2.1.2008 | 02:29
Steinlá
Þar kom að því; ég steinlá í dag með pest. Hef grun um að þetta sé inflúensa miðað við einkenni, var ekki búin að láta bólusetja mig. Held að toppnum sé náð eftir viku veikindi og nú sé mín á uppleið. Svaf drjúgan part dagsins, rétt náði að elda og síðan var skriðið upp í sófa þar sem ég steinsöfnaði til kl.22.00 á staðartíma. Mikið hressari núna en ekki sloppin.
Eyddum gamlárskvöldi í miklum rólegheitum. Litla famelían og 3 gestir, borðuðum góðan mat og spjölluðum. Ég var búin á því rétt fyrir miðnætti á staðartíma, þraukaði þó til miðnættis á íslenskum tíma. Fannst áramótin ekki komin fyrr en þá.
Krakkarnir rólegir, ekkert ármamótadjamm á þeim, rosalega eru þau hörð við sjálfan sig, ég get ekki annað sagt. Nokkuð um að bekkjarfélagar Kötu væru einir, hver í sínu horni í gærkvöldi en virtust velja þann kostinn. Þáðu alla vega ekki að koma í mat.
Ungverjar skutu upp meira en við áttum von á en komast náttúrlega ekki í hálfkvist við okkur Íslendingana. Flugeldasýning á torginu hér í Debrecen en ekkert okkar hafði orku í að fara þangað. Þvílíkt framtaksleysi í okkur. En allir voru sáttir og það skiptir mestu máli.
Átti svolítið erfiðan tíma um miðnættið eins og búast mátti við. Áramótin kalla alltaf á minningar og uppgjör, hvað ávannst á árinu?, hvað kom upp á? o.s.frv. Á eftir mikla vinnu í sjálfri mér og uppgjöri áður en ég get grafið það liðna. Er ekki enn komin á það stig að geta fyrirgefið böðlum mínum, held að ég eigi ansi langt í land með það. Finnst enn ósanngjarnt að aðrir stjórni því hvar ég bý, vinn o.s.frv. Eiginlega ekki hægt að sætta sig við það. Í öllu falli er mikil vinna framundan í þessum efnum.
Dvölin styttist í annan endan, hlakka til að koma heim en það verður erfitt að vita af Hafsteini hér einum en hann er ýmsu vanur og kvartar ekki. Það er frekar að ungamamman telji sig ómissandi. Tveir dagar í próf í efnafræði hjá Kötunni, setið stíft við lesturinn og gengið vel. Hún telur dagana niður þar til við förum heim. Búið að vera yndislegt hérna, langar ekkert lítið til að vera hér að vori, hitinn mikill og sólardagar margir. Mér skilst að gróðurinn sé virkilega fallegur. Kannski að sú ósk mín rætist; að liggja í leti í sólinni og hafa það yfirmáta ,,nice". Er orðin sóldýrkandi, eitthvað sem hefði aldrei hvarflað að mér, nennti aldrei að vera í sólbaði sem krakki og fram undir síðustu 2-3 árin.
Enn búin að snúa sólahringnum við, þarf að fara beita mig meiri hörku í þeim efnum....Styttist í alvöru lífsins, stefnubreytingu og ákvarðanir. Jamme..... Af mörgu er að taka og ekkert af því er einfalt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:31 | Facebook
Athugasemdir
Æi.Þurftirði endilega að nota fríið til að verða veik. Sannur hjúkrunarfræðingur. Ég hélt mér líka vakandi fram yfir miðnætti en var sofnuð fyrir hálfeitt. Svo lífsreynd er ég að ég veit að við getum ekki fyrirgefið allt. En við þurfum að lifa við ýmislegt. Ég hef stundum notað þá aðferð að skrifa bréf (sem fara ekki neitt) til að fá útrás. Mér líður stundum skár ef ég kem hugsunum mínum og reiði í orð. Ég hef stundum dvalið of lengi í fortíðinni mér sjálfri til skaða. Það er eitt af því sem ég verð að laga hjá sjálfri mér. Hvernig er nú AA bænin. Ég sætti mig við það sem ég fæ ekki breytt. Eitthvað í þá áttina. Glymrandi 2008
Hólmdís Hjartardóttir, 2.1.2008 kl. 02:43
Sæl Guðrún,
takk fyrir athugasemdina við vangaveltur mínar. Því er fljótsvarað að ég tel það ekki FF til framdráttar að ég sé í framboði fyrir hann. Aftur á móti er ég í stjórn Reykjavík suður og reyni að efla starfið þannig. Ég vinn mikið, stunda rannsóknir og hef skyldum að gegna sem faðir og eiginmaður. Að vera í forystu fyrir hóp er mjög tímafrekt og gengur því miður ekki upp hjá mér og væri svik við hópinn.
Aftur á móti eigum við nokkuð sameiginlegt. Gimsteinarnir þínir eru í Debrecen. Ég á einnig tvo gimsteina þar. Sonur minn Magnús Ingi og sambýliskona hans María Kristbjörg búa þar. Þau eru á öðru ári í læknisfræði. Eru núna í prófum og klára vonandi 8 jan. Við hjónin höfum verið 3 sinnum í Ungverjalandi að heimsækja þau. Fyrir vikið erum við orðin Ungverja-fans. Þvílíkur matur og verðlag.
Vonandi fer pestin sína réttu leið og þú hressist fljótt.
Gunnar Skúli Ármannsson, 2.1.2008 kl. 21:26
Sæll Gunnar SKúli og kærar þakkir fyrir innlitið og póstinn.
Það er gott að heyra að flokkurinn er að njóta þinna krafta. Skil vel rök þín fyrir því að vera ekki í framboði og virði þau. Þeir sem feta þá leið, gera ekki mikið annað á meða, svo mikið er víst.
Magnús son þinn, þekkja mínir krakka sem og sambýliskonu hans. Hafsteinn sonur minn er á 3. ári en Katrín á því 1. Einkennilegt hve heimurinn er líitill
Ég hef einungis komið hingað til Debrecen x 2 að hausti og vetrarlagi, blóðlangar að sjá borgina og landið að vorlagi. Hef lítið farið út að borða hér, krakkarnir á kafi í prófum en verðlagið er náttúrlega ótrúlegt. Þó ýmsar vörur nokkuð dýrar eins og raftæki og allt sem flokkast undir ,,lúxus, sýnist mér??
Þakka þér fyrir hlý orð varðandi pestina, er vonandi á uppleið og á heimleið þannig að auðveldara verður að grípa í taumana þar ef þörf er á.
Gott að vita af þér í stjórn FF í Reykjavík suður
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 2.1.2008 kl. 21:55
Já Hólmdís, við erum iðnar við kolann hjúkrunarfræðingarnir þegar kemur að pestum. Eru náttúrlega mikið innan um annað fólk í alla vega ásigkomulagi og það hefur tíðkast innan stéttarinnar frá því ég man eftir mér að mæta í vinnu hvað sem tautar og raular, standa þar til við dettum niður. Það á reyndar einnig við um læknastéttina og flestar aðrar heilbrigðisstéttir. ? hversu mikil skynsemi er á bak við þessa þrjósku, erum auðvitað smitberar þegar þannig stendur á.
Takk fyrir góð ráð, oftst hef ég ekki gert mikið af því að dvelja í fortíðinni en viðurkenni að nú er biturleikinn yfirsterkari, mikið búið að ganga á síðustu ár og fótunum bókstaflega kippt undan manni. Þarf að gera þau mál upp til að halda áfram, hvernig sem það uppgjör fer svo fram.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 2.1.2008 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.