Væll

Enn meiri lumbra og verkir í dag en í gær. Ógleði og önnur vanlíðan búin að gera vart við sig. Trúlega enn önnur pestarskömmin. Verkirnir minna vel á sig. Gleymdi verkjalyfjum í morgun og hélt ég ætlaði aldrei að komast heim, gat ekki staðið eða setið eftir vinnu. Tók óratíma að ná fram verkjastillingu. Ekki það að ég sé að bryðja sterk verkjalyf en þarf engu að síður enn að japla á þeim til að komast í gegnum daginn.

Enn annar dagurinn liðinn án þess að ég hafi náð mínum markmiðum. Tafirnar vegna tölvunnar enn að pirra mig, sé ekki fram á að geta náð í skottið á mér fyrr en um helgina. En það skal hafast, ekkert me he með það.

"Á ekkert líf", eins og krakkarnir orða það. Lífið snýst eingöngu um vinnuna þessa dagana og vikurnar.Hef skriðið upp í sófa síðustu 2 dagana að lokinni vinnu og veit að ég verð að hugsa málin upp á nýtt og endurmeta fyrri ákvarðanir. Ekki það að ég hafi mikið val, geri það sem ég þarf að gera. Það tekur óratíma að vinna sig út úr afleiðingum veikindanna og makamissirs, ef það tekst þá nokkurn tíman. Mér finnst ég stundum alveg vera að gefast upp.Crying

Er reyndar dálítið svartsýn þessa dagana.  Fékk svo tölvupóst frá einni ótrúlegri manneskju sem er bæði með fæturnar niðri á jörðinni og skilur bæði mig og það ferli sem ég hef gengið í gegnum ótrúlega vel. Við þekkjumst ekki persónulega en hún virðist lesa hug minn. Ótrúlega næm og vel gerð manneskja með hjartað og skynsemina á réttum stað.  Mér finnst ég lánsöm að hafa fengið að kynnast henni en hún er enn einn baráttujaxlinn.

Ætlaði bara rétt að melda mig inn, var að hætta í verkefnayfirferð. Hlakka ótrúlega til helgarinnar. Fátt að frétta af niðurstöðum ennþá, kom mér ekki í lungnamynd fyrr en í morgun og eitthvað smotterí eftir en málin skýrast væntanlega eftir helgi.

Geymi það að tjá mig um OR hneykslið. Sýnist þó sjálfstæðismenn ætli að hengja bakara fyrir smið, enn og aftur. Forstjórinn auðvitað gráðugur en starfar og tekur ákvarðanir undir stjórn stjórnar OR. Málið þvílíkur skandall, ekki hægt segja annað. En nóg um það að sinni. Hausinn uppfullur af hugsunum um spillta stjórnsýslu og þá ekki einungis í Reykjavíkinni.  

Nú er það koddinn! Hætt að væla!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband