Styttist í annan endan

Þá fer að líða að lokum annarinnar, einungis yfirferð á verkefnum, próf og yfirsetur eftir. Sýnist öll næsta vika fara í próf og yfirsetur. Er með smá hala sem ég á eftir en allt er þetta í réttum farvegi, ennþá.

Mér tókst að mæta á réttum tíma þennan síðasta kennsludag, eins gott! Ansi var ég framlág þegar ég hitti mitt fólk en það tók þessu með bros á vör.

Get ekki beðið eftir jólafríinu, er spennt að fara út og halda jólin þar með krökkunum. Mér skilst að þar sé jólatré að fá og hvaðeina. Vonandi verður  léttara yfir þessum jólum en í fyrra þegar veikindin krydduðu þau verulega. Man að ég kúgaðist yfir pottunum, allt í lagi að segja frá því núna.

Katan er mikið jólabarn en Haffi  rólegri í tíðinni, finnst allt of mikið stress í kringum hátíðarnar. Trúlega hefur það verið þannig á minningunni hjá honum, ég alltaf í vaktavinnu og á síðustu stundu með allt. Oftar en ekki vann ég jól og áramót og lítið um rólegheit og undirbúning á aðventunni. 

En til hvers að stressa sig?  Á þetta ekki að vera tími fjölskyldunnar þar sem gleðin ríkir?  Við munum alla vega reyna að hafa þetta huggulegt og eiga ánægjulega minningar. Áherslurnar hafa breyst og engin vaktavinna núna. Aldrei meir, reyndar!  Einhvern veginn er maður svo upptekin í því að reyna að skapa jákvæðar minningar. Hlakka ekkert lítið til að skreppa á torgið í Debrecen sem mér skilst að sé með eindæmum jólalegt.

Erfiðleikarnir halda áfram að banka upp á hjá minni litlu famelíu, sjaldan virðist jafnvægi ríkja í herbúðum. Aldrei lognmolla í kringum mig, verst að það skuli yfirfærast á krakkana. Líta verður til þess að þessi tími er og verður okkur erfiður, sárar minningar og söknuður ýfast upp. Einmitt þess vegna verðum við að vera saman.  Hef reyndar stundum svolitlar áhyggjur af því hvað við þrjú erum háð hvort öðru. Ef einum líður illa, eru hin tvo heltekin af sömu vanlíðan. Eitthvað sem við verðum að fara að vinna með enda öll sjálfstæðir einstaklingar. Hluti af þroskanum er einmitt að skapa ákveðið sjálfstæði og fjarlægð. 

Erfileikarnir eru til að sigrast á þeim, við höfum fengið slatta af þeim en erum vonandi sterkari fyrir vikið. Það er fúlt þegar þeir ,,poppa upp" trekk í trekk og oft spyr maður sig hvort þeir ætli engan enda að taka. Hins vegar er ekkert annað að gera en að taka því sem höndum ber og sigrast á blessuðum þúfunum og grjótinu hér og þar. Ekki yrði lífið skárra ef maður breiddi yfir haus og gerði ekkert. Uppgjöf er aldrei lausn. Maður hefur alltaf valkost þó stundum sé erfitt að koma auga á hann. Við megum heldur ekki gleyma því að sjálf höfum við mikil áhrif á eigið líf og líðan þó vissulega geti utanaðkomandi áhrif/öfl kúvent því.  W00t

Lauk endanlega ákveðnum kafla í dag er lýtur að Seljalandi, því máli endanlega lokið og hefur tekiið á.  Sá kafli verður ekki opnaður fyrr en ég skrifa mína bók sem ég er harðákveðin í að klára.Whistling

,,Rise and shine"  í fyrramálið og upp með hökuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Hvað varð um bimmilimm færsluna???? 

Hvað stoðar það að hafa áhyggjur...hlutrirnar hafa þann vana ð leysast...einhvern veginn.  það verður fínt í landi Ungverja með ungana sem bráðum verða að hænu og hana þér við hlið.  Ekki örgrannt um að ég hreinlega öfundi þig að vera fjarri íslensku jólastressi þessi jólin. 

Katrín, 29.11.2007 kl. 13:46

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Hmm, ég var að breyta bimma limm í bimmilimm, hún hefur dottið út. Kíki á það

Já, veistu nú eru það ungarnir sem eru farnir að kenna hænunni, það er á hreinu

Verð dauðfegin að losna við stressið, það er ekki af engu sem mér finnst langbest að vera á Gran Canary  á þessum árstíma.  Verð það næst

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 29.11.2007 kl. 20:22

3 identicon

Heil og sæl kæra Guðrún kíki hér inn af og til  að fá fréttir af þér. Þú ert ótrúleg og dugleg kona og dáist ég svo oft að þér fyrir dugnaðinn eftir allt sem á undan hefur gengið. Las ljóðið sem þú birtir og fannst það með eindæmum flott. Vildi oft óska þess að geta ort svona vísur en það gat hann móðurafi minn reyndar og ætla ég að senda þér eina af mínum uppáhalds vísunum hans

Hver sem ég er eða stend í stétt

hve stór eða smá er mín geta

hjálpi mér Guð til að hugsa rétt

heiminn að vega og meta

Hafðu það sem allra allra best vinkona og vonandi áttu frábær jól með krökkunum

Sigþóra Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 17:36

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Takk fyrir það Sgþóra mín, alltaf gaman að fá þig í ,,heimsókn"

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 1.12.2007 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband