Helgin að nálgast

Þá sé ég fyrir endan á vinnuvikunni, var að ljúka við að sinna eigin verkefnavinnu. Búin á því. Þarf að fara að japla á einhverju blómafrævlum til að fá meiri orku. Náði ekki að klára þann hluta sem stendur upp á mig í hópverkefni, verð að bíta á jaxlinn á morgun, ekkert sem heitir.

Heyrði í bróður í kvöld, þvílíkur léttir að heyra í honum. Hann auðvitað kominn á fullt og fram úr rúmi, frábært enda ekki smá skurður sem hann  fór í. Orðinn það hress að ég ætla að "bögga hann" smá á morgun með innliti. Verð þó að passa mig á að þreyta hann ekki of mikið.  Ekki það að hann er ekki þekktur fyrir að hlífa sér, blessaður. Hlakka mikið til að hitta hann.Heart

Stutt færsla í kvöld, er ekki að sofa nema 5-6 klst. á nóttunni. Það er ekki nóg, er hálfdottandi allan daginn og búið að líða eins og ég hafi verið á skrallinu langt fram á nótt. Hlakka ekki lítið til laugardagsins, þá get ég sofið úttttttttttttttttttttttCool  Vonandi fer veðrið að skána og þar með sálartetrið. Vantar drifkraftinn, kannski skilið hann eftir í háloftunum? Langar mikið til að athuga með ferð til Debrecen yfir jólin, ólíklegt að krakkarnir komist heim. Alla vega eitthvað til að hlakka til 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís tinna

Æji mér finnst þú  svo mikið dugleg alltaf ..- Jólin  þín verða í Debrecen,- veistu að mín tilfinning er sú að þú átt eftir að fylgja börnunum þínu fastar eftir en margan grunar. Ég er alltaf með smá glaðning sem að ég þarf að koma til þín- bara pínku onku -  en hvernig var það mín kæra- fórstu í dekur þarna úti ??? -eins og að Gillí var að hvetja þig til að gera ?

Þórdís tinna, 27.10.2007 kl. 00:35

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Æ, þú ert "bestust" og skilur meira en margur. Dekrið var algjört af hálfu Haffa og Kötu, ég mátti varla setjast niður nema að stóllinn eða sófinn væri settur undir mig. Spa bíður fram á vorið, veit að Gillí hafði rétt fyrir sig en það er smá pakki að finna dekrið og komast að.

Ég er sammála þér varðandi jólin, ég held þau verði í Debrecen. Það kom mér svo rosalega á óvart hvað krakkarnir virðast þurfa á manni að halda og ég þeim, þó uppkomin séu. Þarf að skoða þann möguleika vel, er með tvær tíkur sem mér er ekki heldur sama um. Er þó ekki viss um að þær geri greinamun á jólum og virkum dögum, nema þá helst hún Lafði Díana. Hundahótelið á Leirum virðist ekki fara illa með þær

Mig langar einfaldlega að segja við þig; knús og klemm! Við vitum báðar hvaðan það orðatiltæki kemur. Farðu vel með þig, mín kæra

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 27.10.2007 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband