ÚFF!

Man ekki eftir öðru eins álagi og uppákomum. Er þó orðin býsna sjóuð. Komin heim um kl. 22.30, er búin að troða ofan í tösku. Reyndar umpakkaði henni úti á bílastæði, náði ekki að lyfta henni upp í bílinn þannig að það var ekkert annað að gera en að taka upp úr henni, troða henni í bílinn og síðan pakka aftur. Var með yfirvigt í haust en kannski meiri krafta, nú hafðist þetta engan veginn? Meiri þyngd? Minni kraftar??? Ég skal ekki segja en hvað sem öðru líður þá er þetta búið að vera ,,hell" eins og börnin segja.

Dýrin fóru á 3 staði, allt frá Kjalarnesi og til Keflavíkur. Bóluseting í millitíðinni. Er eiginlega kjaftstopp yfir því, fengum kisuna fyrir tæpu ári síðan frá Kattholti , keyptum hana út, örmerkta, hreinsaða og að ég hélt bólusetta. Kröfur sem Kattholt setur fyrir fósturforeldra. Fékk fyrir hana pláss á ,,hótel Kattholti" að því gefnu að hún yrði bólusett fyrir kattafári sem kostaði litlar 3.9oo kr. og síðan 800 kr. nóttin, takk fyrir. Kattarskömmin var aldrei bólusett!  Dýrt er hvert kattarlíf segi ég nú. Ekki er gistingin ódýrari fyrir hunda. Þetta er flott viðskiptatækifæri, skil ekkert í mér að fatta það ekki fyrr!

Endursendist út um all ,,kjördæmið" í dýrareddingum og sækja jólagjafir út um allt. Tók óratíma að rata og finna götur og hús. Náði í búð rétt fyrir lokun til að kaupa sinnep á steikina á aðfangadag og rándýra tösku í handfarangur. Ekkert annað opið en Eymundsson í Mjóddinni. Brjáluð traffík, Reykjavík greinilega orðin stórborg. Maður kemst ekkert nema á fetinu, svo brjáluð var traffíkin.

Í stuttu máli þá er þetta ekki hægt. Get ekki hugsað mér að vera á þessu höfuðborgarsvæði, brjóstsviðinn ætlar mig lifandi að drepa. Vil ekki sjá þetta. Má ég biðja um landsbyggðina, takk fyrir. Þau mál verða rækilega hugsuð næstu vikurnar.  Var nálægt því að fresta ferðinni í kvöld. Minnst af útréttingum dagsins voru vegna minna eigin mála. Þetta er rugl, eitt orð yfir það.

Í öllu falli verður ekkert um svefn þessa nóttina. Mun aldrei vakna í tæka tíð ef ég sofna núna. Mín jólakort berast seint eins og oft áður en nú enn seinna. Þau verða póstlögð í Debrecen. Ég náði ekki að kaupa frímerki né eina einustu jólagjöf fyrir lokun, hvað þá að setjast niður og borða. Náði þó ekki helmingnum af því sem ég ætlaði, hvað þá að kíkja í langþráða heimsókn

Ég segi stopp.  Ekki meira af svona. Lífið er meira virði en að sækja sér svona aðstæður. Verð örugglega meðvitundarlaus næstu dagana þegar komið er á leiðarenda. So be it! Búin að fá upp í kok eftir síðustu daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Gunna mín.  Hvernig gekk ferðin út?  Ertu ekki alveg búin á því?  Þetta var ekki eðlilegt álag á þér síðasta sólarhringinn fyrir brottför, skil ekki í fólki að koma ekki venjulegum pökkum í póst í stað þess að láta þig um að sækja pakkana um allar trissur.  Skil þetta með matarsendingarnar.  Það verður að setja mörkin einhvers staðar og skipuleggja hlutina betur.  Reyndu að hvíla þig sem allra mest og hugsaðu um sjálfa þig líka   Bið að heilsa krökkunum og gangi þeim sem best í prófunum  

sigrún sys (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband