Óheillastjarnan enn

Mér sýnist þessi blessaða óheillstjarna sem hefur fylgt mér æði lengi, enn dansa yfir hausamótum mér. Vinnutölvan með ÖLLUM kennslugögnum og verkefnum hrundi í síðustu viku sem þýðir það einfaldlega að ég verð, takk fyrir að vinna þá vinnu upp á nýtt. Ég, þessi líka kjáni, var ekki með "back up" á neinum gögnum. Þvílíkur klaufi sem ég get verið. Mátti ekki við þessu, rétt næ í skottið á mér um helgar og stendur þá eigin námsvinna út af borðum. Úffff  Tölvuskömmin er í sjúkdómsgreiningu þannig að enn er óljóst með framtíð hennar og gagna minna. 

Ekki það að þessi uppákoma á ekki að koma mér á óvart, þetta er svona "týpísk ég". Fátt gengur smurt og snuðrulaust hjá mér.  Ég gæti skrifað heila ritgerð um óheppni mína í gegnum tíðina og margt ansi kyndugt, annað sorglegra. Móðir mín heitin lofaði mér því að lífið yrði gott eftir fimmtugt, nú gengur það vonandi  eftirWink

Ekki það að þetta er auðvitað hálf hlægilegt, get ekki annað sagt. Búin að sitja eins og rjúpan við staurinn með sárt ennið og hamra á jálkinum mínum. Hef ekki einu sinni haft tíma til að athuga með nýja tölvu. Það er aldeilis að ég tel mig ómissandi og fullkomnunaráráttan að gera út við migW00t

Ég hlýt að snúa ofan af mér í Budapest, svei mér ef ég fer ekki að ráðum Gíslínu og kíki í Spa, aldrei prófað það áður! Hef í raun aldrei leyft mér neitt dekur, annað gengið fyrir.

Nú er það koddinn, upp  kl.06 og langur dagur fram undan. Vikan verður strembin þannig að ég er þegar farin að hlakka til helgarinnarSmile Ársgömul þvottvélin mín bilaði í dag, svona til að kæta mig aðeins meira, nú vantar karlmann að heimilið! Ótrúlegt hvað maður getur verið ósjálfbjarga þegar kemur að vðgerðum, viðhaldi o.þ.h. Ég held reyndar að ég eigi rétt á einhverri þjónustu vegna vélarinnar þar sem hún er í ábyrgð. Það verður að bíða fram eftir vikunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

æj þetta er nú meira...vonandi bjargast gögnin þín !

Ragnheiður , 9.10.2007 kl. 00:55

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er mjög oft hægt að bjarga gögnum og ég vona að svo verði í þínu tilfelli.  Farðu svo að gefa þér tíma fyrir ÞIG Guðrún Jóna. 

Anna Einarsdóttir, 9.10.2007 kl. 11:23

3 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Vona að tölvan nái sér og þú þurfir ekki að vinna allt upp aftur. Núna verður þú að fara að gera eitthvað fyrir sjálfa þig.....ég held að ég þekki ekki margar konur á þínum aldri sem hafa aldrei dekrað við sig eða fengið dekur......Núna er komið að því Guðrún, beint í nudd góða mín og láttu krakkana redda þér og þeim líka sameiginlegan dag í Spa í Ungverjalandi..... 

ATH. skilaboð til ykkar Guðrúnarbarna....núna veriðið þið að gefa mömmu gömlu ógleymanlega afmælisgjöf og fara með henni í dekur þegar hún kemur í heimsókn.

Gíslína Erlendsdóttir, 9.10.2007 kl. 22:14

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Þið eruð einfaldega yndislegar stelpur. Takk fyrir þetta

Ég er ákveðin í því að fara að ráðum þínum Gíslína og prófa Spa.... eða hvað þetta heitir allt. Einvhern tíman er allt fyrst! 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 9.10.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband