Stefnu þetta, stefnu hitt.......

Heldur meiri ,,dugnaður" í dag en í gær. Vaknaði kl.11 í morgun og hef ekkert lagt mig síðan, Jibbí! En ÚFF! mér finnst ég að niðurlotum komin, búin að sitja við eins og rjúpan við staurinn að finna lesefni um hinnar ýmsu kenningar framkvæmd stefnu. ,,Gúglað" og hvað eina en uppsker ekki árangur sem erfiðið. Legið yfir þeim skruddum sem ég hef haft og ekki búin að finna neinn bitastæðan útgangspunkt. Hef aldrei lent í þvíumlíku. Stífla af verstu gerð.

Er búin að vera að íhuga næstu skref og alltaf verður tilhugsunin um að fresta þessu námskeiði áleitnari. En á móti kemur einhver þrjóska að gefast ekki svo auðveldlega upp. Hundfúl staða. Helgin flogin og afraksturinn rýr í öllum skilningi þeirra orða.

Það fer hins vegar að verða umhugsunarefni hvert maður stefnir með áframhaldandi námi. Svo virðist sem menntun hafi lítið vægi þegar kemur að stöðuveitingum, a.m.k. hjá hinum opinbera. Þar gilda frumskógalögmálin, þ.e. að vera í réttum flokki og með réttu samböndin o.s.frv. Nú ef kennsla verður mitt aðalstarf áfram sem ég hef ekki tekið ákvörðun um, liggur fyrir að enginn kemur til með að kenna nema að hafa meistaranám að baki. En hvers konar meistaranám það ætti að vera, fylgir ekki sögunni. Skyldi mitt meistaranám duga???Það er í viðskiptastjórnun en ekki kennslufræðum. Hef einungis réttindanám í kennslu- og uppeldisfræðum að baki.

Hvernig skyldi menntamálaráðherra útfæra þessar auknu kröfur um menntun kennara? Skyldi liggja fyrir áætlun um  það hvernig og hvenær kennurum verður gefinn kostur á að sækja meistaranám? Slík umbylting á námi og kröfum krefst aðdraganda og undirbúnings. Háskólarnir verða að tryggja viðeigandi námsframboð, skólarnir verða að tryggja aðstöðu og námsleyfi o.s.frv. Hvernig skyldi þá ganga að manna stöðurnar á meðan?  Hef ekki séð frumvarpið en ætla rétt að vona að það sé útfært með þeim hætti að það sé framkvæmanlegt.  Einhver verður kostnaðurinn, trúi ég.Whistling

Ekki svo að skilja að ég sé mótfallin þeim hugmyndum að auka menntunarkröfurnar. Það þarf hins vegar að undirbúa slíkar breytingar, tryggja að kennarar ,,kaupi" þessa sýn og fylgi henni eftir með jákvæðu hugafari. Ætla má að verulegt launaskrið fylgi þessum breytingum og það er jákvætt að því leyti að það er löngu tímabært að kennarar verði launaðir í samræmi við störf sína og ábyrgð. Kennslustörf og hjúkrun er vanmetin störf í þeim skilningi, á því er enginn vafi.

Ég hef heyrt að nýútskrifaðir viðskiptafræðingar með 3 ára nám að baki séu töluvert hærra launaðir hjá bönkunum en t.d. hjúkrunarfræðingur með 4 ára háskólanám. Munar þar miklu er mér sagt. Þó ég njóti þess að vera með meistaranám að baki auk 25 ára starfsreynslu sem hjúkrunarfræðingur, er ég enn lægra launuð en þessir nýútskrifuðu viðskiptafræðingar. Hvað var ég eiginlega að hugsa á sínum tíma? Lét hugsjónina augljóslega ráða för, eitthvað sem er ,,fatalt" í nútíma þjóðfélagi.W00t

Búin að leggja frá mér opinbera stefnumótun í kvöld, sef á þessu í nótt og tek frekari ákvarðanir í framhaldi af því. Í öllu falli gengur þetta ekki svonaCrying

Allt í góðum gír í Debrecen, styttist í prófin með tilheyrandi álagi. Katan var að ganga frá miða fyrir múttu sína, þvílíkt verð á þessum tíma!  Flýg til Köben og þaðan til Búdapest þann 19. des. Ég hlakka ekkert lítið til. Kem heim í kringum 5. jan ef allt gengur upp og Katan kemur trúlega með mér. Haffi verður hins vegar lengur í prófunum sínum og kemur líklega ekki fyrr en um miðjan jan. Heilmiklar áætlanir og nóg að gera hjá þeim þegar heim er komið. Ungamömmunni leiðist það ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún Jóna...

Hef verið að fylgjast með blogginu þínu að undanförnu og finnst þú alveg snilldar penni....

Vildi senda þér baráttukveðjur........

kv

Sigga Sig

Sigga Sig (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 09:22

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Takk fyrir innlitið og kveðjuna

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 3.12.2007 kl. 17:21

3 identicon

Kæra Guðrún Jóna!

Ég fylgist reglulega með blogginu þínu, en hef ekki skrifað athugasemd fyrr. Vona að aðventan verði þér góð, sjálf er ég í ákveðinni krísu, stundum leið og döpur. Þú ert baráttukona og ég dáist að þinni reisn og ákveðni, finn oft til með þér...skynja hvað þú ert oft búin á því...

Bestu kveðjur, Guðbjörg

Guðbjörg Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband