BESTU BÖRN Í HEIMI

Ég er ríkari en margur heldur. Ég á nefnilega 2 börn sem eru yndislegust á jarðríki. Vel gerð og þroskuð enda þurft að reyna margt í gegnum ævina með mér. Þau afa komið sterkari út úr erfileikunum og láta fátt buga sig. Einstaklega hlý og gefandi bæði. Eldklár og hörkudugleg. Hvað er hægt að biðja um meira í lífinu.

Ég fékk yndislega gjöf frá þeim í dag, á varla til orð. Við vorum búin að ákveða að fresta þessum degi þar til ég hitti þau úti. Síðan er stefnan að boða til teitis þegar þau komast heim.

Gjöfina má sjá á slóðinni:

http://katan.bloggar.is   InLove

Og þessi börn á ég ein, nánast alveg alein. Ólust upp að mestu leyti án þess að hafa föður til staðar en áttu góða ömmu og afa að ásamt frænkum og frændum og stjúpa. Þetta hefur mér tekist að afreka og verð ég að segja að ég lít á þau sem mesta afrek mitt í lífinu og lifi fyrir þau í dag. Ég skal sjá þau ljúka sínu námi og koma heim. Við erum fyrir löngu búin að ákveða að stofna fyrirtæki í heilbrigðisþjónustunni, þau læknar og ég sé um rekstur og hjúkrun. Það verða góðir tímarCool

Ég á yndisleg börn. Takk fyrir skrifin og blómin sem eru í hárréttum litum; haustlitunum.

Love u more, kiddos 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Ennog aftur til hamingju með afmælið í gær.

Já þú ert rík og átt góð börn, hvað annað er betra ? 

Katrín, 7.10.2007 kl. 10:31

2 Smámynd: Þórdís tinna

Til hamingju með afmælið í gær  - vonandi naustu hans til hins ýtrasta .

  Ég var var að velta því fyrir mér hvort að ég gæti sent þér póst- sé hvergi netfangið þitt hér ? - með bestu kveðjum

Þórdís tinna, 7.10.2007 kl. 12:49

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Takk fyrir kveðjurnar, stóð á haus langt fram á kvöld út af klúðri sem ég varð að bjarga, 1.2 og 3! Týpískt ég en svona er þetta bara, aðalatriðið að geta lagfært mistökin í tæka tíð.

Fer út í góða veðrið núna, geymi vandamálin fram á kvöld 

Netföngin mín Þórdís Tinna eru: gudrun@fva.is og gjg1@hi.is. Það væri gaman að fá línu frá þér

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 7.10.2007 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband