31.12.2007 | 00:49
Breytt áætlun
Hafsteinn tók ávörðun um að fresta prófinu í meinafræðinni. Ekkert vit í að lesa 16 tíma á dag í tæpar 3 vikur og mæta í prófið án þess að hafa náð að fara yfir allt efnið. Mæta upp á von og óvon um að hann verði heppinn með efni og sleppi í gegn. Þegar svona langt er komið í náminu skipta einkunnir miklu máli. Ekki margir aðrir dagar á lausu en vonir standa til þess að prófdegi verði bætt inn í annarri viku af janúar. Þetta þýðir skaplegri lestur en styttra frí heima að loknum prófum. Svona er þetta og er ég mjög sátt við ákvörðun hans. Hef varla séð hann síðan ég kom, varla að hægt sé að segja að hann hafi tekið pásu á aðfangadag.
Þessi breytta áætlun verður líklega til þess að við gerum okkur einhvern dagamun annað kvöld. Kötu sækist lesturinn vel og getur því slakað aðeins á. Gerum örugglega engar rósir en slöppum af yfir góðum mat og reynum að horfa á Skaupið á netinu þegar fram líða stundir.
Er bæði kvíðin og ánægð vegna áramótanna, þetta ár senn á enda og get ég ekki sagt að ég gráti það. Er hálf fegin að því sé að ljúka; það kemur aldrei aftur. Reynslan situr eftir, á eftir að vinna úr ýmsu ennþá. Ákveðin tilhlökkun en engu að síður beygur gagnvart nýju ári. Einhvern veginn er það innprentað í mann að með nýju ári skapist ný tækifæri. Óvissa og hið óþekkta veldur hins vegar alltaf einhverjum skjálfta auk þess sem það er löngu tímabært að fara taka ákvarðanir um framtíðina.
Gunnar Brynjólfur á afmæli dag; til hamingju frændi. Hlakka til að sjá ykkur og skæruliðana á nýju ári. Finnst svo örstutt síðan hann fæddist, þó liðin 27 ár, takk fyrir! Tíminn flýgur bókstaflega.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:58 | Facebook
Athugasemdir
Njóttu áramótana með börnunum þínum. Fagnið nýju ári.
Hólmdís Hjartadóttir (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 02:36
Sendum góðar kveðjur til ykkar og gott að heyra að Haffi ætlar að gefa sér lengri tíma til próflesturs. Það væri ekki betra ef hann "læsi yfir sig"
Frumburðurinn minn reynir örugglega að sofa frameftir degi eftir næturvaktina en þau koma í mat til mín seinna í dag. Mér finnst tíminn hafa liðið hratt en samt hægt, 27 ár síðan honum var hjálpað í heiminn og koníaksflaskan hennar mömmu tæmdist
Hafið það sem best á þessum síðasta degi ársins og við óskum ykkur gleðilegs árs sem verði þrungið nýjum og spennandi tækifærum. Horfum fram á við núna
sigrún sys (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 11:26
Til hamingju með strákinn Sigrún og skilaðu kveðju. Eitthvað man ég eftir þessum atburði
Katrín, 31.12.2007 kl. 14:29
Gunna mín gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu. Njottu nú þess sem þér hefur verið gefið...lífsins og láttu nú fortíðina hvíla í sinni gröf
Katrín, 31.12.2007 kl. 14:30
Gleðilegt árið, og takk sömuleiðis fyrir þau gömlu. Bestu kveðjur heim í bæ, vona að þið hafið það sem best yfir nýjárið
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 1.1.2008 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.