6.12.2007 | 23:39
Styttist í vikulok
Loks farið að síga á seinni hluta vinnuvikunnar, hlakka mikið til helgarinnar. Reyndar eitt heimapróf á sunnudag en það verður bara að koma í ljós hvernig það fer. Í öllu falli vakna ég kl. 07 og slekk á öllum símum kl. 08 og þar til prófi lýkur seinni partinn. Viðfangsefnið eru sveitarstjórnarmál.
Er enn að synda í stefnuleysinu í víðum skilningi þess orðs. Búin að finna heimildir er lúta að verkefnavinnunni frægu en ekki komist í að hefja þá vinnu að ráði, of mikið að gera á öðrum vettvangi. Er með hugan engu að síður við þessi mál, ekki síst ástandið í minni fyrrum heimabyggð. Er enn kjaftstopp og miður mín. Ég einfaldlega skil ekki hvernig opinber málaflokkur sem sveitarstjórnamál og stjórnun þeirra geta þróast eins og raun ber vitni. Hentugleikastjórnun, stefnuleysi og algjört ábyrgðarleysi meirihlutans. Þetta ástand er í raun grátlegt
Næstu 2 vikur verða áfram strembnar og verkefnaskil tæp. Er fegin að þurfa ekki að standa í jólastressinu hérna heima, gæti hvort eð er ekki byrjað á neinu að viti fyrr en eftir 18. des. og þá er ekki langur tími til stefnu. Við höfum þetta rólegt og nice þarna úti!
Allt gengur vel hjá krökkunum, Kata þarf ekki að taka eins mörg hlutapróf og flestir, búin að ávinna sér rétt til að sleppa sumum þeirra og stytta einnig lokaprófin. Haffinn heldur áfram að verma efstu sætin í sínum árgangi, fékk frábæra niðurstöðu í dag. Vantaði 0,1 til að ná hæstu, mögulegu einkunn. Honum fannst þetta náttúrlega fáranlega nálægt og því svekktur en vá, hann er að brillera drengurinn. Ekki það að einkunnir og próf eru ekki allt en gott ef hvorutveggja er í samræmi við vinnuframlag og væntingar. Katan kemur heim um leið og ég þann 5. janúar en Haffi verður lengur í prófunum þar sem þau standa lengur yfir.
Ætla rétt að vona að það snjói ekki meira í bráð þó mér finnst yndislegt að hafa snjóinn. Er ekki komin á naglana ennþá, á eftir að finna dekkjaverkstæði sem tekur að sér að geyma dekkin, hef ekkert pláss fyrir þau
Verð með próf í fyrramálið og gott ef ég er ekki með yfirsetu á sama tíma, svei mér þá! Það verður sjón að sjá mig hlaupa endanna á milli....Ekki veitir minni af hreyfingunni
Það verður hins vegar yndislega ljúft að komast í helgarfrí þó nóg verði að gera, maginn ennþá að stríða mér. Finn að einkennin aukast þegar álagið eykst. Allt helst þetta í hendur. Er ákveðin í að hægja á mér eftir áramót, hvernig sem ég fer að því. Mér leggst eitthvað til. Sé fyrir mér janúar mánuð í sæluvímu, krakkarnir heima, a.m.k. hluta mánaðarins og þá verður tekið á ýmsu sem setið hefur á hakanum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.