Alvara lífsins tekur við

Allt komið í gang, vinnan og heila klabbið. Setti mér nýtt markmið um áramótin; ætla mér að leyfa mér þann lúxus að horfa á fréttirnar á kvöldin. Fylgjast betur með og fá mér kríu í leiðinni að sjálfsögðu. Fór eftir settu marki í kvöld eins og vera ber.

Sinnti ýmsum málum varðandi kennsluna í dag, eftir það drifum við mægður okkur í klippingu, litun og skveringu. Sýp hveljur þegar ég hugsa um kostnaðinn; rúmar 26.000 kr fyrir okkur báðar. Er þetta í lagi? Hélt ég yrði ekki eldri. Það margborgar sig að láta hárið vaxa og hafa ,,náttúrulegan" lit. Get eiginlega ekki réttlætt það að eyða 13.000 kr. á 5-6 vikna fresti í hausinn á mér. Á líka þessa fínu hárkollu; Lafði Jósefínu, ef ég þarf að vera fín. Ekki það að ég er þrælánægð með hausinn á okkur báðum, ekki vantar það en dýrt er það.

Fleiri markmið á leiðinni; ætla mér að ljúka uppgjöri erfiðra mála áður en ársfjórðungurinn er liðinn. Kominn tími til að ljúka þeim málum til að geta hafið hið nýja, ljúfa líf.  Mun ekkert gefa eftir í heiðarlegu uppgjöri.  Það verður tekið til í sjálfri mér og heimilinu. Öllu snúið við, hrist úr vösum, breytt og hent eftir þörfum. 

Gaman verður að sjá hvaða markmiðum ég næ að framfylgja, heillavænlegast að hafa markmiðin svolítið víð, bæði í orðalagi og tímasetningumWhistling

Sýnist vinnuálagið ætli að vera eilítið minna næstu mánuði en þá undangengnu, kannski ég eignist ,,líf" og fari að stunda eitthvert félagslíf og mína fyrri iðju; símann.  Hef þó nokkrar áhyggjur af tekjuhliðinni en það verður einfaldlega að koma í ljós hvernig þau mál þróast.   Mun gefa mér tíma til að hitta ættingja og vini. OMG hvað það verður mikið að gera! Listinn langur enda ótæmandi.W00t

Viðurkenni að ég er spennt eins og alltaf um áramót. Finnst alltaf felast í þeim nýtt upphaf, og ný tækifæri.  Fegin að liðið ár er að baki, endalaus vonbrigði, mótlæti og sorg. Vissulega góðar stundir inn á milli og sætur sigur en erfiðleikarnir skyggja svolítið á þá minningu. Ætla mér hins vegar ekki að velta mér upp úr því. Læt verkin tala og klára málin.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband