30.12.2007 | 01:02
"Viðsnúningur"
Búin að snúa sólahringnum við, vaknaði reyndar í býtið í morgun en finnst ótrúlega gott að leggja mig aftur enda beinlínis fyrir þeim þrem sem eru í próflestri hér á heimilinu. Skreið á fætur upp úr hádegi og eftir óratíma og nokkrar tilraunir tókst mér að setja á mig ,,andlit" og dreif mig í Plaza sem er eitt mollið hér. Útsölur í gangi en aðalmálið var að komast út og fá sér gott kaffi, skipta um umhverfi. Keypti inn að venju, lagði í svínakjötið hér sem var bara allt í lagi. Þurfti ekki að hrína í búðinni, dugði að benda í þetta skiptið. Svo virðist sem svínakjöt sé mikið á borðum hjá Ungverjum, alla vega er kjötborðið troðfullt af því. Hins vegar fylgir ekki sögunni hvaða partur svínsins var hér á borðum, hef ekki hugmynd um það.
Er nú í mínu fínasta formi, vel vakandi og spræk, búin að ,,screena" blessuð fræðin. Loksins. Nú er að reyna að koma einhverju á blað. Mér sýnist heilladrýgst að lesa og vinna á kvöldin þegar krakkarnir fara í koju. Trufla minnst þannig. Svakalegur tími hjá Haffa, búinn að sitja stanslaust við lestur síðan 19. desember, nonstop! Prófið verður þann 3. jan og ljóst að hann mun ekki komast yfir allt efnið. Vonandi verður hann heppinn í prófinu sem skiptist í 3 eða 4 hluta.
Ótrúlegt að það sé að koma gamlársdagur, sé ekki að við gerum neitt til hátíðarbrigða nema þá helst í mat. Krökkunum veitir ekki af tímanum til lesturs þannig að nýaárið verður eins og hvert annað kvöld. Kvíði eiginlega svolítið fyrir. Er ekki vön að stunda djammið á þessum tímamótum en föst í venjum og vil gjarnan horfa á mitt skaup og fréttaannál og horfa á raketturnar. Ekki mikið um þær hér, skilst mér. En við erum saman, þessi litla famelía og það er aðalatriðið.
Dagarnir renna út í eitt hér, var að uppgötva það fyrir stundu að það er laugardagskvöld! Fannst vera virkur dagur. Dvölin styttist í annan endan, tíminn bókstaflega búinn að fljúga áfram. Ef allt gengur upp verðum við Kata samferða heim en Haffi þarf að vera lengur vegna sinna prófa. Krossa fingur í þeirri von að hann verði heppinn og nái meinafræðinni í fyrstu atrennu. Margur er að þurfa að taka þetta próf x 2-3, þykir ansi stíft og efnismikið. Endurtekning þýðir styttra frí heima áður en vorönnin hefst. Enginn heimsendir en strákurinn vissulega orðinn þreyttur.
Stefni á afköst á morgun, þvílíkur léttir verður það að setja einhverjar línur niður á blað og koma verkefnum af stað
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott í þér ´hljóðið núna. Vann á barnadeild í kvöld. Mjög rólegt. Aðeins 4 börn á deildinni. En nú eru allar björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem skella á í nótt. Enn ein lægðin. Jarðaskjálftahrinur við Upptyppinga og við Grímsey. Ég man í ;den: þegar skroppið var til útlanda fékk maður engar fréttir að heiman. Núna fær maður þetta allt beint í æð. Njóttu lífsins.
HólmdísHjartardóttir (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 01:17
Úff, enn annað ofsaveðrið. Hvar enda þessi ósköð eiginlega?
Það hlýtur að vera svolítil tilbreyting í því að vinna á fleiri en einum stað, fannst barnadeild alltaf spennandi ,,í den".
Vonandi halda rúður heima, fylgist með
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 30.12.2007 kl. 01:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.