11.12.2007 | 00:49
Dagurinn hafðist
Langur dagur og strangur, tiltölulega nýkomin heim. Gaufaðist í gegnum daginn,föl og fá enda ekki búin að sofa lengi þegar ég þrufti fram úr. Prófagerð og óvænt verkefni settu strik í reikninginn. Ekki beinlínis spennó að ferðast um í þessu veðri. Svei mér ef ekki er allt að fjúka enn aðra ferðinna.
Þessi veðurofsi fer í mínar fínustu og virðist ég vera sú eina sem tjái mig um það. Svona ofsi í veðrinu hefur reyndar alltaf farið í mig, truflar einbeitinguna, svefninn og erfitt að keyra. Ekki bætir úr skák að maður er eins og úfin hæna í þessum veðurofsa. Annars eru tíkurnar sammála mér, hvorugar fást til að reka út trýnið. Vonandi verður ástandið eitthvað skárra á morgun.
Báðir krakkarnir í prófum á morgun og á fullu. Ónæmisfræði hjá Haffa og verkleg efnafræði hjá Kötunni. Mér skilst að prófessorarnir hafi verið duglegir að fella hópana í dag í síðarnefndu fræðunum. Þetta eru þó einungis hlutapróf þannig að það er ekki hundrað í hættunni þó ekki gangi allt upp sem skyldi .
Sjálf er ég búin að fá frest á mínum verkefnum, Guð sé lof. Dauðlangar að ljúka þessum námskeiðum enda heilluð af viðfangsefninu; opinberr stjórnsýslu og sveitarstjórnarmálum. Krankleika mínum sýndur skilningur sem mér finnst ómetanlegt og hvetur mig til dáða.
Í öllu falli lagði ég mig ekkert í dag sem þýðir að ég hlýt að sofa svefni hinna réttlátu í nótt. Upp í býtið, fæ vonandi blöðin í fyrramálið, kemst ekki í gang öðru vísi. Blaðberar brugðust mér illþyrmilega í morgun og einkenndist dagurinn náttúrlega af því. Ég er farin að vera eins og gamall, liðamótalaus tréhestur. Allt verður að vera í föstum skorðum og ekki má bregða út af vananum eins og sjá má. Fer að líkjast þeim sem ég hef gagnrýnt mest í gegnum tíðina
Verkefnum dagsins lokið, náði ekki að ljúka þeim öllum. Geri betur á morgun, næst er að koma sér í koju. "Rise and shine" kl.07 sem er stórmál fyrir B-manneskju. Vona að bíll, hús og aðrir munir verði heilir þegar risið verður úr rekkju, snælduvitlaust veður úti!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.