,, Og Þyrnirós svaf................."

Jamm, nú er bara sofið, sofið út í það endalausa. Um leið og færi gefst er sofið. Eiginlega hundfúlt. Þarf trúlega að láta skoða blóð- og járnhaginn. Vil ekki kannast við skammdegisdrunga, hef ekki einu sinni tíma til að vera með þungar hugsanir.

Fer hins vegar allt of seint að sofa. Hvernig má annað vera þegar fyrri partur kvöldsins fer í lúr og kúr??  Það er greinilega þjóðþrifamál að komast í afslöppun til krakkanna. Ég held ég geti sagt það með góðri samvisku að fjarkennsla er erfiðasta kennsluformið sem hægt er að hugsa sér. Gríðaleg vinna við að setja upp power point, hanna verkefni og fara yfir þau aftur. Námið að mestu sjálfsnám hjá nemendum sem þýðir auðvitað það að verkefnin verða að vera í samræmi við það. Gagnvirk próf duga skammt að sumu leyti. Næsta önn verður rólegri býst ég við, færri áfangar og þar með minni vinna.  Ég verð þó að segja eins og er að mér finnst fullorðinsfræðsla í formi fjarkennslu gríðalega skemmtileg.

Hafði mig þrátt fyrir allt í verkefnayfirferð, er á síðasta spelinum og síðan eftir að fara yfir öll prófin. Ég er alltaf jafnundrandi á því hve tíminn líður hratt, hann bókstaflega flýgur áfram. Einungis vika í brottför hjá mér. Jibbí! Vona að ég nái að ljúka því sem ég þarf að gera á þeim tíma. Allt of mikið eftir. 

Veðrið setti sinn toll á nánasta umhverfi mitt, allt lauslegt fauk auðvitað og sumt skemmt. Mér var nær að vera ekki búin að koma garðhúsgögnum inn í hús. Vantar tilfinnanlega pláss og ekki síður krafta til að bera þau. Það hefst auðvitað einhvern veginn eins og alltaf.  Er hætt að gráta veraldlega hluti, þeir skipta í raun svo litlu. Það væri hins vegar spennandi að sjá hvernig tryggingarnar afgreiða slík mál, smáa letrið hlýtur að fyrra þær ábyrgð eins og endranær.

Vikan að verða hálfnuð og ég get varla beðið eftir því að helgin komi. Reikna þá með því að ljúka þeim verkefnum sem standa út af borðum og get þá farið að anda léttar. Katan fékk fullt stig húsa í sínu verklega prófi í morgun, Haffi ekki eins sáttur eftri erfitt próf en segist pottþétt vera búin að ná sem er aðalatriðið. Hann er sennilega sloppinn við lokaprófið en ekki með þá háu einkunn sem hann stefndi að.  

Fátt eitt að gerast í pólitíkinni, heilbrigðisráðherra segir grun um áform hans um einkavæðingu tilhæfulausa. Nú er bara að bíða og sjá til. Samfylkingarmaður vill fella niður gjaldtöku í Hvalfjarðargöng og er þar með á öðru máli en félagi hans; samgöngumálaráðherra. Auðvitað á að vera löngu búið að fella niður gjaldið, það átti aldrei að setja það á enda gríðaleg mismunun í því fólgið. Einungis Vestlendingar og Eyjamenn verða að greiða gjald til að komast á milli á sínum ,,þjóðvegi".  Þetta hefur hins vegar viðgengist. Mér er það hulin ráðgáta hvers vegna. Af hverju stöndum við ekki saman gegn þessu óréttlæti???

Leysi þetta mál ekki fremur en önnur, ætla að hundskast í ból og halda áfram mínum Þyrnirósarsvefni. Stefni að metárangri á morgun 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband