6.1.2008 | 01:19
Lent á Fróni
Við mæðgur loks komnar heim. Hið eiginlega ferðalag hófst í gær kl.15.00. Heimkoma kl.18.00 í kvöld.
Skelfilegur endir á erfiðu ferðalagi, efni í heila færslu að fjalla um leiðina Búdapest-Kaupmannahöfn. Ekki skánaði ástandið í Keflavík, heil ritgerð um þá reynslu. Hörmulegur endir og auðmýkjandi í alla staði. 1 og 1/klst í ,,tollinum" sem ég kýs að kalla ,,öryggis- og fíknefnaleit". Fíknefnahundur og heila klabbið, allt rifið og tætt úr töskum. Engar útskýringar, ekkert val, enginn réttur! Lögsaga flugvallarins með víðtækari rétt en lögreglan, svo ég vitni í orð töllstjóra. Svo virðist sem stjórsýslulög ná ekki yfir þessa lögsögu. Einstaklingur berstrýpaður af öllum rétti. Hvaða lög skyldu gilda um þessa starfsemi og aðgerðir meintra tollvarða sem þurfa ekki að kynna sig né tilgang, aðferð né annað? Einungis framkvæma. Leitarhundurinn vildi ekki sjá okkur mæðgur né okkar hafurstask. Það vildu hins vegar aðrir og það heldur betur.
Ætli herlög gildi í Leifsstöð??? Í öllu falli voru skilaboðin skýr; þegiðu og gerðu það sem við förum fram á, annars..... Þegar aðspurðir hvað fælist í ,,annars" var fátt um svör. Einskonar ,,af því bara og þegiðu". Það þarf ekkert að útskýra á þeim bænum, einungis framkvæma. Og maður þagði, beit á jaxlinn, lét þetta yfir sig ganga. Tilefnið? Okkur kom það ekki við. Menn lögðu mikla vinnu í að þreifa og þukla hverja flík vandlega, nærfötin auðvitað ekki undanskilin. Menn kipptu sig ekki upp með það þó þau flygju á gólfið. Engar spurningar um tollskyldan varning, hvað þá verðmiða á fatnaði.
Ég þarf og mun komast að því hvernig þessum herlögum er háttað í Leifstöð. Menn halda ekki vatni yfir látum Bandaríkjamanna. Erum við ýkja langt frá þeim??? Við mæðgur sáum ekki betur en að einhver útlendinsræfill hafi lent illa í málum, rétt á eftir okkur. Við síðust út úr fríhöfninni (svo kallaðri). Króaður af, hent inn í herbergi fyrir framan okkur, sólar skornrr frá skónum, urrað á strákræfilinn á bjagaðri ensku sem var með 2 KARTON af tóbaki en ekki 1!
Ekkert hafði fundist á meðan okkar dvöl stóð í þessum huggulegu híbýlum. Hundurinn leit ekki við honum. Hvað skyldi hafa orðið um drengstaulann?
Þretta var barasta alveg eins og í ,,amerísku" bíórmyndunum! En er mönnum ekki alltaf kynntur réttur sinn í þeim? Það er hins vegar ljóst á íslensku stjórnsýslulögin ná ekki yfir Leifstöðina né störf toll- og öryggisvarða.
Það verður ótrúlega ljúft að leggjast á koddan núna á eftir, mikið rosalegar er ég ánægð að dagurinn sé liðinn og að ég sé komin til míns heim. .Er sloppin úr príundunni, í bili a.m.k. Fátt mun halda mér vakandi næstu klst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.