Einkavæðing

Vinstri grænir eru með vangaveltur um það hvort nýjustu sparnaðartillögur og fjársvelti til heilsugæslunnar sé liður í áformum ríkisstjórnar um einkavæðingu. Þarf einhver að efast um það? Sú vinna er þegar hafin, heilbrigðisráðherra hefur blásið til sóknar í þeim efnum og vinnufundir hafa farið fram vítt og breitt meðal stjórnenda. Þeir vinnufundir hafa farið fram ,,úti í sveit" á hinum ýmsum hótelum og hefur Örkin verið vinsæll áfangastaður í þeim efnum. Að sjálfsögðu eru þeir fundir fyrir luktum dyrum.Whistling

Einkavæðing innan heilbrigðisþjónustunnar hefur verið forgangsmál Sjálfstæðismanna í áraraðir og hefur Ásta Möller ekki legið á sínum áherslum í þeim efnum. Enda frumkvöðull á því sviði þegar hún stofnaði Liðsinni ehf á sínum tíma.  Er nú formaður heilbrigðisnefndar sem fer með stefnumótun í málaflokknum.  Öllum er ljóst hver skoðun Péturs Blöndals er, honum finnst eðlilegt að þeir sem eiga pening, borgi meira. Samfylkingamenn hafa löngum beint sjónum sínum í þessa áttina. Í mínum huga var það á kristaltæru við myndun síðustu ríkisstjórnar hver stefnan yrði og afleiðingar; einkavæðing yrði sú leið sem yrði valin. Hvað svo sem Jóhanna Sigurðardóttur finnst um þessa leið, þá verður hún að beygja sig undir vilja flokksins.

Þetta er nákvæmlega það sem þjóðin kaus yfir sig og hennar óskir. Hafi menn kvartað undan þjónustunni fram til þessa, þá mega menn von á því að kvartanir verði háværari. Heilbrigðisþjónustan verður etv. skilvirkari en hún verðr háð efnahag einstaklingsins hverju sinni. Láta menn sér detta það í hug að nýtt háskólasjúkrahús verði byggt af ríkinu??  Trúlega verður það byggt en það verða einkaaðilar sem standa að byggingunni, rekstrinum og forgangsröðuninni. Ríkið verður kaupandi af þjónustunni og þeir sem eru efnaðri, fá betri, skjótari og skilvirkari þjónustu. Verðskrá þjónustu sérfræðinga verðu gefin frjáls, TR greiðir einungis hluta af henni skv. viðmiðun sem er út úr kortinu og sjúklingurinn borgar mismuninn.  Hvernig er málum háttað með tannlæknaþjónustu eftir að skólatannlækningar o.þ.h voru lagðar niður? TR greiðir ekki nema brot af frjálsri álagningu tannlækna, efnaminni foreldrar ráða ekki við eitt eða neitt og tannheilsa barna í molum. Hvernig er málum háttað með þjónustu hjartasérfræðinga? Ef þú færð ekki tilvísun, verður þú að greiða þá þjónustu að fullu.

Týpískt fyrir þessa stjórnmálaflokka; að taka upp leiðir í heilbrigðiskerfinu sem hafa verið reyndar í öðrum löndum og verið handónýtar. Sjáum við ekki það sama í menntamálum?

Þetta kaus þjóðin yfir sig. Hvað gerir hún nú? Ég sé fyrir mér fjölgun ferða á vegum Heimsferða til  Austantjalds landanna þar sem heilbrigðisþjónustan er ódýrari. Nú, og þar sem sóttvarnareftirlitið er ekkert með einstaklingum til og frá EES löndunum, fjölgar berkaltilfellum og öðrum smitsjúkdómum í landinu. Mænustótt, barnaveiki, stífkrampi, heilahimnubólga, taugaveiki og Guð má vita hvað! Hvernig skyldi skráningu verða háttað? Í nýlegum tillögumum sparnað á að leggja sóttvarnareftirlit niður.

Heilbriðgisstarfsmenn hljóta að hugsa sinn gang í framhaldi af einkavæðingunni sem brýtur gjörsamlega í bága við heilbrigðislögin sem eiga að tryggja öllum jafnan aðgang að þjónustunni. Það verða margir feitir púkarnir uppi á fjósbitunum; framundan gúrkutíð í viðskiptum innan heilbrigðisgeirans. Það er annað hvort að taka þátt í því kapphlaupi eða leita á aðrar slóðir.

Nær hefði verið að minnka yfirbygginguna og fækka þeim ótal störfum sem hafa skapast í kringum hana.  Fagfólk innan heilbrigðisþjónustunnar ræður ekki ríkjum innan LSH, það eru viðskiptafræðingar, markaðsfræðingar, fjármálastjóra og hvað þetta heitir nú allt saman.  Væntanlega fara stjórnmálafræðingar að ráða ríkjum, fulltrúar í almannatengslum og ýmis gæludýr ríkjandi  stjórnmálamanna hverju sinni.

Það er greinilega blómleg tíð framundan í heilbrigðisgeiranum og viðskiptatækifærin mörg. Um að gera að stökkva um borð í lestina eða hvað.......

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband