17.12.2007 | 01:41
Dagsverki lokið
Þá er dagsverkinu lokið, borðið tæmt. Búin að koma gögnum frá mér, nýskriðin og allt í lukkunnar standi. Nú er eins gott að vakna í fyrramálið, síðasta lotan á önninni. Er nokkuð sátt við árangur dagsins sem og annarinnar. Ótrúlegt hvað frágangurinn er tímafrekur.
Næsta skref að klára allar útréttingar, finna vegabréfið og pakka niður í tösku. Náði hvorki að þiggja matarboð hjá Systu og Tóta, né heyra í krökkunum í kvöld. Varð að skila af mér í kvöld í síðasta lagi, enginn frestur í þeim efnum. Reyni að bæta það upp á morgun. Styttist í frí á öllum vígstöðvum, mun nota tíman vel úti til endurmats á mörgum þáttum og tengslum.
Það er þetta með systurnar; gleðina og sorgina eins og mér var réttilega bent á, þær haldast í hendur. Stndum ræður önnur meira ferðinni, það þekkja allir sem kynnst hafa sorginni og erfiðleikum. Engin ástæða til að örvænta, eðlileg viðbrögð á erfiðum tímum. En það er eins og með allt; sitt sýnist hverjum í þeim efnum.
Athugasemdir
Til hamingju með unnið dagsverk.Ungarnir þínir eru eflaust orðnir spenntir eftir að fá mömmu út. Ég vann á barnadeild í morgun, Droplaugarstöðum í kvöld. Aldur ca.0-100 ára. Allir leita að mömmu!!!!Ég man líka á vöknun í den að fullorðið fólk sem var að vakna upp af svæfingu spurði oft um mömmu og jafnvel dúsuna sína. Ljóst er að mamma fylgir okku allt lífið. Dætrum mínum finnst óhugsandi að´sá tími muni koma að þær haldi eigin jól þær ætla alltaf að vera hjá mér. Leyfðu krökkunum að dekra svolítið við þig úti. Fyrir jólin í fyrra kom Katan þín með greni og skreytti á Droplaugarstöðum sem mér fannst alveg frábært. Það var eina grenið sem kom á deildina!!!Nú er aftur komið kaffibrauð,bættur kvöldmatur. Eins og ég var búin að nefna áður. Ekki verða fleiri ráðnir sem tala ekki íslensku. Í dag var lambalæri,kartöflur og rabbarbarasulta. Engin sósa, ekkert grænmeti. Furðulegt í okkar augum en allir starfsmenn eldhússins eru pólskier á meðan kokkurinn er í fríi. Njóttu aðventu.
Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 02:18
Mér heyrist þú ekki vinna síður mikið, mín kæra Tvöföld vakt í dag! Ertu farin að finna fyrir Inpro eða Alhjúkrun eða ertu á tveim(fleiri) stöðum??
Léttir að heyra að búið sé að bæta fæðið á Dropanum, menn tóku sig til fyrir nokkrum árum og gerðu tímabundna bragabót en fljótt fór allt í sama farið. Minna mætti fara í yfirstjórnina á heimilinu, finnst mér.
Hver getur borðað íslenskt lambalæri án þess að hafa sósu? Urrr.... hef nákvæmlega ekkert á móti útlendingum en maður minn lifandi! Verða þeir ekki að aðlaga sig íslenskum matarvenjum, svona alla vega í starfi! Ég verð svo reið... hef miklar áhyggjur af okkar eldri skjólstæðingum.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 17.12.2007 kl. 23:27
Sæl. Vinn 30%á barnadeild, tímavinnu á Droplaugarstöðum, og er hjá Ethnic Care,þá allalega hjá Hrafnistu. Tek vinnuskorpur,er mjög sjalda að vinna tvöfalt. Ég treysti mér ekki til að lifa án yfirvinnu. Vinn helst álagsvaktir. Ég veit ekki alveg hvað ég vil þessa dagana. Ætla hvergi að festa mig alveg í bili er nefnilega að fara í mánaðarlangt ferðalag í janúarlok. Víetnam ferð með fjölskyldunni sem ég var aupair hjá 1979!!!!Ég er búin að eiga sérstaka bankabók fyrir þessa ferð í mörg ár. Þetta verður ævintýri lífsins. Hvað varðar Droplaugarstaði, þá held ég að botninum hafi verið náð. Íslendingarnir eru að flýja. Velferðasvið hefur fengið kvörtunarbréf og aðstandendafélagið er virkt. Góða feð til Debrecen, leyfðu þér að slappa af.Skilaðu góðri kveðju. Kær kveðja Hólmdís
Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 00:38
Ætlað auðvitað að segja Gleðileg Jól
Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.