16.10.2007 | 00:06
Rétt úr kútnum
Er að koma til eftir nokkra dýfu sem kom óvænt og mér gjörsamlega í opna skjöldu. Ég sem hélt að ég væri heldur betur að vinna mig út úr sorginni og því ferli öllu. Svo allt í einu; bang! Ég gat ekkert gert.
Trúlega hefur álag síðustu vikna verið ástæðan, ég komin út á ystu nöf, líkamlega. Þrekið gjörsamlega búið og þá finn ég til vanmáttar míns. Það versta sem fyrir mig kemur er þegar ég næ ekki að klára mitt á réttum tíma! Ekki það að óheillastjarnan stríddi mér óþarflega með tölvuhruninu, ekkert smá mál að búa til allt kennsluefni á ný, yfirfara aftur þau verkefni sem ég var búin með og það á gamla jálkinum sem líkja má við 33 snúninga grammófónsplötu. Allt tekur óratíma en tími er það sem ég hef ekki haft nóg af. Svo einfalt er það.
Ég hef einmitt verið spurð að því að undanförnu hvort ég þurfi að vinna svona mikið og því er til að svara að ég þarf þess. Það er ekkert lítið mál að vinna sig út úr margra mánaða tekjutapi, ekki síst þegar fyrirvinnan er oðrin ein. Það er dýrt að skulda, vextir og innheimtukostnaður er stjarnfræðilega háir og það tekur langan tíma að vinna sig út úr slíkum aðstæðum. Enginn afsláttur er gefinn og ekkert gefið eftir. Þannig er það einfaldlega og ég get lítið gert annað en að mæta þeim erfiðleikum. Ég er hins vegar heppnari en margur annar í minni stöðu, ég er orðin vinnufær!
Ég er orðin þreytt á því að skríða með veggjum vegna skulda og vanskila, ég legg því allt í sölurnar til að komast út úr því ástandi. Einungis þeir sem slíkt þekkja, skilja hvernig þessi líðan er, hún er að mörgu leyti mun verri en veikindin sjálf. Slíkt ástand brýtur niður allt sjálfstraust og sjálfsvirðingu Bjargráðin eru fá; afla meiri tekna og skera niður eyðslu, svo einfalt er það. Kerfið kemur ekki til aðstoðar í slíkum málum, einstaklingurinn ber þennan bagga einn. Annað hvort tekst honum að vinna sig út úr málum eða missir allt sitt.
Til að bæta gráu ofan á svart má helst ekki ræða þessi mál, maður verður að bera harm sinn og áhyggjur í hljóði. Bíta á jaxlinn, skammast sín fyrir stöðuna enda miklir fordómar gagnvart "skuldurum" , óháð ástæðu fyrir því óskemmtilega hlutverki. En á sama tíma á hinn sami vera duglegur. Ætli margir sem hafa veikst og verið kippt út úr atvinnulífinu, skilji ekki þessa líðan? Ég hef trú á því.
Í öllu falli er mín að rétta úr kútnum, mér sýnast helgarnar verstar þegar kemur að andlegri líðan þó þær séu svo sannarlega kærkomnar eftir vikuna. Þá er bara að taka á því. Álagið fer að minnka eftir miðja þessa viku og ástandið að komast í viðunandi horf. Þetta er allt að koma
Bið alla sem heimsækja þessa síðu að líta við á síðum Gíslínu og Þórdísar Tinnu en linkar inn á þær eru hér á forsíðunni. Báðum veitir ekki af hlýjum hugsunum og baráttukveðjum. Einstakar perlur, báðar tvær
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Sorgin | Breytt s.d. kl. 00:10 | Facebook
Athugasemdir
Elsku Gunna mín. Þetta er erfiður tími og það þarf sterk bein í aðstæður eins og þínar og Gíslínu og Þórdísar Tinnu. Ég sendi ykkur öllum styrk og góðar bænir. Þið eruð einstakar.
Sigrún sys (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 00:21
Já það er nokkuð ljóst að í sporin ykkar fara fáir. Kjarkurinn og æðruleysið skín í gegnum allt.
Ég held að ég sé að kvitta hjá þér í fyrsta sinn, fyrirgefðu það. Ég hef hinsvegar oft lesið hjá þér.
Baráttukveðja til þín
Ragnheiður , 16.10.2007 kl. 00:44
Takk báðar tvær, bæði fyrir hlý orð og að kvitta
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 17.10.2007 kl. 00:46
Guðrun þu manst nu sennilega ekki eftir mer við unnum saman a HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA EG VAR A Röntgen.BIÐ FYRIR ÞER ÞU ERT HETJA.Sofðu vel kveðja Helga
Helga valdimarsdottir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 01:32
Sæl Guðrún mín og takk fyrir endalaus hlý orð í minn garð, þú hefur ekki bara mikið baráttuþrek heldur líka sterka samkennd og þess njótum við öll sem lesum þín skrif. Svo er ég sammála með fordóma í garð skuldara, vinkona mín er í stöðu skuldara og það er eins með þá eins og þunglyndi....reyndu bara að rífa þig upp úr þessu.....sem auðvitað allir eru alltaf að reyna að gera, hver á sinn hátt. Ástæðurnar fyrir ástandinu geta verið svo endalaust margar og því fáránegt að dæma fólk án upplýsinga.
Vona að þú eigir góðan dag mín kæra, fallegur er hann séð út um gluggan í Bakkagerðinu.
Gíslína Erlendsdóttir, 17.10.2007 kl. 09:33
Sæl, langaði bara að óska þér góðrar ferðar út. Reyndu nú að láta "krakkana" dekra við mömmu "gömlu".. kveðja Mary
Mary (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 11:29
Takk elsku Gillí, þú ert engum lík. Dagurinn fallegur en gluggaveður, orðið býsna kalt enda komið fram á haust og ekki hægt að kvartaDagurinn varð einstakur, segi þá sögu seinna
Helga mín, auðvitað man ég eftir þér, skárra væri það nú! Takk fyrir innlitið og það sama segi ég við þig Mary, Frábært að heyra frá þér. Reyni að tukta bróður þinn þegar ég kem út
Bkv. Guðrún Jóna
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 17.10.2007 kl. 18:36
Ert þú ekki um það bil að fara til Búdapest mín kæra. Vildi bara segja góða ferð og skemmtu þér sem aldrei fyrr. Núna er tækifærið til að lifa lífinu áhyggjulaus í nokkra daga, ég skil a.m.k. alltaf áhyggjur og leiðindi eftir heima þegar ég fer út.
Gíslína Erlendsdóttir, 18.10.2007 kl. 10:51
Jújú.. Nú er mamman í vélinni með fullt af aukakólóum handa okkur krökkunum.. :D
JEIJ. . . .
Hlakka ekki smá til að fá kjelluna:D
Ég passa að hún slappi aðeins af .. (og versla)
Kata (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 14:36
Já Kata passaðu vel að hún njóti hverrar mínútu, mér virðist henni ekki veita af.
Gíslína Erlendsdóttir, 18.10.2007 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.