23.10.2007 | 00:28
Heim
Komin heim frá Debrecen og Budapest. Þvílíkt flug með ónefndri ferðaskrifstofu. Ég er viss um að súrefnismettun hjá mér náði ekki yfir 60 á leiðinni. Stútfull vél, 200-300 manns? Illa lyktandi af alls kyns ódaun, ekki síst fúlri, gamalli áfengislykt enda engin loftræsting á leiðinni og til að bæta gráu ofan á svart; flugið lengdist. Hjálpi mér hvað mér var þungt á leiðinni. Þvílíkur fnykur! Þetta var eiginlega svakalegt
Grár hversdagsleikinn tók við, rigning og rok hér á Fróni og það allra lengsta aðflug sem ég man eftir. Það reyndar snjóaði uppi þó það ringdi niðri. Fékk þó ótrúlega hlýjar móttökur frá stóru systur sem mætti á völlinn til að hitta þá minni. Takk fyrir það sys. Góðar fréttir frá bróður, aðgerð gekk vel og allt lítur vel út. Hvernig má annað vera þegar hann á í hlut? Harðari en ands.... af sér og sá jákvæðasti sem til er. Ég veit að þetta fer allt vel og mun virða hans óskir sem og hans aðstandenda í hvítvetna.
Nóg búið að gerast síðustu daga, litla systir búin að vera veik en að koma til og gott að vita að hún er í góðum höndum. Ekkert annað að gera en að fara vel með sig.
Þessi ferð búin að vera frábær, Debrecen höfðar til mín en Búdapest ekki. Kannski vegna árstíðarinnnar, ég veit ekki? Fannst ég vera heima með krökkunum í Debrecen en "fílaði" ekki beint Budapest. Eftir sturtu í kvöld var vatnið kolbrúnt! Þarf að koma þangað að vori áður en ég dæmi endanlega. Aumingja krakkarnir komu heim í dag frá borginni og gasið´"úti" í íbúðinni, enginn hiti. Frídagar í dag og á morgun í landinu. Eins og Haffi sagði: ekkert að gera en að taka þessu, þetta er Ungverjaland! Margir tala um hægaganginn á Spáni og víðar en maður minn; það tekur hálfan dag að fá kaffibolla í Ungverjalndi, ef sá gállinn er á mönnum þar. Í öllu falli skítakuldi í íbúðinni enda frost á næturnar. Kata búin að kveikja á ótal kertum til að halda að sér hita, einhver rafmagnsblástursofn er til staðar sem strákarnir eftirlétu henni enda algjörar hetjur! Vonandi verða þau ekki veik vegna ofkælingar þarna úti, skólinn tekur nefnilega veikindi ekki gild. Ef þú ert veikur, þá ert þú fallinn! Miss u gues og takk fyrir mig
Kannski einhverju nær með vegleysu mína á krossgötunum, í öllu falli er fátt sem heldur í mig hér. Í raun nákvæmlega ekkert, hvort sem mér líkar það betur eður ei. Ce la vie og ekkert annað að gera en að vinna út frá því.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.