Enn ekki hægt

Var að skríða fram úr sófanum. Enn og aftur svaf ég stóran hluta kvöldsins af mér. Lengsti dagur ever í dag sem ég hélt að myndi seint ætla að líða. Var ekki lítið fegin þegar ég faðmaði minn hjartans sófa. Ekki eins kát þegar ég vaknaði frekar en endranær. Ekkert verra en að vakna eftir svona langan lúr, krumpaður, verkjaður og fúll yfir að hafa misst af einhverju. Er auk þess nokkurn tíma að koma mér í gang.

Mér finnst ég vera orðin eins og farlama gamalmenni, nota hvert færi til að leggja mig þó mig langi ekki til þess og hafi nóg annað að gera. Hlýði skrokknum sem segir; must! Á auðvitað að vera þakklát fyrir það að hafa tækifæri til að leggja mig en vá! Á hverjum degi, takk fyrir! Ef ekki í hádeginu, þá strax a lokinni vinnu. Stundum hvorutveggja.  Bév.... maginn ekki orðinn góður, enn með þessa vondu verki sem fylgja. Orðin pínu þreytt á þessu ástandi en ætti að hoppa hæð mína yfir því að vita að þetta er ekki alvarlegt og umbera þessi óþægindi. Jafnvel þó þeim fylgi kviður á við 7 mán meðgöngu, lystarleysi og ógleði.  Ég færi alla vega ekki í Bláa Lónið núna.

Gekk býsna vel að keyra í morgun upp á Skaga á mínum slitnu heilsársdekkjum, það munar heldur betur um drifið. Var auðvitað lengur á leiðinni en allt hafðist þetta. Er annars orðin svo náttblind að það hálfa væri nóg. Enn önnur ellimerkin.

Var að lesa sterkan pistil frá Kristni bróður um Bætt kjör aldraðra og öryrkja og þar kemur ýmsilegt áhugavert fram. Ekki virðist núverandi ríkisstjórn vera höfundur á þessum hugmyndum að öllu leyti. Hvet alla til að lesa pistilinnn á heimasíðu hans:

http:/www.kristinn.is

Nú er ekkert annað að gera en að hrista af sér aumingjaskapinn og fara að heyra í mönnum. Orðin fréttaþyrst og langar að slá þessu kvöldi upp í kæruleysi. Leggja frá mér verkefni og yfirferðir og leggjast í símann! 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband