Í kulda og trekki

Ég er eins og vængbrotinn fugl í gær og dag, að farast af áhyggjum af ungunum mínum. Ekkert gas í íbúðinni hjá þeim sem þýðir skítakuldi. Ekkert hægt að gera í málum fyrr en í fyrsta lagi á morgun þar sem einhver allsherjafrídagur er hjá Ungverjunum. Ekki það að krakkarnir kvarta ekki en ég veit að þau hírast í kulda og trekki þessa tvo daga, hitastigið er lágt þessa dagana, það upplifði ég sjálf. Ég vona bara að þau ofkælist ekki, úff hvað er erfitt að geta ekkert gert. Einhver bilun í kerfinu er þeim sagt. Crying Ég ætla rétt að vona að ástandið verði betra á morgun.

Er svona að ná mér niður eftir ferðalagið. Auðvitað kemur rót á mann og allar tilfinningar út og suður. Hefði viljað vera miklu lengur en fegin að hafa fengið þetta tækifæri samt. Það er mest um vert.

Er óðum að ná í skottið á sjálfri mér, hafði greinilega gott af þessari pásu enda skotgengið með vinnu í dag.  Þetta er allt að koma og ég sé fram á eðlilegt ástand og álag eftir nokkra daga, hef greinilega náð að hlaða batteríin í Debrecen. Þó ferðalagið sem slíkt hafi tekið á, var það fyllilega þess virði í orðsins fyllstu merkinguSmile

Tíkurnar komnar til síns heima og svei mér ef þær hafa ekki haft gott af dvölinni á hundahótelinu en hvorugar víkja frá mér. Díana eins og prinsessa, orðin líkari því sem hún var, blíð og róleg. Við höfum allar haft gott af þessar pásu frá hvor annarri. Svei mér ef þær hafi ekki báðar lagt af sem ekki var vanþörf á, sérstaklega hjá þeirri yngri.

Hugsa sterkt til bloggvinkinu minnar hennar Gíslínu, bið alla sem ramba hingað á síðuna mína að hugsa vel til hennar. Þvílíkur baráttujaxl, það vantar ekki en mér finnst nóg lagt á hana og bið "þann uppi" að gera hlé á þessum uppákomum. Hún urrar sig í gegnum þessa erfiðu reynslu með blóðtappan í lunganu, trúi ég enda veit ég að hún afsannar ýmsar kenningar. Það hefur hún reyndar þegar gert. Ég get ekki annað en dáðst af henni. Þvílík hetja, sú kona. Sendi henni sem og bróður og "litlu" systur baráttu- og batakveðjur. Veit að þar fer all vel.

Næstu skref eru að ná utan um vinnuna og öll verkefnin og halda áfram leitinni af sjálfri mér. Hún hlýtur að bera árangur, fyrr eða síðar. Mér liggur svo sem ekkert á eða hvað?Undecided


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Velkomin heim.  Er sjálf komin heim og allt á rólegu nótunum ennþá.  Ótrúlegt hvað ,,grjóthrun" virðist ætla að fylgja mér

Kv.

Litla sys 

Katrín, 24.10.2007 kl. 19:49

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það eru orð að sönnu, grjóthrun virðist ætla að loða við þig í víðum skilningi þess orðs. Nú er ekkert annað að gera en að fara vel með sig, drekka 2,5 l af vökva á dag, trönuberjasaft þ.á.m. og vera dugleg að hreyfa sig. Þú mátt til með að losa þig við þessi grjót, nóg af öðru er nú samt. Umfram allt, píndu þig ekki út í það endalausa, mín kæra.

Farðu vel með þig

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 24.10.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband