Debrecen

Ótrúlegt en satt; það hafðist að komast alla leið til Debrecen.Að sjálfsögðu gekk það ekki snuðrulaust fyrir sig að komast alla leið en það hafðistWink

Eitt og annað koma upp á , áður en þeim árangri var náð. Lagðist í flensu 4 dögum fyrir brottför og leit ekki út fyrir bót á henni til að byrja með en náði að væa út Doxytab í tæka tíð, áður en ástandið varð alvarlegra. Mikið gekk á, nóg að gera og tíminn naumur. Í miðju álagstímabilinu ot stuttu fyrir áætlaða brottför tókst mér að dæla bensíni á dieselbílinn minn en sem betur fer ekki nema um 35 lítrum enda dælan afspyrnu leiðinleg, að mér fannst og kalt úti. Við tók þvílíkt vesen og bið var hægt að mjatla þessu bensíni úr tanknum, að neðanverðu um örmjótt gat og bjarga vélinni. 20 þús krónur fóru í þessa fljótfærni mína auk tapaðs tíma. Smámál hins vegar á miðað við það að eyðileggja vélina

Síðustu klukkutímarnir fyrir brottför voru að sama skapi skrautlegir, þurfti að mettíma að koma hundunum á hundahótel, sækja nýja miða þar sem mér voru sendir rangir miðar, leysa út lyf fyrir Katrínu, redda varahlutum sem áttu að fara vestur og ég veit ekki hvað og hvað. Ætlaði aldrei að komast að heiman; var með svo þungan farangur að ég bifaði honum ekki út úr húsi! Var með 40 kg.!!   Náði að rugga töskunni út fyrir dyr, ýta henni að bílnum en kom henni ekki með nokkrum móti upp í bílinn, engan veginn nógur sterk til að lofta henni. Þurfti að létta vel á henni áður en mér tókst að koma henni fyrir í bílnum; hafðist að setja hana í framsætið, farþega megin og þar sat hún föst, ofan á gírstönginni.  Þannig keyrði ég bílinn til Keflavíkur.

Á meðan útréttingum stóð bakkaði ég á girðingu, bíllinn og girðingin slapp, ég og tíkurnar í sjokki. Það var því ein fegin sem settist upp í vélina á leið til Búdapest. Nú skyldi sofið og slappað af, ég vel staðsett í vélinni í 10. sætaröð. Var reyndar fljót að sofna út frá krossgátunni sem ég hafði meðferðis, ekkert smáljúft. Sú sæla stóð ekki lengi yfir, hvernig mátti það vera ef litið var á samsetningu farþega? Langflestir á leið til Búdapest í árshátíðarferð og því bróðurparturinn bókstaflega "á felgunni"Sideways Auðvitað er fólk ekki að leggja sig í slíkri ferð, hvers konar bjáni er ég að láta mér detta slíkt í hug?

Flugið gekk samt ágætlega, finn reyndar töluvert fyrir loftrþrýstingsmuninum á meðan flugi stendur, verð þung og ómótt en þetta gekk ágætlega. Að flugi loknu tók við 3klst. akstur til Debrecen í kolniða myrkri þannig á ég sá ekkert til. Það var hins vegar ein sem sofnaði eins og grjót um kl.02 að nóttu og rumskaði ekki fyrr en kl.13. 00 í dag. Svaf betur hér en nokkurn tíman heima hjá mér.

Búið að vera frábær dagur þó hann byrjaði seint. Yndisleg íbúð sem krakkarnir hafa ásamt vini sínum honum Kára sem tekur þeirr gömlu einstaklega vel. Fékk að skoða háskólann í dag; er ansi hrædd um að H.Í fölni í samanburðinum, ekki síst m.t.t aðstöðu til kennslu og fyrirlestarhalds. Ég fylltist lotningu þegar ég kom inn í þessar virðulegu og flottu byggingar.

 Debrecen fremur litlaus bær, sá reyndar ekki nema lítinn hluta af honum í dag enda hellirigning, framan af. Ansi kalt í kvöld, trúlega við frostmark. Á morgun verður stefnan sett á Búdapest en þar ætlum við að dvelja fram á mánudag. Bíð spennt eftir því að skoða borgina og kíkja í verslanir. Ákveðin í að koma aftur í vor, vil reyndar helst flytja hingað alveg á meðan krakkarnir eru í náminu en hér er ekki vinnu að hafa og þó svo væri eru launin stjarnfræðilega lág. Læknar hafa sem nemur 120.000 kr. á mánuði, útilokað að láta sig dreyma í þeim efnum!

Nýt þess að vera í fríi, finnst svolítið skrítið að vera ekki á kafi í verkefnavinnu o.þ.h. en ætla að vera í fríi frá þeim málum fram á mánudag, verð að hlaða batteríin. Ótrúlega skrítið að vera gestur hjá börnum sínum, hér er ég eins og prinsessan á bauninni, gæti alveg hugsað mér að vera lengurHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Vá það hefur gengið á ýmsu hjá þér.  Kannski vantar fararstjóra í Búdapest, þá værir þú þar í vinnu og á íslenskum launum. Kannski þú ættir bara líka að skella þér í háskólanám þarna úti og búa með krökkunum.

Vona að þú skemmtir þér konunglega og njótir daganna með krökkunum þínum og komir tvíefld til baka.

Gíslína Erlendsdóttir, 20.10.2007 kl. 00:21

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Já Gíslína, þetta er svona "typical" gangur mála hjá mér. Er viss um að Spaugstofumenn gætu gert sér mat ú því að taka fyrir einn dag hjá minni Oft pirrandi en í seinni tíð reyni ég sjá spaugilegu hliðarnar.

Þetta er búið að vera yndislegt, ég geri lítið annað en að hvíla mig og láta dekra við mig, förum til Búdapest einhvern tíman í dag með lest.

Ég mun hugsa til þín, veit að þú ert búin að koma þangað. Láttu mig endilega vita ef ég get hjálpað þér í jólagjafaundirbúningnum. Hef bara gaman af því. Netfangið er gudrun@fva.is, ekki hika við að hafa samband, mín kæra. Vona að þessi dagur verði betri verkjalega séð.

P.S. mér líst vel á hugmyndir þínar, kannski önnur þeirra komi til álita, jafnvel báðar

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 20.10.2007 kl. 08:32

3 Smámynd: Þórdís tinna

Njóttu þín úti- alveg endalaust

Þórdís tinna, 21.10.2007 kl. 00:56

4 identicon

Kærar kveðjur til ykkar frá kóngsins Kaupmannahöfn.  Njóttu gamla menningarandrúmsloftsins í Búdapest.  Heyrumst fljótlega, endurnærðar

Sigrún sys (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 10:25

5 identicon

Elsku kellingin mín  þetta hefur verið strembið en í aðra röndina get ég ekki annað en brosað  Þú ert þvílíkur hrakfallabálkur að þú slærð mér út og er þá mikið sagt   Jæja Guðrún mín hafðu það sem allra allra best og láttu stjana við þig það er voða notarlegt þ.e. ef maður leifir það

Slappaðu nú vel af

kv Sigþóra ex.nemandi

Sigþóra Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband