Gleðilegt árið

Þá er árið liðið.  Græt það ekki. Fagna því nýja.

Óska fjölskyldu, vinum og vandamönnum gleðilegs og gæfuríks árs með þökk fyrir allt á liðnu ári. 

Saknaðarkveðjur frá okkur í Debrecen 

 

gle�ilegt �r 2

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gleðilegt ár

Hólmdís Hjartardóttir, 1.1.2008 kl. 00:23

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Sömuleiðis mín kæra og takk fyrir hvatninguna á því sem var að líða

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 1.1.2008 kl. 00:27

3 identicon

Gleðilegt ár mamma mín! =)

Við munum eiga frábært ár fyrir höndum! enda fimmtug.... þyrla.....  

Allavega getur það ekki verið verra! það bara getur ekki verið! =)

Kata dóttir (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 08:29

4 identicon

Hvernig gengur námsvinnan hjá þér, sys?  Mér gengur hægt en það miðar samt áfram.  Skrýtið hvað ég virðist þurfa að gera margt annað en að sitja við skriftir   En þetta er allt komið í kollinum, bara að setja niður á prent   Höfðum það yndislegt í gærkvöldi og það má segja að litla fjölskyldan mín sé loksins búin að finna jafnvægi og frið í sálu á nýju.   Nýja árið leggst bara mjög vel í mig og mína.  Hafið það sem allra best þarna í Debrecen og góða ferð heim um helgina, þið mægður.  Sendum Haffa hvatningu með ósk um gott gengi í prófinu.  Lafði Díana er bara heima hjá Söru, þetta reddast.  Hún fékk tíma hjá dýralækninum á þriðjudaginn og við náum vonandi í hundasnyrtinn á morgun eftir jólafríið.    Sjáumst á laugardaginn

sigrún sys (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 23:36

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Hér gengur námsvinnan löturhægt, á hraða snigilsins. Les og les en  afraksturinn rýr.

Er einfaldlega ekki alveg að skilja hvernig ég á að nálgast viðfangsefnið, verkefnalýsingin mjög opin. 

Höfum það yfirmáta rólegt þannig lagað séð, krakkarnir á kafi í lestri og ég á milli þess að hræra í pottum og þvo þvott. Steinlá reyndar í allan dag og fram á kvöld

Verð í spotta 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 2.1.2008 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband