Allt á afturfótunum!

Var flott á því í morgun! Píndi mig fram úr fyrir allar aldir, tók mig reyndar 30 mín að koma mér fram úr. Marg reyndi að plata vekjaraklukkuna og þar með sjálfan mig en það var skammgóður vermir. Á fætur varð ég að fara fyrir rest. Var eins og brussa frá því ég steig fram úr, velti glasi um, rak mjöðmina utan í eldhússtólinn og þegar ég fór niður stigan að sækja blöðin, rann ég beint á rassinn! Nákvæmlega eins og krakki í rennubraut nema að tröppurnar voru harðari en ein slík. 

Lét mig hafa það að bölva í hljóði, ég skyldi ná í blöðin. Þarf heilan klukkutíma til að komast í gang og því dagblöðin algjört "must". Var heldur betur búin að koma mér vel fyrir við eldhúsborðið, með allt til alls og byrjaði á Mogganum. En viti menn, hellti fullu kókglasi yfir blaðið og þar fór það. Já, ég fæ mér nefnilega Diet coce á morgnana, hrikalegt eftir að hætt var að framleiða Tabið. Crying

Í öllu falli var Mogganum ekki viðbjargandi þannig að ég var fljót að renna yfir Fréttablaðið og 24 eða hvað það nú heitir þessa dagana. Ég var því tilbúin býsna snemma sem var bara fínt, tíkurnar fengu extra langan tíma úti í staðinn. Var nokkuð ánægð með sjálfa mig þegar ég stóð úti á tröppum og andaði að mér fersku loftinu, skellti í lás og meira segja togaði vel í húninn þar sem hurðinn læsist ekki alltaf. Um leið og ég gerði það vissi ég að ég var búin að læsa mig úti! Hús- og bíllyklar inni í forstofunni, engir aukalyklar tiltækir. Týpískt ég!  

Það vildi svo heppilega til að ég vissi um neyðarþjónustu lásasmiða og var fljót að hringja í hana og prísaði mig sæla yfir því að hafa munað eftir gemsanum. Það var ekki málið að redda minni, viðkomandi á vakt væntanlegur eftir 15 mín. Þetta var allt í lagi, smá bið og ég hamaðist við að anda að mér þessu líka yndislega lofti sem var reyndar blandað bensíni og olíu í morguntraffíkinni. Biðin reyndist lengri  en uppgefnar 15 mín, enda um mig að ræða. Fékk lásasmiðinn eftir rúman klukkutíma, ég hafði lent í vaktaskiptum í fyrirtækinu! Hann var innan við 2 mín að brjótast inn til mín. og 2 mín að renna kortinu mínu í gegn fyrir 5.000 kr.  Til að gera langa sögu stutta má segja að þessi byrjun á deginum hafi einungis verið forsmekkur restinni. Sit nú marin og blá með eymsli hér og þar í skrokknum, föl og fá, nýbúin að  þurrka upp heila þvottvél af vatni, sigtið gaf sig. Er hætt öllum framkvæmdum í kvöldW00t  

Náði mér reyndar aðeins á strik við fréttir dagsins, þá gat ég hlaupið og verið komin fyrir framan imbakassan til að fylgjast með beinni útsendingu um hinn nýja meirihluta. Er með blendnar tilfinningar gagnvart þessum breytingum, fannst Villi vera búinn að missa allan trúverðugleika og svakalegt að vita til þess hvað væri búið að vera að gerast innan OR síðustu mánuði og trúlega síðustu ár. Ég hef ekki á móti útrás, þvert á móti en spilling er mér á móti skapi.  Björn Ingi gerði trúlega það eina sem hægt var að gera í stöðunni ,hvað hann sjálfan og Framsóknarflokkinn varðar og sýndi þarna kjark. Það þarf býsna mikið af honum til að slíta meirihlutasamstarfi. Mér hugnast ekki nýji borgarstjórinn, finnst hann allt of hrokafullur og ég get ekki skilið hvernig Margrét Sverris getur haft samvisku til að sitja í borgarstjórn fyrir flokk sem hún  er búin að yfirgefa. En það virðist allt vera leyfilegt í pólitíkinni. Meira um það síðar.

Þessi vika eiginlega búin að vera með versta móti í langan tíma, rétt klára vinnuna og varla það. Verkirnir meiri en áður og úthaldið slakt.  Læt þetta pirra mig, hef nóg að gera og það sem meira er, ég hef gaman af því sem ég er að gera þó ég vildi getað minnkað vinnuna aðeins. Er þó ekki eins slæm af verkjum og ég var þegar ég byrjaði að vinna í sumar, þá bókstaflega grét ég fyrstu vikurnar af verkjum eftir hvern vinnudag.

Bíð spennt eftir helginni, þarf að vinna mikið upp en get sofið út og það er mitt uppáhald. Þarf reyndar að taka á ýmsum málum sem eru svo sem ekkert spennandi en er lífið ekki einmitt þannig að við verðum að gera ýmislegt sem miður þykir? Líðanin er ekkert of góð og margt sem stuðlar að því. Einhvern tíman hlýtur að rofa til, hef sjaldan verið jafn nærri uppjgöf og núna.  Mannskepnan er grimmShocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eheh.. þessi blessaða þvottavél.. það kom að því..

anda inn, anda út.. bara 6 dagar í eintóma sælu:)

Kata dóttir (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 13:40

2 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Elsku Guðrún Jóna, maður má þakka fyrir að fá svona daga því það er kannski skárra heldur en að þetta dreifist á einn og einn dag. Núna er slæmi dagurinn búinn og bara góðir dagar framundan.

Af því við erum stundum að tala um verkjastillingu, færð þú ekki svoleiðis?

Vona að helgin verði og hafi að öðru leyti verið góð.  Smælaðu framan í heiminn og þá mun heimurinn smæla framan í þig......

Gíslína Erlendsdóttir, 13.10.2007 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband