef það á að innheimta veggjald, gangnagjald eða hvað þessi gjöld nefnast, eigi að gera það alls staðar, ekki pikka út einstaka göng eða vegi. Auðvitað á ríkið eitthvað í Speli.

Hvalfiörðurinn er auðvitað valkostur fyrir Vestlendinga, þeir geta ekið hann en mokstur og önnur þjónusta er auðvitað í lágmarki eftir að göngin komu. En hvernig skyldi Vegagerðin  ef menn hættu að keyra um göngin og snéru sér alfarið að Hvalfirðinum? Spölur færi á hausinn en skyldi Vegagerðin auka þjónustuna? Einhvern veginn efast ég um það

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.1.2008 kl. 19:33

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæl Guðrún og takk fyrir kveðjuna, ( Kiddi stóð sig vel að vanda á fundinum ) Eyjamenn hafa reglulega farið fram á niðurgreiðslur í samgöngum þeirra en þrátt fyrir að sami flokkur ráði bæði í ríkis og bæjarstjórn þá er árangurinn enginn , svo er ekki rétt að fara að skipta einkvað af þessu liði út ? Kær kveðja.

Georg Eiður Arnarson, 11.1.2008 kl. 22:52

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ég held að það verði útlokað að fá gjöldin niðurelld á meðan sjálfstæðismenn eru við völd. Of mikilir hagsmunir í húfi. Gott að vita að allt gekk vel á fundinum, er stolt af bróður og hef trú á honum

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 12.1.2008 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband