7.12.2007 | 22:03
Eru menn ekki í lagi??
Hnaut um frétt um fyrirhugaðan sparnað heilsugæslum til að mæta hallarekstri. Eins og glöggt má sjá á tillögunum eru hönnuðir læknar!
Ekki á að skerða þjónustu við "veikt fólk" en skerða á heimahjúkrun um 20% og að skólaheilsugæsla á að leggja niður, skv. tillögum sem og miðstöð heilsuverndar barna, mæðravernd og miðstöð sóttvarna til að standa straum af rekstrarhallanum.Veit ekki betur en að þyggjendur heimahjúkrunar séu veikir skjólstæðingar. Henda á út öllu eftirliti með skólabörnun og forvarnastarfi. Hjúkrunarþætti heilsugæslunnar að miklu leyti hent út!
Ég segi nú eins og Ragnar Reykás: mmmmmmaður bbbaaara skilur ekki svona lagað! Slíka hugmyndasmiði á að leggja af eins og öðrum fánýtum hlutum. Ég held að menn séu ekki í lagi. Ætli launakostnaður vegna lækna slagi ekki upp í 50% af rekstrarkostnaði heilsugæslustöðva, ef ekki meira?
Það væri eftir öllu að þessar hugmyndir yrðu samþykktar umorðalaust. Hvar eru viðbrögð hjúkrunarfræðinga nú!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála þessu. kv.
Georg Eiður Arnarson, 7.12.2007 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.