Haustlægðir

Þvílík veðrátta, viku eftir viku. Stanslaust rok og rigning, stormur þess á milli. Ég þakka þó fyrir rigninguna, býð ekki í það ef um snjókomu væri að ræða. Orðin býsna þreytt á þessu tíðafari, finn verulega fyrir rokinu á minni daglegu keyrslu. Ekki frá því að sumir ökumenn séu hálf dottandi við stýrið þessa dagana eða uppteknir í GSm símanum sínum. Í öllu falli er umferðin afspyrnu þung og hæg, hvort heldur sé innan bæjar eða úti á þjóðvegi 1. Eiginlega  hundleiðinleg. Þarf hreinlega að passa mig að dotta ekki sjálf. Kosturinn við rokið er þó sá að ekki þarf að hafa áhyggjur af hárgreiðslunni, hún fýkur sjálfstætt út í vindinn.

Búið að laga gasið hjá krökkunum og farið að hlýna innan dyra. Nóttin var víst ansi strembin hjá þeim. Próf hjá Kötu í kvöld, var ekki nógu sátt að því loknu. Hefur gengið glymrandi vel fram að þessu. Haffi að fara í mikilvægt próf annað kvöld, skiptir miklu máli fyrir hann að ná góðum árangri m.t.t. lokaprófsins. Úff, hvað ég sakna þeirra og vildi að ég væri pínu nær; til að skipta mér afHeart

Komin í mitt gamla, góða far, föst í tölvunni til kl.23. í kvöld. Allt eins og vant er og á að vera. Tel niður klukkutímana þar til ég kemst í helgarfrí, þarf virkilega að fara að vinna upp verkefnin í eigin námi.  

Hef ekki haft tíma til að fylgjast með pólitíkinni sem skyldi, er að vinna að verkefni sem fjallar um pólitískar ráðningar innan mennta- og heilbrigðisráðuenytanna. Athyglisverð vinna þar og niðurstöður koma mér nákvæmlega ekkert á óvart. Ástandið verst innan sveitarstjórnarstigsins, sýnist mér. Það kemur heldur ekki á óvart. 

Önnin farin að styttast í annan endan en nóg af verkefnum framundan. Ástandið verður orðið rólegra um miðjan desember sem er eins gott, mér miðar hægt með bókina. Hefði helst viljað vera úti í Debrecen þegar fer að vora og sitja við skriftir. Það er allt í lagi að láta sig dreyma......W00t

Hugur minn hjá stóra bro, vona að allt gangi vel, það fer að verða óhætt að líta til hans þegar hann hressist. Hugsa mikið til Gíslínu og bið alla sem líta hér við að senda henni góða strauma. Er virkilega farin að sakna hennar á bloggheimum. Ef ég þekki hana rétt, rífur hún þessa uppákomu úr sér á mettíma.

Fékk óvænta og frábæra gjöf frá samstarfsfólki mínu í dag. Þetta líka æðislega hálmen frá Dýrfinnu Torfa. Er ekki lítið ánægð og hrærð. Ég vissi hreinlega ekki hvernig ég átti að vera, sungið fyrir mig og ég veit ekki hvað. Það fyrst sem ég hugsaði þegar ég var kölluð til; Guð minn góður og ég er ekki búin að koma með meðlæti með kaffinu eins og tíðkast þegar starfsmenn skólans eiga afmæli! Ætlaði að gera það um daginn en komst þann dag ekki í vinnu. Svakalega skammaðist ég mín, þetta minnti mig enn og aftur að maður á ekki að fresta til morguns það sem hægt er að gera í dag. Mun svo sannarlega bæta mig í þessum efnum sem öðrum.Wink

Nú er það koddinn, upp kl. 06 í fyrramálið og akstur í rokinu.  Gott að hafa nóg að gera og minni tíma til að hugsa. Held áfram að leita af sjálfri mér, sú leit gengur hægt en er ekki sagt að góðir hlutir gerist hægt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var bara að athuga hvað væri að frétta af frændfólki mínu og kvitta fyrir. Gaman að heyra af þeim systkinum þarna úti saman.

kveðja-

Speni í Osló

Sveinn (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 21:20

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Þú ert náttúrlega æðislegur, nú sem fyrr.

Frábært að heyra frá þér. Mikið búin að hugsa til ykkar. Vonandi gengur allt vel hjá ykkur. Hvenær er stefnt á frí heim á Fróni? Vil endilega fara að huga að afmælisteit, ekki síst þegar pabbi þinn fer að hressast. SKilaðu góðri kveðju til mæðgnanna

P.s Mig vantar hönnun!!! 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.10.2007 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband